Frjáls verslun - 01.05.1972, Blaðsíða 15
Útlönd
Hin kvalafulla stefnu-
breyting Heaths
Þjakaður af gjaldþrotum
fyrirtækja og vinnudeilum, er
forsætisráðherra Bretlands að
endurreisa með semingi þátt
ríkisvaldsins í efnahagsmál-
um.
Þegar Edward Hcatli var
kosinn forsætisráðherra Bret-
lands árið 1970, lofaði hann að
gera „byltingu, ekkert minna“,
sem mundi breyta Bretlandi úr
annars flokks ríki í efnahags-
málum í ört vaxandi iðnaðar-
veldi ineð vel stjórnuðum fyr-
irtækjum, sem störfuðu í ein-
drægni við afkastamikið
vinnuafl.
Þáttur í hugsjón Heaths og
jafnframt tæki í framkvæmd
hennar átti að vera staðföst og
ósveigjanleg trú hans á frjáls
öfl markaðarins í Bretlandi,
sem hefur verið alræmt fyrir
ríkisstuðning við iðnað í erfið-
leikum. Aðvörun var send
brezkum iðnfyrirtækjum: —
„Standið á ykkar eigin fót-
um“. Engin framtíð skyldi
verða fyrir fyrirtæki, sem
einn helzti liðsforingi Heaths
kallaði „lömuð“ í frægri ræðu.
Þegar Heath myndaði stjórn
sína, leysti hann fljótlega upp
Industrial Reorganization Cor-
poration, sem var ríkisstofnun,
sem hafði það hlutverk að
stuðla að samruna iðnfyrir-
tækja. Hann leysti upp verð-
lags- og tekjunefndina, sem
hafði verið stofnsett til að hafa
hemil á verðbólgu. Heath
lagði jafnvel niður neytenda-
ráðið, sem átti að gæta hags-
muna nevtenda. Hann hét því,
að þjóðnýttu iðnfyrirtækin
skyldu látin bera sig.
UNDANHALDIÐ
Nú, tveimur árum eftir þetta
djarfa upphaf, er Heath á al-
geru undanhaldi. Hann virðist
ekkert hafa gert annað en að
sanna, eins og maður, sem vel
þekkir til brezks atvinnulífs,
kemst að orði, að „jafnvel hin-
ar ákveðnustu ríkisstjórnir
koma að þeim mörkum, þeg-
ar hugsjónirnar verða að
víkia fvrir raunveruleikan-
Edward Heath
um“. Raunveruleikinn í Bret-
landi er auðvitað þessi: Stöð-
ugt lítill hagvöxtur, sífelld
verðbólga og ólga á vinnu-
markaði. Fyrstu tvo mánuði
þessa árs töpuðust 11 milljón
vinnudagar vegna verkfalla,
samanborið við 13,5 milljón
allt árið 1971. Atvinnuleysi
hefur vaxið óðfluga upp í
meira en milljón manns, sem
er meira en nokkru sinni síð-
an 1947. Afleiðingin hefur orð-
ið, að hinar hjartkæru grund-
vallarreglur, sem Heath hugð-
ist byggja á við endurreisn
brezks iðnaðar og vinnumark-
aðar, hafa hrunið hver af ann-
ari.
Sú stefna að neita að blása
lífi í ,,lömuð“ fyrirtæki í iðn-
aði, varð fyrir miklu áfalli í
fyrra, þegar ríkisstjórnin varð
að koma til skjalanna og þjóð-
nýta þotuhreyflaframleiðslu
hins gjaldþrota Rolls-Royce.
En stefnan var fullkomlega
lögð í rúst í febrúar í ár, þeg-
ar stjórn Heaths tilkynnti, að
hún mundi verja sem svarar
90 milljónum dollara til að
„leysa úr skuldaprísund“ það,
sem eftir var af Upper-Clyde
skipasmíðastöðvunum, sem er
skýrt dæmi um allt það, sem
Heath hefur fyrirlitningu á í
brezkum iðnaði. Fyrirtæki með
slæma stjórn, úreltar fram-
leiðsluaðferðir og óarðbært
vinnuafl, — iðnaður á niður-
leið.
Þegar Heath hafði tekið
þann kost að styrkja Upper-
Clyde skipasmíðastöðvarnar
eða verða ella að horfa upp
á enn versnandi ástand í at-
vinnulífinu og fjölgun atvinnu-
lausra til viðbótar fjölgun
þeirra um 454 þúsund á síð-
asta ári, var búizt við, að hann
mundi aðstoða aðrar skipa-
smíðastöðvar, sem eiga við
erfiðleika að etja. Hann er
einnig talinn munu veita Inter-
national Computers Ltd., sem
er eini tölvuframleiðandi á
Bretlandi, sem verulega kveð-
ur að, styrki bæði til rann-
sókna og framkvæmda. Að
minnsta kosti getur Heath ein-
faldlega ekki hugsað til stjórn-
málalegra, efnahagslegra og
félagslegra afleiðinga þess að
láta Bretland detta út úr flug-,
tölvu- og skipasmíðum. Hann
hefur þá afsökun, að ríkin í
Efnahagsbandalaginu veita rík-
isstyrki til eigin iðnfyrirtækja
á jafnvel enn grófari hátt.
FV 5 1972
15