Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1972, Qupperneq 15

Frjáls verslun - 01.05.1972, Qupperneq 15
Útlönd Hin kvalafulla stefnu- breyting Heaths Þjakaður af gjaldþrotum fyrirtækja og vinnudeilum, er forsætisráðherra Bretlands að endurreisa með semingi þátt ríkisvaldsins í efnahagsmál- um. Þegar Edward Hcatli var kosinn forsætisráðherra Bret- lands árið 1970, lofaði hann að gera „byltingu, ekkert minna“, sem mundi breyta Bretlandi úr annars flokks ríki í efnahags- málum í ört vaxandi iðnaðar- veldi ineð vel stjórnuðum fyr- irtækjum, sem störfuðu í ein- drægni við afkastamikið vinnuafl. Þáttur í hugsjón Heaths og jafnframt tæki í framkvæmd hennar átti að vera staðföst og ósveigjanleg trú hans á frjáls öfl markaðarins í Bretlandi, sem hefur verið alræmt fyrir ríkisstuðning við iðnað í erfið- leikum. Aðvörun var send brezkum iðnfyrirtækjum: — „Standið á ykkar eigin fót- um“. Engin framtíð skyldi verða fyrir fyrirtæki, sem einn helzti liðsforingi Heaths kallaði „lömuð“ í frægri ræðu. Þegar Heath myndaði stjórn sína, leysti hann fljótlega upp Industrial Reorganization Cor- poration, sem var ríkisstofnun, sem hafði það hlutverk að stuðla að samruna iðnfyrir- tækja. Hann leysti upp verð- lags- og tekjunefndina, sem hafði verið stofnsett til að hafa hemil á verðbólgu. Heath lagði jafnvel niður neytenda- ráðið, sem átti að gæta hags- muna nevtenda. Hann hét því, að þjóðnýttu iðnfyrirtækin skyldu látin bera sig. UNDANHALDIÐ Nú, tveimur árum eftir þetta djarfa upphaf, er Heath á al- geru undanhaldi. Hann virðist ekkert hafa gert annað en að sanna, eins og maður, sem vel þekkir til brezks atvinnulífs, kemst að orði, að „jafnvel hin- ar ákveðnustu ríkisstjórnir koma að þeim mörkum, þeg- ar hugsjónirnar verða að víkia fvrir raunveruleikan- Edward Heath um“. Raunveruleikinn í Bret- landi er auðvitað þessi: Stöð- ugt lítill hagvöxtur, sífelld verðbólga og ólga á vinnu- markaði. Fyrstu tvo mánuði þessa árs töpuðust 11 milljón vinnudagar vegna verkfalla, samanborið við 13,5 milljón allt árið 1971. Atvinnuleysi hefur vaxið óðfluga upp í meira en milljón manns, sem er meira en nokkru sinni síð- an 1947. Afleiðingin hefur orð- ið, að hinar hjartkæru grund- vallarreglur, sem Heath hugð- ist byggja á við endurreisn brezks iðnaðar og vinnumark- aðar, hafa hrunið hver af ann- ari. Sú stefna að neita að blása lífi í ,,lömuð“ fyrirtæki í iðn- aði, varð fyrir miklu áfalli í fyrra, þegar ríkisstjórnin varð að koma til skjalanna og þjóð- nýta þotuhreyflaframleiðslu hins gjaldþrota Rolls-Royce. En stefnan var fullkomlega lögð í rúst í febrúar í ár, þeg- ar stjórn Heaths tilkynnti, að hún mundi verja sem svarar 90 milljónum dollara til að „leysa úr skuldaprísund“ það, sem eftir var af Upper-Clyde skipasmíðastöðvunum, sem er skýrt dæmi um allt það, sem Heath hefur fyrirlitningu á í brezkum iðnaði. Fyrirtæki með slæma stjórn, úreltar fram- leiðsluaðferðir og óarðbært vinnuafl, — iðnaður á niður- leið. Þegar Heath hafði tekið þann kost að styrkja Upper- Clyde skipasmíðastöðvarnar eða verða ella að horfa upp á enn versnandi ástand í at- vinnulífinu og fjölgun atvinnu- lausra til viðbótar fjölgun þeirra um 454 þúsund á síð- asta ári, var búizt við, að hann mundi aðstoða aðrar skipa- smíðastöðvar, sem eiga við erfiðleika að etja. Hann er einnig talinn munu veita Inter- national Computers Ltd., sem er eini tölvuframleiðandi á Bretlandi, sem verulega kveð- ur að, styrki bæði til rann- sókna og framkvæmda. Að minnsta kosti getur Heath ein- faldlega ekki hugsað til stjórn- málalegra, efnahagslegra og félagslegra afleiðinga þess að láta Bretland detta út úr flug-, tölvu- og skipasmíðum. Hann hefur þá afsökun, að ríkin í Efnahagsbandalaginu veita rík- isstyrki til eigin iðnfyrirtækja á jafnvel enn grófari hátt. FV 5 1972 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.