Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1972, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.01.1972, Blaðsíða 32
ég vildi hætta viS Volvo- umboðið. Mér fannst það vera byrði, því að þeir peningar, sem urðu eftir í fyrirtækinu, jafnvel af sölu annarra vara, fóru í nýjan lager, nýjar bygg- ingar og dugði ekki til. Hingað til landsins komu þá í heim- sókn tveir af forstjórum Volvo og vildu ekki heyra það nefnt að ég hætti, þar sem ég ætti það milljóna virði, sem þeir þyrftu á að halda. Það væru synir mínir tveir, er voru í fyr- irtækinu. Varð það að ráði, að Veltir h.f. var stofnað, þar sem Volvo á lítinn hlut. Veltir h.f. er með umboð fyrir Volvo framleiðsluna, sem er bílar, bátavélar og Bolinder-Munktell vinnuvélar. Forstjóri fyrir Velti h.f. er sonur minn, Ás- geir, og hefur hann verið það frá fyrstu tíð og það hefur ver- ið mikill léttir fyrir mig að þurfa þó ekki að sjá um dag- legan rekstur, nema fyrir Gunnar Ásgeirsson h.f. í fyrirtækinu Gunnar Ás- geirsson h.f. vinna þrjú af börnum mínum, og það fjórða að sumarlagi. Það er Stefán, sem er flugmaður hjá Flugfé- lagi íslands, en þegar hann er ekki að fljúga, vinnur hann í fyrirtækinu og er mín hægri hönd. Ennfremur er Gunnar, semernýbyrjaður, og hefurtek- ið að sér að sjá um Bosch raf- magnsverkfæri o. fl. Síðan er Þórhildur, sem sér um Sim- plicity-sniðin, sem seld eru í útibúi fyrirtækisins að Lauga- vegi 33, en þar eru jafnframt seld rafmagns- og útvarpstæki, sem fyrirtækið er með, hjá Amaró á Akureyri, í Vöru- markaðnum og ennfremur tek- ur Vikan pantanir. Hjá báðum fyrirtækjunum starfa nú 90-100 manns og vænti ég að ársveltan hafi ver- ið fyrir s.l. ár um 500 millj. ' i [ hj i hl — Hvað um verðlagsmálin? — Það væri efni í sérgrein. Við búum einir allra vestrænna landa við úrelt styrjaldarfyrir- komulag í prósentuákvæðum um álagningu á vöru, ákveð- inni af mönnum, sem aldrei hafa komið nálægt viðskipt- um, en telja sig þó vita betur en við, hvað þurfi til þess að reka fyrirtæki. Þeir telja sjálf- um sér og fólki trú um, að þeir séu að vernda neytendurna fyr- ir of háu vöruverði, en mér er nær að halda, að þeir séu fyrst og fremst að vinna að takmörkun á ágóða fyrirtækj- anna, til að veikja þau. Fjár- vana fyrirtæki verður að sætta sig við smærri innkaup, jafn- vel frá erlendum milliliðum, í staðinn fyrir frá verksmiðju, enda ekkert atriði, hvað var- an kostar í innkaupi, því dýr- ari innkaup, því fleiri krónur fær seljandinn. Gott dæmi um þetta eru seinustu verkstæðis- ákvæði um verkstæðisvinnu. Lagðir voru fyrir nefndina verðútreikningar, þar sem þeir liðir komu fram, sem byggja upp kostnaðinn á seldri vinnu. Liðir, sem strikaðir voru út, voru t. d. „óvirk vinna“, sem fellst t. d. í því, að séu verk- efni ekki fyrir hendi eru engar tekjur af manninum þá stundina. Aðstöðugjald, sem er 1%, fékkst ekki með, gjald til Vinnuveitendasambandsins tal- ið ónauðsynlegt, svo og áhættu- þóknun eða hagnaður, slíkt mátti ekki vera með. Þessir menn vilja eflaust láta okkur fara aftur í skúrana með skipti- lykil, hamar og meitil í stað fullkominna tækja, sem auka afköstin og lækka þar með verð vinnunnar til viðskipta- vinarins. Svo ég tali nú ekki um stærri, bjartari og betri verkstæði, sem hagræðingu er hægt að koma fyrir í, til heilla fyrir alla viðgerðarmennina, eigandann og viðskiptavininn. SRUPASMÍÐASTÖD TR£SMIÐJU GUÐM. LÁRUSSONAR HF. SlMI 95-4699 — SKAGASTRÖND Framkv.stj.: Guðmundur Lárusson. IMVSIVIÍÐI SIVIÆRRI FISKIBÁTA OG VIÐGERÐIR. Framkv.stj.: Guðmundur Lárusson. Trésmíði alls konar - Húsbyggingar - Timbursala - Samsetning á tvöföldu gleri - Málningarvörur - Glersala. 28 FV 1 1972
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.