Frjáls verslun - 01.05.1972, Síða 31
skiptavinurinn græðir raun-
verulega á því, að hér eru
fleiri en eitt skipafélag, sem
keppa á markaðinum? Lægri
farmgjöld?
— Nei. Það er útilokað, að
nokkurt skipafélag gæti boðið
lægri farmgjöld en nú tíðkazt
eftir að allur kostnaður hefur
hækkað jafnmikið og raun ber
vitni. Það væri þýðingarlaust
að ætla að reyna undirboð.
Slík útgerð væri dauðadæmd.
Samkeppnin tryggir hins
vegar betri þjónustu. Félögin
keppa um viðskipti, og bætt
þjónusta er helzta vopn þeirra.
— Hvar hefur Hafskip fasta
viðkomustaði utan Reykjavík-
ur?
— Þeir eru í Vestmannaeyj-
um, í Neskaupstað, á Akur-
eyri, ísafirði og Bolungavík og
annars staðar eftir því, sem
vörur eru skráðar á hafnir.
Það er okkur mikið gleðiefni,
að á síðustu tveimur árum hef-
ur flutningur með Hafskip
aukizt um 30%, bæði innflutn-
ingur og útflutningur. Til út-
landa flytjum við mest mjöl
og saltfisk, og nú nýlega var
gerður samningur til þriggja
ára um flutning á öllum kísil-
gúr frá verksmiðjunni við
Mývatn. Það eru 24 þúsund
tonn á ári, sem um er að ræða,
og getur farið upp í 27 þúsund.
Þessi samningur hefur tryggt
okkur mjög vel rekstrarlega
séð á næstu árum í útflutningi.
— Er ekki vaxandi sam-
keppni við flugfélögin um
vöruflutninga?
— Jú, það má segja. Að vísu
er þar um að ræða vissar vöru-
tegundir, dýran varning, eins
og til dæmis heimilistæki og
annað þess háttar. En núna að
undanförnu hafa skipin alltaf
verið kjaftfull og það á við um
öll félögin, svo að enginn get-
ur kvartað.
— Ætlar Hafskip að bæta
við sig skipi á næstunni?
— Sem stendur erum við
með í leigu skip, sem til málá
kemur að kaupa. Um það verð-
ur að taka ákvörðun fyrir
næstu áramót. Við höfum að
staðaldri verið með leiguskip
í förum og tekið íslenzk skip
fram yfir erlend. Þannig höf-
um við leigt ísborgina og
Suðra og fleiri innlend skip,
þegar þau hafa legið á lausu,
en annars er mjög auðvelt að
verða sér úti um leiguskip er-
lendis. Til þess þarf ekki nema
eitt telex-skeyti og jákvætt
Vöruskemmur Hafskips á Eiðisgranda í Reykjavík.
Það er von þú spyrjir. Þegar þú hefur keypt
hurðina, átt þú hana, ekki satt? En við erum
jú allir mannlegir. Og við, hjá Sigurði
Elíassyni, erum búnir að leggja okkur alla
fram við að gera hurðina þína svo vel, sem
fullkomin tækni og kunnátta fagmanna framast
leyfir. Við erum stoltir af hurðunum ,,okkar“.
Við viljum, að allir geti séð hvar
þær eru gerðar.
SE. INNIHURDIR - GÆÐ/ / FYRIRRÚMI
AUÐBREKKU 52, KÓPAVOGi
SÍMI 41380
Hversvegna við
merkjum okkur
hurðirnar þínarl
FV 5 1972
31
argus auglýsingastofa