Frjáls verslun - 01.01.1972, Blaðsíða 43
Skipasmíðar
Fyrirgreiðsla vegna skuttogara-
smíði erlendis verði ekki veitt
*
AJit Fiskiskipasmíðanefndar
Fiskiskipasmíðanefndin, sem
iðnaðarráðherraskipaði í ágúst-
lok til þess m. a. að fjalla
um ráðstafanir til að tryggja
íslenzku skipasmíðastöðvunum
verkefni að minnsta kosti þrjú
ár fram í tímann, hefur nú
skilað áliti.
í því kemur fram, að nefnd-
in álítur almennt rétt, að gerð-
ar séu ráðstafanir til að beina
skipakaupum erlendis frá til
innlcndra aðila, ef íslenzkar
skipasmíðastöðvar skortir verk-
efni og 'þær bjóða sambærileg
kjör. Mælir nefndin með því,
að stjórnvöld neiti kaupendum
um leyfi eða fyrirgreiðslu til
smíði 400-500 brúttórúmlesta
skuttogara erlendis þar til
innlendum skipasmíðastöðvum
hafa verið tryggð verkefni.
Nefndin leggur til, að ís-
lenzkar skipasmíðastöðvar eigi
kost á að smíða fiskiskip í eig-
in reikning, gegn venjulegum
lánum, auk bráðabirgðaláns
vegna eigin framlags, og verði
skipasmíðastöðvunum útborg-
uð 90% af lánum á smíðatím-
anum í áföngum samkvæmt
gerðum samningi, eftir því sem
hvei’jum umsömdum hluta
byggingarstigs skipsins er lok-
ið. Skipin verði síðan seld á
smíðatímanum eða þegar þeim
er lokið. Miðað við núverandi
aðstæður álítur nefndin, að
þessar ráðstafanir ættu að
duga til að bægja frá öryggis-
leysi í verkefnasamningum, en
verði samt um verkefnaskort
að ræða, leggur nefndin til, að
opinber aðili geri kaupsamn-
inga við skipasmíðastöðvarnar
um ákveðnar stærðir og gerð-
ir skipa, sem smíðuð yrðu í
skipulögðum seríum og síðan
seld meðan á smíði stendur eða
að smíði lokinni.
í nefnd þessari áttu sæti þeir
Hjálmar R. Bárðarson, sigl-
ingamálastjóri, Guðjón Jóns-
son, formaður Félags járniðn-
aðarmanna, Jón L. Arnalds,
ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs-
ráðuneytinu, Jón Sveinsson,
forstjóri og Ottó Schopka,
framkvæmdastjóri.
Nefndin er þeirrar skoðunar,
að til þess að halda óbreyttum
meðalaldri íslenzkra fiskiskipa
þurfi árleg endurnýjun að vera
minnst um 3800 brúttórúm-
lestir.
Að dómi nefndarinnar er
það meginatriði, að skipa-
smíðastöðvarnar geti treyst
því, að tímabundinn verkefna-
skortur verði ekki látinn koll-
varpa þeim skipasmíðaiðnaði,
sem hér er nú að komast á
legg og nauðsynlegur er ís-
lenzkri útgerð, bæði til við-
halds skipastólsins og endur-
nýjunar hans.
EKKI FLEIRI SKUTTOGARA
ERLENDIS FRÁ
í nefndarálitinu er sérstak-
lega vikið að skuttogarakaup-
um, sem þegar eru ákveðin, og
bent á, að margir aðilar til við-
bótar hyggi á kaup slíkra fiski-
skipa, einkum af stærðinni
400-500 brúttórúmlestir. Segir
nefndin það vera ljóst, að tak-
mörk hljóti að vera fyrir því,
hvað hið opinbera telji æski-
legt, að keyptir verði margir
skuttogarar erlendis frá af
þessari stærð, og telur rétt, að
þegar ákveðnum takmörkum
sé náð þar að lútandi, verði
Spánskur skuttogari. Á Spáni er nú verið að smíða fiskiskip fyrir Islendinga. Verða slík við-
skipti stöðvuð?
FV 1 1972
39