Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1972, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.01.1972, Blaðsíða 19
Sovétríkin Samningar um aukin viðskipti við USÁ Fá bandarísk skip hafa siglt inn á sovézkar hafnir síðustu áratugina. í rauninni gerðist það síðast árið 1969, þegar bandarískt skip lagðist að bryggju í Svartahafsborginni Odessa. Ferðir sovézkra skipa til Bandaríkjanna eru aðeins tíðari. Nokkrar hafnir á vestur- strönd Bandaríkjanna eru opn- ar sovézkum skipum en lang- mestur hluti farþega- og vöru- flutninga Sovétmanna til Bandaríkjanna fer um Mont- real og fleiri borgir í Kanada. Allar horfur er nú taldar á auknum viðskiptum Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna og um leið eru hafnar samninga- viðræður um tíðari ferðir bandarískra og sovézkra skipa milli ríkjanna. Báðir aðilar hafa þar verulegra hagsmuna að gæta. Um þessar mundir er ver- ið að efla sovézka kaupskipa- flotann og ráðamenn eystra vilja mjög gjarnan, að þeirra eigin skip fái að flytja sovézk- ar útflutningsvörur vestur um haf. Kæmi þetta sér einkar vel, ef ríkisstjórn Nixons grípur til sérstakra aðgerða til að örva viðskipti risaveldanna, en sem stendur nema þau ekki nema 300 milljónum dollara á ári. Bandarískir ráðamenn telja opnun sovézkra hafna fyrir bandarískum skipum nauðsyn- lega til þess að bandarískir út- flytjendur nái fótfestu á sov- ézka markaðinum. Sumir kaup- sýslumenn vestan hafs sjá fram á möguleika til að flytja út vörur fyrir 5—6 milljarða doll- ara til Sovétríkjanna á næstu árum. Bandarískir aðilar vilja líka tryggja, að flutningar í þessu sambandi fari að veru- legu leyti fram með bandarísk- um skipum. Það eru hafnirnar í Lenin- grad og Odessa, sem Banda- ríkjamenn hafa augastað á. ÝMSAR HINDRANIR. Ýmis Ijón eru á vegi samn- inganefndanna. Það þarf að semja um farmgjöld, siglinga- reglur og skattamál. Verka- lýðssamtök í Bandaríkjunum hafa líka sitt að segja. Hafnar- verkamenn hafa víða neitað að vinna við sovézk skip eða farm frá Sovétríkjunum. Þetta er einkar áberandi á austurströnd- inni, þar sem verkamennirnir hafa gert Sovétmönnum ókleift að flytja útflutningsvörur sínar til mikilvægra hafna eins og Boston, Fíladelfíu og New York. Þó virðist heldur hafa dregið úr andstöðu verkalýðsfélaganna og til marks um það er bent á, að nýlega voru nokkrir skips- farmar af sovézku krómi losað- ir í Charleston. Allar horfur eru líka tald- ar á, að viðkomandi félög leyfi lestun á korni fyrir 136 milljónir dollara til Sovétríkj- anna. í báðum tilvikum eru notuð skip frá þriðja aðila en næsta skrefið verður að sam- þykkja slíka flutninga með sov- ézkum skipum. Hafnarverka- menn hafa hins vegar krafizt þess, að bandarískum skipafé- lögum verði tryggður sinn hluti af flutningum. sem fylgja muni í kjölfar nýrra viðskipta- samninga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Kornsamningurinn þykir góð byrjun. Hann gerir ráð fyrir sölu á bandarísku korni, maís, höfrum og byggi, fyrir 2,7 millj- ónir dala til hafna við Svarta- haf og Leningrad á þessu ári. Nú þykir sennilegt, að sam- komulag náist um kornsölu- samninga til langs tíma. Og gangi viðræðurnar um flutn- ingamálin að óskum, verður kornið flutt með bandarískum og sovézkum skipum. FLJÓTANDI GAS Fyrirtækið Tennaco í Banda- ríkjunum hefur byrjað samn- ingaumleitanir við Sovétmenn um byggingu á vinnslustöð fyr- ir fljótandi gas í Sovétríkjun- um. Slík framkvæmd mundi leiða til smíði á 16 flutninga- skipum fyrir fljótandi gas, er samanlagt mundu kosta 1,1 milljarð dollara. Gert er ráð fyrir. að skipin verði banda- rísk eign og smíðuð í skipa- smíðastöð Tennaco í Virginíu- fylki. Samkvæmt heimildum í Moskvu er þó ekki útilokað, að Sovétmönnum verði gefinn kostur á að kaupa einhvern hluta af þessum skipastól. Horfur eru taldar á samkomulagi um tíðar skipaferðir milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á nœstunni. FV 1 1972 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.