Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1972, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.01.1972, Blaðsíða 11
AUGLYSIIMGAR Bannið kostar blöðin 12 milljónir Tóbaksinnflytjendur reyna nýjar leiðir „Allar auglýsingar á tóbaki í blöðum, útvarpi, sjónvarpi og utandyra skulu bannaðar. Þó er Áfengis- og tóbaksverzlun rík- isins heimilt að auglýsa verð á tóbaksvörum." Þannig hljóðar lagaákvæðið, sem gekk í gildi um áramótin og bannar tóbaksinnflytjendum á ís’landi að auglýsa vörur sín- ar,en það mun jafnframt þýða um 12 milljón króna tap fyrir íslenzk dagblöð og tímarit, sé miðað við þær upphæðir, sem varið var í auglýsingar á síðast- liðnu ári. Tóbaksinnflytjendur geta þó og má sjá þau allvíða í búðar- gluggum nú þegar. Samkvæmt lögunum mun ekki hægt að amast við slíkum auglýsingum séuþær innan á glugga, jafnvel þótt þær snúi út að fjölförnum götum. Tóbaksinnflytjendur áttu í vor viðræður við heilbrigðis- málanefnd Alþingis, þar sem til- lagan um auglýsingabannið var rædd. í rökstuðningi sínum bentu þeir á, að reynslan er- lendis frá leiddi í ljós, að aug- lýsingabönn hefðu ekki haft til- ætluð áhrif í minnkandi tóbaks- neyzlu. Þvert á móti hefði í kvikmyndahúsum. í Svíþjóð er bannað að auglýsa tóbak í kvikmyndahúsum og á íþrótta- völlum, auglýsingar mega ekki höfða til unglinga og fyrirsæt- ur í auglýsingamyndum verða að hafa náð 25 ára aldri. I Bandaríkjunum hefur bann við tóbaksauglýsingum í sjón- varpi leitt til 215 milljón doll- ara samdráttar í auglýsinga- tekjum sjónvarpsstöðvanna. Þessi herferð gegn vindling- unum hefur bakað tóbaksfram- leiðendum mikil óþægindi og hin hefðbundna markaðsupp- bygginghefur verulega raskazt. Winston: Gjaíavörur. KENT Kent: Gjafavörur, Viceroy: Gluggaskilti. gripið til annarra ráða til að vekja athygli á þeim tóbaksteg- undum, sem þeir flytja inn. Hjá Rolf Johansen, sem er umboðs- maður fyrir Camel, Winston og Salem, sáum við á dögunum ýmsar smágjafir með merkjum þessara vindlingategunda, og eru þær ætlaðar til dreifingar hérlendis. Voru það einkum pennar, öskubakkar, blöðrur og jafnvel rafmagnsrakvélar. Albert Guðmundsson, sem flytur inn Kent-sígarettur, hef- ur fengið til dreifingar nokkurt magn af innkaupapokum, bolt- um og spilum með merki Kent. Árni Gestsson í Glóbus, sem hefur umboð fyrir Viceroy, hef- ur látið gera auglýsingaspjöld til að setja upp í verzlunum neyzlan aukizt jafnt og þétt, þrátt fyrir bönnin. Ítalía mun vera eina Evrópu- landið, þar sem tóbaksauglýs- ingar eru algjörlega bannaðar. Þetta bann var sett árið 1962. Þá nam meðalneyzlan á mánuði 4.652 millj. vindlinga þar í landi, en 5.555 að meðaltali á mánuði 1967. Er þetta mikil aukning á hvern íbúa, en hún stóð aðeins í stað árið 1964. í Bretlandi var bannað árið 1962 að auglýsa tóbaksvörur í útvarpi og sjónvarpi fyrr en eftir kl. 21. Það ár seldust 109.900 millj. vindlinga. Árið 1967 nam vindlinganeyzlan hins vegar 119.100 milljónum. í Noregi gilda þær reglur, að tóbaksauglýsingar eru bannaðar Framleiðendur reyna því ýmis nýmæli og í Bandaríkjunum sjást augljós dæmi þess. Sígarettupakkinn má ekki lengur líta út eins og sígarettu- pakki. í stuttu máli má segja, að litprentuðu auglýsingarnar, sem til þessa hafa birzt í blöð- um og tímaritum, hafi nú ver- ið smækkaðar og skellt á sjálfa sígarettupakkana. Þannig fyllast nú hillur tó- baksverzlana af smámyndum af skærbláum fjöllum eða ljós- hærðum fyrirsætum og stæl- mennum í nýjustu gerðum sportbíla. Framleiðendurnir segja, að þessi nýbreytni hafi tilætluð áhrif. FV 1 1972 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.