Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1972, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.01.1972, Blaðsíða 29
sjálfar frá Evrópu, en keyptu þeim mun meira af okkur og öðrum innflytjendum. Ég man sérstaklega eftir því, að einu sinni seldi ég á einu bretti 10.000 kúpuklukkur, eða svo- kallaðar ársklukkur, sem þá voru mjög vinsælar, ennfrem- ur seldi ég einu sinni eina sendingu af Channel-ilmvötn- um fyrir um 40.000 dollara, en allar þessar vörur voru send- ar til Bandaríkjanna sem gjaf- ir, enda skortur á vörum þar. — Lá bílainnflutningurinn nokkurn veginn niðri á þessu tímabili? —Um bílainnflutning er vart að ræða fyrr en 1961, að undan- skildum árunum 1954-55. Okk- ar aðalviðskipti voru áfram á innanlandsmarkaðnum, þar sem við seldum auk ýmsar vörur eins og vefnaðar- vörur, Ijósmyndavörur, skó- fatnað, hatta o. fl. Bílakaup voru öll háð leyfum, það var heimilað að kaupa nokkra vörubíla og fólksbíla á hverju ári, en 1954 og 1955 er allfrjáls innflutningur á bílum. Um það leyti var Félag bifreiðainn- flytjenda stofnað og fengu fé- lagsmenn í því félagi afrit af listum yfir útgefin leyfi með nöfnum einstaklinganna á, þannig að þeir gátu keppt um markaðinn, þar sem þeir vissu hverjir höfðu fengið heimild- ir. Þá kostaði Volvo fólksbíll kominn á götuna 60 þúsund, en rétt eftir stríðið kostaði Austin bíll rúmar 8 þúsund krónur. Nýr Pontiac, sem ég fékk 1947, kostaði 22.382 krón- ur. Þegar Félag bifreiðainn- flytjenda var stofnað, voru fólksbílar á íslandi aðeins 6278, en vörubílarnir 4215, eða um 10.000 bílar í allt á landinu, og í fyrstu greinargerð félagsins til ríkisstjórnarinnar var það talið nauðsynlegt að flytja inn a. m. k. 750 fólksbila og sendi- bíla, og 80 vörubíla aðeins til að mæta brýnustu þörfinni. Þess má geta til dæmis, að árið 1946 voru fluttir inn 670 bílar, 1947 voru þeir 1100, en eftir það allt fram til 1953 voru fluttir inn 40-100 bílar, þó eitt árið um 200 bílar. Á sama tímabili voru fluttir inn varahlutir fyrir 3-5 milljónir króna á ári. Mikill skortur var á varahlutum hér og mikið af þeim smíðað í landinu eða mixað eins og það var kallað. Við stofnun Félags bifreiðainn- flytjenda þá reyndust 91% allra bifreiða í landinu vera 6 ára eða eldri. — En hvernig líta þessar töl- ur út fyrir síðasta ár? — Um áramótin voru bílarn- ir í landinu kringum 50.000 og þar af gæti ég trúað um 60- 70% yngri en 7-8Í ára, en á ár- inu voru fluttir inn rúmlega 7700 bílar. í framhaldi af því, sem ég sagði áðan, er vert að geta þess, að árið 1955 er aftur dregið fyrir allan innflutning á einni nóttu. Árið þar á und- an höfðu verið keyptir að mig minnir 3500 nýir bílar til landsins. Þá hættu Bretar að kaupa af okkur fiskinn og við- skiptin beindust í austurveg. Ég tel það fyrst og fremst Bret- um að kenna, hve háðir við urðum austantjaldslöndum við- skiptalega. Þeir fleygðu okkur í fang þeirra, þegar löndunar- bannið var sett á í Bretlandi. Samningum við Sovétríkin fylgdu bílakaup. Ákveðið var að flytja fyrst inn 100 Pobeda bíla, og leitaði Ingólfur Jóns- son, þáverandi viðskiptamála- ráðherra, til mín sem formanns í Félagi bifreiðainnflytjenda, og bað mig að stuðla að því, að stofnað yrði fyrirtæki af bílainnflytjendum til að sjá um bílakaupin og söluna frá Sovét- ríkjunum. Það varð úr, og var þá stofnað Bifreiðar og land- búnaðarvélar, af flestum bíla- innflytjendum, og setti ég strax þau skilyrði, að enginn gæti átt í upphafi nema einn hlut. — Hvernig gekk svo að sam- rýmast þeim breyttu aðstæð- um, sem urðu, þegar bíla- innflutningurinn var gefinn frjáls? — í september 1961 kom frelsið loksins. En þá voru fyrst í stað allmiklir erfiðleik- ar á að ná í bíla í Evrópu, því að Evrópubúar voru líka að kaupa bíla og það gekk illa að svara allri eftirspurn. En frá 1961 hefur innflutningurinn verið allt að 4000 bílar á ári og s.l. ár 7700, en hefur þó farið niður í 840 1969. — Vildir þú vera að stofna innflutningsfyrirtæki í dag? — Nei, alls ekki. Ég er bú- inn að kynnast þessum málum vel. Það er hægt að segja, að ég og ýmsir aðrir erum heppn- ir að hafa fylgzt með upp- byggingunni og getað aukið smátt og smátt varahluta- lagerinn og byggt yfir starf- semina. En ekki sé ég í dag, hvernig þjónusta á að geta far- ið fram og fá sama og ekkert að skilja eftir til að byggja upp varahlutalager. Að selja eða þjóna í sambandi við bíla lærist ekki á einni nóttu, það er langur og erfiður skóli, sem ASsetur Gunnars Ásgeirssonar hf. og Veltis hf. FV 1 1972 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.