Frjáls verslun - 01.05.1972, Qupperneq 82
Frá ritstjórn
Mikilvægi
byggingariðnaðarins
Þetta tölublað Frjálsrar verzlunar er að
verulegu leyti helgað byggingarmálum. Svo
sem fram kemur í viðtölum við aðila í bygg-
ingariðnaðinum er mikil gróska í fram-
kvæmdum innan hans um þessar mundir, og
virðast allir vera að flýta sér að koma
upp þaki yl'ir höfuðið. Það horfir vel um
sinn, en undirtónn allra yfirlýsinga um
næga vinnu og mikil áform í sambandi við
húsbyggingar er óttinn við það, að á næstu
misserum verði svo miklir erfiðleikar á vegi
þeirra, að annað hvort sé að liefjast lianda
strax eða eiga yfir liöfði sér þrengingar og
fyrirhyggjandi ráðstafanir stjórnvalda.
Takmörkun á greiðslufresti erlendis var
einkanlega látin taka til byggingarefnis.
Þetta bitnar mjög harkalega á þeim, sem
eru að koma sér upp húsnæði, ])ví að inn-
flytjendur geta af þessum sökum ekki veitt
sömu fyrirgreiðslu í lánakjörum og oft áður.
Menn bera líka kvíðboga fyrir framhaldinu,
því að mjög sterklega hefur kvisazt út, að
sérstakt innflutningsgjald verði sctt á bygg-
ingarvörur eða sérsöluskattur lagður á þær.
Aðgerðir þær, sein þegar hafa verið
framkvæmdar, og eins það umtal, sem orð-
ið hefur um enn þrengri kosti húsbyggj-
enda, sýna, svo eklci verður um villzt, að
núverandi rikisstjórn stefnir að því að
brjóta niður hægt og sígandi einn þann
gleggsta vott um einkaframtak, er vart hef-
ur orðið á Islandi hin síðustu ár, það er
að segja vilja fólksins og getu til að eignast
eigið húsnæði í svo almennum mæli, að fáar
eða engar þjóðir Evrópu hafa náð jafn langt.
Verður því að líta mjög alvarlegum aug-
um sérhverja tilraun til að gera mönnum
erl'iðara um vik í byggingaframkvæmdum
vegna þess mælikvarða, sem þær eru á sjálf-
stæði einstaklingsins og viðleitni hans til
að skapa sér efnahagslegt öx-yggi. Þess
vegna rná segja, að mikilvægi byggingar-
iðnaðarins sé ef lil vill meira og táknrænna
á Islandi en margir lxafi áttað sig á.
Hið frjálsa frumkvæði
Fyrir skömmu efndi Lions-hreyfingin á
Islandi til almennrar söfnunar til kaupa á
tækjum, sem nota á i baráttunni gegn
blindu. Viðbrögð almennings við þessu
frumkvæði Lions-félaga voru mjög lofs-
vei’ð, enda söfnuðust fimm milljónir króna
á tveimur dögum. Á þessu er vakin athygli
hér til að sýna, hversu mikilsverðu hlut-
vei’ki samtök einstaklinga í hinum svo-
nefndu þjónustuklúbbum eins og Rotary,
Lions og Kiwanis svo að dæmi séu nefnd,
ásamt öflugum kvennasamtökunx, gegna í
félagslegum unxbótum á tslandi.
Öflugt starf þessara aðila verður aklrei
að fuílu Jiakkað. Þau hafa af dugnaði
styrkt sjúkrahúsabyggingar, kaup lækna-
tækja, rekstur heimila fyrir vangefin börn
og ýmsar fleiri framkvæmdir, sem stuðlað
hafa að betra mannlífi á landi liér.
Samtök þessi hafa haft frumkvæðið, en
jákvæð viðbi'ögð hins almenna boi'gara
hafa líka átt sinn drjúga þátt í því, að
hugmyndir hafa oi'ðið að veruleika. Þetta
sannar bezt, hvernig einstaklingurinn get-
ur með frjálsum framlögum sinum og
starfi fengið miklu áorkað lil að bæta hag
þeirra meðhi'æðra sinna, sem um sárt eiga
að binda. Þó að tíðarandinn sé sá, að gera
sifellt auknar kröfur til foi'sjár opinberra
aðila, rikis og sveitai'félaga í velferðai'inál-
um, lifir enn liið frjálsa frumkvæði, sem
er og verður ein grundvallai'forsenda fé-
lagslegra framfara þessarar ]xjóðar.
82
FV 5 1972