Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1972, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.01.1972, Blaðsíða 27
Greinar og viötöl Samtíðarmaður: Gunnar Ásgeirsson stórkaupmaður Að Suðurlandsbraut 16 í Reykjavík stendur reisulegt hús, sem enn er með vaxtar- verki. Stórir gluggar, baðaðir ljósum, gefa vegfarendum tækifæri til að fá nokkra hug- mynd um það starf, sem þarna er unnið. Bláleitur bjarmi frá sjónvarpstækjum, gljáfægðir bílar, snotrir skemmtibátar og froskmaður í fullum skrúða, — allt eru þetta vottar um mikil umsvif í kaupsýslu. Og yfir því öllu stendur skrifað stór- um stöfum nafn þess, sem ábyrgðina ber, Gunnars Ás- geirssonar. Sá, er þetta ritar, minnist nokkurra funda í bernsku við Gunnar Ásgeirsson. Minnis- stæðastvar þó að sjá hann troða upp á jólatrésskemmtunum hjá Oddfellowum, þar sem hann var hrókur alls fagnaðar og söng við geysigóðar undirtekt- ir smáfólks og fullorðinna. Því er þetta nefnt, að Gunnar hef- ur alltaf haft ánægju af að blanda geði við fólk og hef- ur haft þar mikilvægt frum- kvæði. Hann er maður mjög fé- lagslyndur og er jafnan reiðu- búinn að leggja sitt af mörk- um til góðrar skemmtunar með því að taka lagið. grípa gítar- inn eða mandólínið, eða þá að sýna kvikmynd, sem hann hef- ur tekið sjálfur fyrr á árum eða á ferðalögum sínum víða um álfur nú á seinni áratug- um. Þau eru ótalin félags- og hagsmunasamtökin, sem Gunn- ar hefur starfað með af þrótti. Þó hefur fjölskyldan ávallt setið í fyrirrúmi fyrir viðskipt- unum og fyrirtækinu. — Ja, lífsferillinn byrjaði hjá mér á Flateyri við Önund- arfjörð 7. júní 1917, segir Gunnar. — Við vorum 11 syst- kinin, börn Ásgeirs Guðnason- ar, kaupmanns og útgerðar- manns, og Jensínu Eiríksdótt- ur, konu hans. Átta lifðu til fullorðinsára, tvær systur og sex bræður. Faðir minn var á þessum tíma aðalatvinnurek- andinn á Flateyri auk síldar- verksmiðjunnar á Sólbakka og þá var mikið að gera fyrir vestan. Börn og unglingar voru í fullri vinnu yfir sumarið allt frá 7-8 ára aldri og þá mok- uðu togararnir upp síld í ísa- fjarðardjúpi. Þeir fóru jafnvel út að morgni og komu með fullfermi næsta dag, en það þótti langt að sækja, ef sigla þurfti austur undir Skaga. Síldin var unnin í verksmiðj- unni á Sólbakka, sem er skammt frá þorpinu á Flateyri. — Bcindist ekki vcrkalýðs- baráttan á staðnum gegn föð- ur þínum? — Ég held, að pabbi hafi aldrei átt í útistöðum við fólk- ið. Ég minnist þess, að í kring- um 1930 kom Hannibal Valdi- marsson frá ísafirði til Flat- eyrar og ætlunin var að stofna verkalýðsfélag. Það urðu ald- rei verkföll, svo ég muni eftir. í mörgum tilvikum áttu skip- stjórar og sjómenn hluta í bát- unum, sem voru 7-8 á þessum tíma. Það var mikil grózka í öllum atvinnumálum. Faðir minn fór gjarnan á fætur um fimm leytið á morgnana og hætti ekki dagsverkinu fyrr en um miðnætti. — Hvaða störf stundaðir þú fyrir föður þinn á þessum tímum? Framan af vann ég eins og hinir krakkarnir, á eyrinni við að breiða fisk, en þegar ég var 10 eða 11 ára, fór ég í verzl- unina til að hjálpa til. Mér Gunnar Asgeirsson í Volvo-salnum. FV 1 1972 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.