Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1972, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.01.1972, Blaðsíða 50
unum vantaði. Það gekk því á ýmsu, en kaupendur fengustþó. En meðan óvissan var sem mest urðum við að smíða einn trébát til að skapa vinnu fyrir trésmið- ina en rafvirkjana létum við fara í eftirlit í stöðinni sjálfri. Þannig var gripið til skyndiráð- stafana á erfiðum tímum. 400 ÞÚS. VINNUSTUND- IR Á ÁRI. Afkastagetan hjá okkur er 400 þúsund vinnustundir á ári, en, í einn 100 tonna bát fara 50 þúsund vinnutímar. Það þarf því vissulega að tryggja nægi- leg verkefni fyrir stöðina á komandi árum. — Er það ekki óheppilegt, að hafa fastráðna iðnaðarmenn í stað þess að leita tilboða frá verkstæðum í einstök verkefni fyrir ykkur? — Það hefur verið deilt á okk- ur fyrir þetta, en staðreyndin er sú, að hér á Akureyri er ekki fyrir hendi aðili, sem gæt; tek- ið að sér tréverk fyrir okkur eða raflagnir. Og væri þessi vinna fengin gerð fyrir sunnan er ég hræddur um að kostnað- urinn yxi einhverjum í augum. — Hvernig eru afköst ykkar miðað við skipasmíðastöðvar er- lendis? — Erlendum sérfræðingum, sem hér hafa verið ber saman um að vinnutími á hvert skip sé alltof langur. Við gerum til dæmis ráð fyrir 250 þúsund vinnutímum á 1000 tonna skut- togara, en þýzkur sérfræðingur, sem fór yfir dæmið með okkur sagði, að slíkt verk ætti að vinna á 150 þúsund vinnutím- um. Hann sagðist líka vera reiðubúinn til að koma vinnu- tímafjöldanum niður í 190 þús- und tima við þessi skip. SAMSTARF VIÐ ÞÝZKA STÖÐ? — Er nánara samstarf við er- lenda aðila fyrirhugað? — Það er í athugun. Þessi þýzki aðili, sem ég minntist á er starfsmaður D. W. Kremer skipasmíðastöðvarinnarinnar í Elmshorn í Vestur—Þýzkalandi, Hún hefur smíðað skip fyrir Hafskip h.f. á undanförnum ár- um. Fulltrúar fyrirtækisins, þar á meðal forstjóri þess, voru staddir hérlendis fyrir nokkru og átti ég þá viðræður við þá. Það er staðreynd, að okkur skortir sérþekkingu í greininni, hér eru engir menn til með verulega reynslu, og ég hygg, að við getum kinnroðalaust leit- að aðstoðar þeirra, sem búa yfir mikilli reynslu og eru reiðubún- ir að miðla okkur af henni. Um þetta er ekkert ákveðið enn, en ég hef mikinn áhuga á málinu. Þjóðverjarnir héldu því til dæmis fram, að við þyrftum að minnsta kosti 10—12 tækni- menn. en sem stendur eru þeir aðeins fjórir. Forstöðumaður nýsmíðadeildar hjá Álborg Værft, sem sótti okkur heim, var líka þeirrar skoðunar, að hér væri alltof fámennt tækni- lið miðað við afkastagetu stöðv- arinnar. AÐEINS EINN AÐILA í FORSVAR. — Nú hefur komið fram gagnrýni á, að þú sem fram- kvæmdastjóri skulir ekki vera tæknimenntaður. Væri ekki eðlilegra, að framkvæmdastjór- inn væri skipaverkfræðingur? — Þar sem ég þekki til hjá skipasmíðastöðvum erlendis er framkvæmdastjórinn almennt viðskiptafræðilega menntaður. Skipaverkfræðingur í starfi framkvæmdastjóra hefði ekki tækifæri til að setjast niður og teikna skip. Hans hlutverk yrði fyrst og fremst að sinna við- skiptahllðinni og það reyndi ekki á verkfræðihæfileika hans. Ég tel líka langhyggilegast, að það sé einn aðili í forsvari og framkvæmdastjórninni ekki skipt milli tveggja manna, t.d. viðskiptafræðings og verkfræð- ings. Þetta er ein af „patent- lausnunum“, sem ýmsum eru hjartfólgnar, en hafa víðast gef- izt illa. Svo varðandi almenna þörf fyrir skipaverkfræðinga til starfa hjá stöðinni, vil ég aðeins benda á, að í skipasmíðastöð- inni í Elmshorn starfar enginn verkfræðingur heldur tækni- fræðingar einvörðungu eins og hjá okkur. Við höfum hér af- bragðsmenn á því sviði, og flest- um ber saman um, að æskileg- ast sé, að yfirmenn tæknimál- anna öðlist reynslu í stöðinni sjálfri. Það eru núna 20.000 ár síðan Homo Heidelbergensis prentuðu fyrstu fótsóla sína á leir- inn á Rínarbökkum. Þetta var seinlegt. Fyrir 119 árum byrjuðu þeir svo að framleiða prentvélar (þær beztu í heimi) og núna í desember siðastliðnum voru þeir búnir að framleiða 220.000 vélar — og tilkynna yður það hér með. HEIDELBERGER DRUCKMASCHINEN AG. STURLAUGUR JDNSSON & CO. IG FV 1 1972
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.