Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1972, Qupperneq 47

Frjáls verslun - 01.05.1972, Qupperneq 47
tali daglega. Þá seldust um 1800 eintök á dag i götusölu og 2600 í lausasölu. 17000 EINTÖK DAGLEGA. Eftir að Vísir varð svo off- settprentaður nú fyrir fjórum mánuðum, færðist gífurlegur kippur í söluna og er blaðið nú prentað í 17000 eintökum á dag og taldi Sveinn, af þeim tölum sem nú liggja fyrir, að götusalan í ár verði ekki und- ir 3000 eintökum á dag og 3500 eintökum í lausasölu í verzlunum, og áskriftum fjölg- ar um 200 á mánuði. Það er síður en svo sparn- aður í offsetprentun, því bú- izt er við að prentunarkostn- aður Vísis aukist um 50% á þessu ári miðað við í fyrra, en blaðið hefur að vísn stækkað, síðurnar eru stærri og fieiri auk þess sem letrið er þéttara á þeim. Með tilkomu offsettprent- tækninnar, er hægt að prenta myndir og auglýsingar í litum og sagði Sveinn að talsvert væri gert að því þrátt fyrir að það væri meira en helmingi dýrara. Auglýsendur hafa tek- ið þessu mjög vel, sagði Sveinn. Möguleikar í auglýsingum eru nú mun meiri en áður þar sem nú þarf ekki lengur að nota klisjur, heldur er nú hægt að klippa út myndir og teikna með þeim og hagræða á alla vegu. Ofísetprentunin er dýrari. AUGLÝSINGAR ÓDÝRARI HÉR. Auglýsingar í dagblöðum hér, eru ódýrari en erlendis auk þess sem meiri afsláttur er veittur hér. Sveinn sagði að þær væru í raun og veru of ódýrar. Þrátt fyrir tilraun- ir blaðanna til þess að koma á ákveðnu auglýsingaverði, hef- ur það ekki_tekizt og taldi Sveinn það einkum stafa af því hvað blöðin eru misstór. Auglýsingastofur fá allt að 40% afslátt, stórir viðskipta- vinir allt að 25% og almennir viðskiptavinir allt að 15%. Það færist nú mjög í vöxt að fyrirtæki láti auglýsingastofu sjá um auglýsingar fyrir sig, enda eru þær auglýsingar yf- ir leitt betur unnar og fallegri. Dagblaðið Vísir dreifist að- allega um Suð-vesturland, en lítið út fyrir það nema í stærri bæi út um land. Sveinn sagði að engin áform væru uppi um að dreifa því meira út í dreif- býlið að svo stöddu, þar sem enn væri óplægður akur á Reykjavíkursvæðinu. sem rétt væri að nýta fyrst. Rafreiknir við bók- hald Iðnaðarbankans Iðnaðarbankinn fékk fyrir nokkru mjög fullkominn raf- reikni af IBM gerð' og hefur hann verið reyndur að undan- förnu við góða raun. Þetta er reiknir af gerð System-3, og er hann einhver sá fullkomnasti hér á landi. Guðjón Reynisson, deildar- stjóri í rafreiknideild bankans, sagði, að reiknirinn gerði nú upp daglega alla ávísanareikn- inga, sparisjóð og hlaupareikn- inga, og væri hann fljótur að því. Annars getur hann gert nær hvað sem er varðandi reikningsfærslur, ef hann fær fleiri „prógröm“. Reiknirinn er fyrirferðarlít- ill, en þrátt fyrir það hefur hann 1600 minniseiningar, og með því að fá á hann auka- hluti, er hægt að auka mögu- leika hans til muna. Hann skrifar 200 línur á mínútu og les 250 spjöld á sama tíma. Við reikninn vinna að meðal- tali tveir menn við að mata hann og þrjár götunarstúlkur, því að hann fær allar færslur á gataspjöldum. Tæki sem þessi eru geysi dýr, og afskrif- ast ekki fyrr en á sjö til átta árum. Því valdi bankinn þann kost að taka reikninn á leigu, enda sagði Guðjón, að fram- farir á þessu sviði væru svo örar, að reiknir þessi yrði ef til vill úreltur eftir þrjú til fimm ár. Þá getur bankinnauð- veldlega endurnýjað, því að tækið er aðeins til leigu, og hann þarf því ekki að nota það þar til það er full afskrifað. FV 5 1972 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.