Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1972, Side 50

Frjáls verslun - 01.01.1972, Side 50
unum vantaði. Það gekk því á ýmsu, en kaupendur fengustþó. En meðan óvissan var sem mest urðum við að smíða einn trébát til að skapa vinnu fyrir trésmið- ina en rafvirkjana létum við fara í eftirlit í stöðinni sjálfri. Þannig var gripið til skyndiráð- stafana á erfiðum tímum. 400 ÞÚS. VINNUSTUND- IR Á ÁRI. Afkastagetan hjá okkur er 400 þúsund vinnustundir á ári, en, í einn 100 tonna bát fara 50 þúsund vinnutímar. Það þarf því vissulega að tryggja nægi- leg verkefni fyrir stöðina á komandi árum. — Er það ekki óheppilegt, að hafa fastráðna iðnaðarmenn í stað þess að leita tilboða frá verkstæðum í einstök verkefni fyrir ykkur? — Það hefur verið deilt á okk- ur fyrir þetta, en staðreyndin er sú, að hér á Akureyri er ekki fyrir hendi aðili, sem gæt; tek- ið að sér tréverk fyrir okkur eða raflagnir. Og væri þessi vinna fengin gerð fyrir sunnan er ég hræddur um að kostnað- urinn yxi einhverjum í augum. — Hvernig eru afköst ykkar miðað við skipasmíðastöðvar er- lendis? — Erlendum sérfræðingum, sem hér hafa verið ber saman um að vinnutími á hvert skip sé alltof langur. Við gerum til dæmis ráð fyrir 250 þúsund vinnutímum á 1000 tonna skut- togara, en þýzkur sérfræðingur, sem fór yfir dæmið með okkur sagði, að slíkt verk ætti að vinna á 150 þúsund vinnutím- um. Hann sagðist líka vera reiðubúinn til að koma vinnu- tímafjöldanum niður í 190 þús- und tima við þessi skip. SAMSTARF VIÐ ÞÝZKA STÖÐ? — Er nánara samstarf við er- lenda aðila fyrirhugað? — Það er í athugun. Þessi þýzki aðili, sem ég minntist á er starfsmaður D. W. Kremer skipasmíðastöðvarinnarinnar í Elmshorn í Vestur—Þýzkalandi, Hún hefur smíðað skip fyrir Hafskip h.f. á undanförnum ár- um. Fulltrúar fyrirtækisins, þar á meðal forstjóri þess, voru staddir hérlendis fyrir nokkru og átti ég þá viðræður við þá. Það er staðreynd, að okkur skortir sérþekkingu í greininni, hér eru engir menn til með verulega reynslu, og ég hygg, að við getum kinnroðalaust leit- að aðstoðar þeirra, sem búa yfir mikilli reynslu og eru reiðubún- ir að miðla okkur af henni. Um þetta er ekkert ákveðið enn, en ég hef mikinn áhuga á málinu. Þjóðverjarnir héldu því til dæmis fram, að við þyrftum að minnsta kosti 10—12 tækni- menn. en sem stendur eru þeir aðeins fjórir. Forstöðumaður nýsmíðadeildar hjá Álborg Værft, sem sótti okkur heim, var líka þeirrar skoðunar, að hér væri alltof fámennt tækni- lið miðað við afkastagetu stöðv- arinnar. AÐEINS EINN AÐILA í FORSVAR. — Nú hefur komið fram gagnrýni á, að þú sem fram- kvæmdastjóri skulir ekki vera tæknimenntaður. Væri ekki eðlilegra, að framkvæmdastjór- inn væri skipaverkfræðingur? — Þar sem ég þekki til hjá skipasmíðastöðvum erlendis er framkvæmdastjórinn almennt viðskiptafræðilega menntaður. Skipaverkfræðingur í starfi framkvæmdastjóra hefði ekki tækifæri til að setjast niður og teikna skip. Hans hlutverk yrði fyrst og fremst að sinna við- skiptahllðinni og það reyndi ekki á verkfræðihæfileika hans. Ég tel líka langhyggilegast, að það sé einn aðili í forsvari og framkvæmdastjórninni ekki skipt milli tveggja manna, t.d. viðskiptafræðings og verkfræð- ings. Þetta er ein af „patent- lausnunum“, sem ýmsum eru hjartfólgnar, en hafa víðast gef- izt illa. Svo varðandi almenna þörf fyrir skipaverkfræðinga til starfa hjá stöðinni, vil ég aðeins benda á, að í skipasmíðastöð- inni í Elmshorn starfar enginn verkfræðingur heldur tækni- fræðingar einvörðungu eins og hjá okkur. Við höfum hér af- bragðsmenn á því sviði, og flest- um ber saman um, að æskileg- ast sé, að yfirmenn tæknimál- anna öðlist reynslu í stöðinni sjálfri. Það eru núna 20.000 ár síðan Homo Heidelbergensis prentuðu fyrstu fótsóla sína á leir- inn á Rínarbökkum. Þetta var seinlegt. Fyrir 119 árum byrjuðu þeir svo að framleiða prentvélar (þær beztu í heimi) og núna í desember siðastliðnum voru þeir búnir að framleiða 220.000 vélar — og tilkynna yður það hér með. HEIDELBERGER DRUCKMASCHINEN AG. STURLAUGUR JDNSSON & CO. IG FV 1 1972

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.