Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1972, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.01.1972, Blaðsíða 54
á efni og tækniþjónustu. Þá væri mjög æskilegt að fá fram vissar gerðir báta, sem væru eins hjá öllum. Vélsmiðja Seyðisfjarðar hóf stálskipasmíðar á sextugsaf- mæli sínu 1967. Fyrsti bátur- inn var fullgerður 1968 og fram til þessa dags höfum við smíðað fimm 50 tonna báta. Aðalvandamálið í stöðinni er skortur á fagmönnum. Ef vel fiskast leita mennirnir á sjó- inn, en vinna í landi þess á milli. Við það er ekki hægt að una í rekstri skipasmíðastöðv- ar. Það háir okkur líka, að við vinnum allt úti, því að fjár- magn hefur skort til að byggja yfir stöðina. Ef vel ætti að vera, þyrfti ég að hafa 40-50 menn starfandi jafnaðarlega, en nú eru þeir aðeins 30. Við hér eystra sitjum alls ekki við sama borð og stöðv- arnar á Faxaflóasvæðinu hvað innkaup snertir. Hér verðum við að kaupa minnst 50 tonn í einu, til að skipafélögin flytji efnið beint til okkar. En það kostar okkur um 3000 krónur „Stjórnvöld heiðu átt að láta rannsaka allar stöðvarnar og sjá, hvar meinið raunverulega er." á tonnið aukalega að láta vör- urnar koma við í Reykjavík. Þetta leggst á allt, sem keypt er í minna magni, eins og vél- ar og tæki og ýmsan útbúnað annan. Annars sýnist mér bara vera bjart framundan. Við höfum verkefni fyrir næstu 3 ár við smíðar á þremur eða fjórum 90 tonna bátum. IHagnús Víglundsson: Alþjóðleg útboð framtíðin Magnús Víglundsson hf. hef- ur umboð fyrir spánskar skipa- smíðastöðvar á íslandi. Á Spáni verða m.a. smíðaðir togarar fyrir Bæjarútgerð Reykjavík- ur. Magnús Víglundsson, for- stjóri, hafði þetta að segja um skipasmíðar erlendis fyrir ís- lendinga: — Opinberar ráðstafanir til að takmarka skipasmíðar er- lendis fyrir íslenzka aðila væru alveg út í hött. Hvað Spáni við- víkur er hann orðinn þriðja stærsta fiskiskipasmíðaland í heimi og flytur meira að segja út skip til Noregs. Þetta segir sína sögu. Spánverjar eru mjög vel samkeppnishæfir vegna ó- dýrrar tækni og vinnuafls. Með því að leggja jafnmikla rækt við skipasmíðaiðnaðinn og raun ber vitni hafa þeir getað smíðað 250 þúsund tonna olíuskip nú nýlega. VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR ÓHAGSTÆÐUR SPÁNI. Þess er og að gæta í þessu ákveðna tilviki, að vöruskipta- jöfnuður við ísland hefur verið Spánverjum óhagstæður undan- tekningarlítið í 120 ár en nú vilja þeir selja okkur skip. Get- um við sagt „nei takk“? Með þeirri opinberu fyrir- greiðslu, sem íslenzkar skipa- smíðastöðvar hljóta er þeim al- veg vorkunnarlaust að keppa við þær útlendu. Menn ná held- ur aldrei fótfestu í þessari iðn- grein hér heima nema með því að geta keppt við erlenda aðila. Næsti þáttur í heildarmyndinni verður sá, að skip ofan við á- kveðna stærð, ef til vill 400— 500 tonn, verða boðin út. ALÞJÓÐLEG ÚTBOÐ. Spánverjar vinna langmest eftir útboðum og úthafstogar- arnir fjórir, sem þeir eru nú að smíða fyrir íslendinga, eru unn- ir samkvæmt útboði íslenzku ríkisstjórnarinnar, sem Spán- verjar svöruðu með hagstæð- asta tilboði. Þegar markaðsbandalögum vex fiskur um hryge hlýtur samkeppnin að verða æ þýðing- armeiri, og ég hygg, að öll stærri skip okkar íslendinga verði boðin út á komandi ár- um. Að mínu mati ætti sú stefna að vera ríkjandi, að þau skip, sem ríkisstofnanir eða rík- isbankar lána til, ábyrgjast eða styðja að, verði keypt sam- kvæmt alþjóðlegu útboði. Ann- að er ekki réttur mælikvarði. Það er ekki réttur mælikvarði, þegar Eimskipafélag íslands kaupir hvert skipið á fætur öðru beint frá danskri skipa- smíðastöð án útboðs. Þetta er þeim mun alvarlegra, þegar vit- að er, að Danir hafa átt í erfið- leikum með skipasmíðaiðnað sinn. Það hljóta því að vera miklar lýkur til, að unnt væri að fá betri tilboð í skipin ann- ars staðar. Álborg Værft, sem Eimskipa- félagsskipin hafa mörg verið smíðuð hjá, bauð í smíði á strandferðaskipunum fyrir Skipaútgerð ríkisins og reynd- ist tilboðið nokkuð hátt. Þá var Spánn með lægsta tilboð. Það varð ofan á, að skipin yrðu smíðuð á Akureyri, og það kann að hafa verið réttmæt ráðstöfun með tilliti til at- vinnuástandsins á þeim tíma. Almennt er ég hins vegar hlynntur alþjóðlegum útboð- um á skipasmíði fyrir okkur. 50 FV 1 1972
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.