Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1972, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.01.1972, Blaðsíða 43
Skipasmíðar Fyrirgreiðsla vegna skuttogara- smíði erlendis verði ekki veitt * AJit Fiskiskipasmíðanefndar Fiskiskipasmíðanefndin, sem iðnaðarráðherraskipaði í ágúst- lok til þess m. a. að fjalla um ráðstafanir til að tryggja íslenzku skipasmíðastöðvunum verkefni að minnsta kosti þrjú ár fram í tímann, hefur nú skilað áliti. í því kemur fram, að nefnd- in álítur almennt rétt, að gerð- ar séu ráðstafanir til að beina skipakaupum erlendis frá til innlcndra aðila, ef íslenzkar skipasmíðastöðvar skortir verk- efni og 'þær bjóða sambærileg kjör. Mælir nefndin með því, að stjórnvöld neiti kaupendum um leyfi eða fyrirgreiðslu til smíði 400-500 brúttórúmlesta skuttogara erlendis þar til innlendum skipasmíðastöðvum hafa verið tryggð verkefni. Nefndin leggur til, að ís- lenzkar skipasmíðastöðvar eigi kost á að smíða fiskiskip í eig- in reikning, gegn venjulegum lánum, auk bráðabirgðaláns vegna eigin framlags, og verði skipasmíðastöðvunum útborg- uð 90% af lánum á smíðatím- anum í áföngum samkvæmt gerðum samningi, eftir því sem hvei’jum umsömdum hluta byggingarstigs skipsins er lok- ið. Skipin verði síðan seld á smíðatímanum eða þegar þeim er lokið. Miðað við núverandi aðstæður álítur nefndin, að þessar ráðstafanir ættu að duga til að bægja frá öryggis- leysi í verkefnasamningum, en verði samt um verkefnaskort að ræða, leggur nefndin til, að opinber aðili geri kaupsamn- inga við skipasmíðastöðvarnar um ákveðnar stærðir og gerð- ir skipa, sem smíðuð yrðu í skipulögðum seríum og síðan seld meðan á smíði stendur eða að smíði lokinni. í nefnd þessari áttu sæti þeir Hjálmar R. Bárðarson, sigl- ingamálastjóri, Guðjón Jóns- son, formaður Félags járniðn- aðarmanna, Jón L. Arnalds, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs- ráðuneytinu, Jón Sveinsson, forstjóri og Ottó Schopka, framkvæmdastjóri. Nefndin er þeirrar skoðunar, að til þess að halda óbreyttum meðalaldri íslenzkra fiskiskipa þurfi árleg endurnýjun að vera minnst um 3800 brúttórúm- lestir. Að dómi nefndarinnar er það meginatriði, að skipa- smíðastöðvarnar geti treyst því, að tímabundinn verkefna- skortur verði ekki látinn koll- varpa þeim skipasmíðaiðnaði, sem hér er nú að komast á legg og nauðsynlegur er ís- lenzkri útgerð, bæði til við- halds skipastólsins og endur- nýjunar hans. EKKI FLEIRI SKUTTOGARA ERLENDIS FRÁ í nefndarálitinu er sérstak- lega vikið að skuttogarakaup- um, sem þegar eru ákveðin, og bent á, að margir aðilar til við- bótar hyggi á kaup slíkra fiski- skipa, einkum af stærðinni 400-500 brúttórúmlestir. Segir nefndin það vera ljóst, að tak- mörk hljóti að vera fyrir því, hvað hið opinbera telji æski- legt, að keyptir verði margir skuttogarar erlendis frá af þessari stærð, og telur rétt, að þegar ákveðnum takmörkum sé náð þar að lútandi, verði Spánskur skuttogari. Á Spáni er nú verið að smíða fiskiskip fyrir Islendinga. Verða slík við- skipti stöðvuð? FV 1 1972 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.