Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1972, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.01.1972, Blaðsíða 18
iofabrikk A/S. Félögin hafa að- alstöðvar sinar á fimm mismun- andi stöðum í landinu, og þau hafa þess vegna átt þátt í að dreifa áhuganum á hlutabréfa- kaupum um landið. HVERS VEGNA ALMENN- INGSHLUTAFÉLAG? Hver er orsök þess, að norsk fjölskylduhlutafélög verða al- menningshlutaf élög ? Orsökin er aukin samkeppni og þörf fyrirtækja fyrir aukið eigið fé. Mikið eigið fé þýðir aukið öryggi fyrir félagið og starfsfólk þess. skapar betri möguleika á að gera hagkvæm innkaup og veita lán, bætir sam- keppnishæfni þess og skapar þá tilfinningu, að menn séu hús- bændur á sínu eigin heimili. Þetta er mikilvægt nú á tím- um, þegar atvinnulífið verður sífellt alþjóðlegra. í samkeppni við fyrirtæki í öðrum löndum mundu norsk fyrirtæki, sem lítið eigið fé hefðu, standa illa að vígi. Könnun frá áramótum 1969—70 leiðir í ljós, að norsk íyrirtæki með fleiri en 1000 starfsmenn, hafa að meðaltali um það bil 21% eigið fé og af- ganginn lánsfé. Þetta er miklu minna eigið fé en í flestum öðr- um ríkjum. Þegar fjölskyldufyrirtæki verður almenningshlutafélag opnast það um leið fyrir sam- einingu. Ástæða er til að ætla, að miklu fleiri norsk félög muni sameinast á komandi árum, því að samkeppnisaðstæður nú á tímum eru stórum félögum í vil. Breytingin í almennings- hlutafélög stuðlar enn fremur að því að skapa meiri hrein- skilni í atvinnulífinu, en það er í samræmi við núverandi um- ræður um atvinnulýðræði. Fyrir þann, sem festir fé í hlutabréfakaupum, veitir þetta tækifæri til að kaupa bréf á jafngengi — bréf, sem væntan- lega munu hækka í verði. Allt stuðlar þetta að því að auka breiddina á norskum hluta- bréfamarkaði. ÝMIS VANDAMÁL. — Einn galli er sá, að þetta er óplægður akur í Noregi og lítið er vitað, hvernig þessu skuli hagað, bjóða áskriftir o.s. frv. Nú hefur verið skipuð nefnd verðbréfamiðlara, sem á að skapa skýrar línur um þessi atriði, segir Björn Stangeland, hagfræðilegur forstjóri í G. Block Watne A/S í viðtali. — Ennfremur eru ýmis fram- kvæmdavandamál við breyt- ingu í almenningshlutafélag, til dæmis í sambandi við aðalfund. Einnig á þessu sviði vitum við ekki nóg. Loks gætu menn lit- ið á kostnaðinn við að þurfa að hafa samband við svo marga hluthafa sem ókost, en við bú- umst við. að hann verði upp- veginn með hagræðinu, segir Stangeland. Vebjörn Tandberg, fram- kvæmdastjóri Tandbergs Radio- fabrikk A/S, segir: — Ókostirnir við breytingu í almenningshlutafélög eru mjög litlir í samanburði við kostina, sem felast í því að hafa öruggt fé. Hugsanlega verður þetta dálítið þunglama- legra. þar sem t. d. verður að kalla stjórnina saman, ef á- kveða á eitthvað. sem liggur fyrir utan venjulegan rekstur. En í reyndinni held ég ekki, að mikill munur verði á fjöl- skylduhlutafélagi og opnu hlutafélagi í þessu tilliti. Fjöl- skylduhlutafélag, sem hefur lán, er einnig töluvert bundið á margan hátt, segir Tandberg framkvæmdastjóri. Önnur spurning, sem vaknar í sambandi við almennings- hlutafélög, er fjármálaleg. Eru til nægir peningar til að greiða fyrir öll nýju hlutabréfin. sem eru boðin? AUKNAR SPARISJÓÐS INNISTÆÐUR. Eftir því sem kunnugt er, voru árið 1971 greiddar 350 milljónir norskra króna fyrir hlutafjáraukningu og ný hluta- bréf á norska hlutabréfamark- aðinum. Til viðbótar þessu koma 56 milljónir til Det Norske Oljeselskap A/S. Þá koma fjárhæðir, sem eiga að greiðast eftir áramótin — til G. Block Watne og Tandberg meðal annars, og ef til vill einn- ig til Norsk Hydro. Allt þetta skapar þrýsting á markaðinum, og einn athugand- inn hefur spurt í þessu sam- bandi, hvort þess sjáist merki, að fé hafi verið flutt úr bönk- um til hlutabréfakaupa. En með því er auðvitað verið að hafa endaskipti á hlutunum. Fé, sem varið er til að kaupa hlutabréf, verður ekki kyrrt á hlutabréfa- markaðinum. Seljandinn lætur fyrir sitt leyti peningana aftur í banka eða lætur einhvern annan gera það. Sparisjóðsinnistæður í norskum bönkum hafa aukizt síðasta ár þrátt fyrir miklar greiðslur fyrir hlutabréf. Niðurstaðan hlýtur að vera, að hinn almenni borgari hefur peninga, að allur almenningur hefur mikinn varasjóð, sem at- vinnulífið er rétt að byrja að leita til. Þess vegna er ástæða til að ætla, að miklu fleiri fjöl- skylduhlutafélög muni gerast almenningshlutafélög í náinni framtíð. FRANCH MICHELSEN ÚRSMIÐUR LAUGAVEGI 39 REYKJAVÍK 14 FV 1 1972
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.