Frjáls verslun - 01.01.1972, Blaðsíða 32
ég vildi hætta viS Volvo-
umboðið. Mér fannst það vera
byrði, því að þeir peningar,
sem urðu eftir í fyrirtækinu,
jafnvel af sölu annarra vara,
fóru í nýjan lager, nýjar bygg-
ingar og dugði ekki til. Hingað
til landsins komu þá í heim-
sókn tveir af forstjórum Volvo
og vildu ekki heyra það nefnt
að ég hætti, þar sem ég ætti
það milljóna virði, sem þeir
þyrftu á að halda. Það væru
synir mínir tveir, er voru í fyr-
irtækinu. Varð það að ráði, að
Veltir h.f. var stofnað, þar sem
Volvo á lítinn hlut. Veltir h.f.
er með umboð fyrir Volvo
framleiðsluna, sem er bílar,
bátavélar og Bolinder-Munktell
vinnuvélar. Forstjóri fyrir
Velti h.f. er sonur minn, Ás-
geir, og hefur hann verið það
frá fyrstu tíð og það hefur ver-
ið mikill léttir fyrir mig að
þurfa þó ekki að sjá um dag-
legan rekstur, nema fyrir
Gunnar Ásgeirsson h.f.
í fyrirtækinu Gunnar Ás-
geirsson h.f. vinna þrjú af
börnum mínum, og það fjórða
að sumarlagi. Það er Stefán,
sem er flugmaður hjá Flugfé-
lagi íslands, en þegar hann er
ekki að fljúga, vinnur hann í
fyrirtækinu og er mín hægri
hönd. Ennfremur er Gunnar,
semernýbyrjaður, og hefurtek-
ið að sér að sjá um Bosch raf-
magnsverkfæri o. fl. Síðan er
Þórhildur, sem sér um Sim-
plicity-sniðin, sem seld eru í
útibúi fyrirtækisins að Lauga-
vegi 33, en þar eru jafnframt
seld rafmagns- og útvarpstæki,
sem fyrirtækið er með, hjá
Amaró á Akureyri, í Vöru-
markaðnum og ennfremur tek-
ur Vikan pantanir.
Hjá báðum fyrirtækjunum
starfa nú 90-100 manns og
vænti ég að ársveltan hafi ver-
ið fyrir s.l. ár um 500 millj.
' i [ hj i hl
— Hvað um verðlagsmálin?
— Það væri efni í sérgrein.
Við búum einir allra vestrænna
landa við úrelt styrjaldarfyrir-
komulag í prósentuákvæðum
um álagningu á vöru, ákveð-
inni af mönnum, sem aldrei
hafa komið nálægt viðskipt-
um, en telja sig þó vita betur
en við, hvað þurfi til þess að
reka fyrirtæki. Þeir telja sjálf-
um sér og fólki trú um, að þeir
séu að vernda neytendurna fyr-
ir of háu vöruverði, en mér
er nær að halda, að þeir séu
fyrst og fremst að vinna að
takmörkun á ágóða fyrirtækj-
anna, til að veikja þau. Fjár-
vana fyrirtæki verður að sætta
sig við smærri innkaup, jafn-
vel frá erlendum milliliðum, í
staðinn fyrir frá verksmiðju,
enda ekkert atriði, hvað var-
an kostar í innkaupi, því dýr-
ari innkaup, því fleiri krónur
fær seljandinn. Gott dæmi um
þetta eru seinustu verkstæðis-
ákvæði um verkstæðisvinnu.
Lagðir voru fyrir nefndina
verðútreikningar, þar sem þeir
liðir komu fram, sem byggja
upp kostnaðinn á seldri vinnu.
Liðir, sem strikaðir voru út,
voru t. d. „óvirk vinna“, sem
fellst t. d. í því, að séu verk-
efni ekki fyrir hendi eru
engar tekjur af manninum þá
stundina. Aðstöðugjald, sem er
1%, fékkst ekki með, gjald til
Vinnuveitendasambandsins tal-
ið ónauðsynlegt, svo og áhættu-
þóknun eða hagnaður, slíkt
mátti ekki vera með. Þessir
menn vilja eflaust láta okkur
fara aftur í skúrana með skipti-
lykil, hamar og meitil í stað
fullkominna tækja, sem auka
afköstin og lækka þar með
verð vinnunnar til viðskipta-
vinarins. Svo ég tali nú ekki
um stærri, bjartari og betri
verkstæði, sem hagræðingu er
hægt að koma fyrir í, til heilla
fyrir alla viðgerðarmennina,
eigandann og viðskiptavininn.
SRUPASMÍÐASTÖD
TR£SMIÐJU GUÐM. LÁRUSSONAR HF.
SlMI 95-4699 — SKAGASTRÖND
Framkv.stj.: Guðmundur Lárusson.
IMVSIVIÍÐI SIVIÆRRI FISKIBÁTA
OG VIÐGERÐIR.
Framkv.stj.: Guðmundur Lárusson.
Trésmíði alls konar - Húsbyggingar - Timbursala -
Samsetning á tvöföldu gleri - Málningarvörur -
Glersala.
28
FV 1 1972