Frjáls verslun - 01.05.1972, Blaðsíða 33
svar er oftast komið eftir
nokkra klukkutíma.
— Hafið þið’ sett upp fasta
áætlun ferða til íslands er-
lendis frá?
— Skip okkar hafa fasta
áætlun á tíu daga fresti í Ham-
borg, Ipswich og Antwerpen.
Frá Kaupmannahöfn og Gauta-
borg höfum við siglt hálfsmán-
aðarlega og einu sinni til
tvisvar í mánuði frá Fredriks-
stad, Þrándheimi, Gdynia og
Gdansk. Til annarra hafna hef-
ur verið farið eftir þörfum, en
áætlun er gerð mánuð fram i
tímann.
— Er hugsanlegt, að íslend-
ingar gætu gerzt stórtækari í
útgerðarmálum og haft flota í
siglingum um öll heimsins
höf líkt og Norðmenn hafa
gert?
— Vafalaust gætum við það,
en tæplega við ríkjandi að-
stæður. Þá á ég sérstaklega við
vinnuaðstöðu í landi. Menn
fýsir ekki að fara út á sjó og
vera fjarri fjölskyldum sínum
mánuðum saman eins og
norsku áhafnirnar verða að
láta sér lynda, meðan nóg er
við að vera í landi. Það er
auðvelt að fá samninga um að
leigja skip til langs tíma, en
tilgangslaust er að fara út í
þá hluti, án þess að hafa ís-
lenzkar áhafnir. Ef atvinnu-
ástand breyttist eitthvað frá
því sem nú er, væri vel hugs-
anlegt, að íslenzk skip sigldu
um heimshöfin í leiguferðum,
eins og þau norsku gera í dag.
RUNTAL-OFNAR H.F.
Siðumúla 27 Reykjavik
Simar35555 & 34200
Ofnasmiðja Norðurlands h.f. Ofnasmiðja Suðurlands h.f.
Kaldbaksgötu 5 — Akureyri Vatnsnesvegi 12 — Keflavlk
■' ' ">-21860 " ' “ --------------------------------
Slmi 92
Slmi 92-2822
NÝTT! NÝTT!
Litað, vatnsverjandi, varanlegt steinsteypuefni
C0L0RCRETE
Ásprautað með vélum á mjög hagkvæmu og samkeppnishæfu verði.
Ef húsið er sæmilega slétt að utan, til dæmis byggt úr verksmiðjueiningum,
Breiðfjörðsmót notuð, veggir undan venjulegum mótum lagaðir á ódýran hátt,
eða því um líkt, þá sparast múrhúðun og málning um ófyrirsjáanlegan tíma.
COLORCRETE er einnig sprautað á verksmiðjuliús, fiskvitnnslulnís, verzl-
unarhús og fleiri liús að innan.
Ódýr og góð plastmálning á sama stað.
STEINHÚÐUN H.F.
ÁRMÚLA 36 — SÍMI 8.4780.
FV 5 1972
33