Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1972, Side 59

Frjáls verslun - 01.11.1972, Side 59
á götuna frá kr. 383.143. Þá er mikil sala á Moskvitsh-bíl- um, sem kosta frá kr. 257.844. Mikil eftirspurn er eftir Mosk- vitsh sendiferðabílum, en um- boðið fær ekki nógu marga bíla frá framleiðandanum. Hinn frambyggði jeppi UAZ 452 rennur út og er vinsæll,“ sagði Jón, ,,og kostar frá kr. 399.782.“ Ilílaborg li.f.. Hverfisgötu 76: Þetta er nýjasta bílaumboð- ið hér, en það hóf bílainnflutn- ing í vor á japönsku bílateg- undinni Mazda, sem selzt hef- ur mikið, bæði í Evrópu og Ameríku á undanförnum ár- um. Lárus Jónsson, fram- kvæmdastjóri, sagði, að reikn- að væri með því, að 200 bílar yrðu afgreiddir fyrir áramót og að þegar væri búið að af- greiða rösklega 160 bíla. Við- gerðaþjónusta fyrir Mazda er á bílaverkstæði Friðriks Þór- hallssonar, Ármúla 7. Cliryislcr-unilioðið Vökull i.X. Ánnúla 36: Umboðið er flutt í nýtt hús- næði að Ármúla 36, þar sem starfsmenn þess eru að koma sér fyrir þessa dagana. Jóhann Scheither, framkvæmdastjóri, sagði, að 1973 árgerðir af Dodge Dart og Plymouth Vaii- ant væru væntanlegar um þessar mundir, en þeir eru meðal vinsælustu bílanna frá Bandaríkjunum hér á landi. Þá eru til fáeinir Valiant ’72 á hagstæðu verði. Von er á send- ingu af Simca 1100, sem er 5 manna bíll frá Frakklandi, og sem náð hefur miklum vin- sældum á meginlandinu á und- anförnum árum. Duvíð SígurðisiiSioii Síðumúla 35. „Þetta verður mjög gott sölu- ár hjá okkur, sagði Davíð Sig- urðsson, forstjóri, og við erum búnir að afgreiða um 370 Fiat- bíla, en reiknum með að þeir verði alls um 400 um áramót.“ Von er á sendingu eftir nokkra daga. Alls er hægt að fá 27 útgáfur af Fiat-bílum, en sá ó- dýrasti kostar um kr. 215.000. Eftir áramót kemur lítill og ódýr bíll, sem kostar um 160.000 kr. og nýr 132-gerð, sem tekur við af Fiat 125 og kostar frá kr. 420.000. Dráttarvélar h.f.„ Fyrirtækið hefur umboð fyr- ir vestur-þýzku vöru- og fólksflutningabílana Hanomac- Heinschel, sem voru fram til ársins 1970 tvær óskildar bíla- tegundir, en það ár sameinuð- ust framleiðendurnir í eitt fyr- irtæki, sem er dótturfyrirtæki Gleðistund. Skoðunarmerkið límt á nýja bílinn. Mercedes-Benz. Verksmiðjurn- ar framleiða vörubíla frá 3 lestum og upp í 26 lestir, auk þess úrval af sendiferðabílum og litlum hópferðabílum. Egill Vilhjáliii§Kon li.f.. Laugavegi 118: Fyrirtækið, sem er eitt elzta og þekktasta bílafyrirtæki landsins, hefur umboð fyrir ensku Chrysler-verksmiðjurnar og Jeep International Corp., sem er dótturfyrirtæki Ameri- can Motors. Salan hefur verið góð, en samt ekki eins mikil og 1 fyrra, segja þeir í sölu- deildinni. Vinsælasti bíllinn er 4ra manna Sunbeam og síðan Hunter, báðir frá Bretlandi. Frá Jeep koma hinir fi'ægu jeppar CJ-5, en salan á þeim hefur dregizt saman, vegna þess hve dýrir þeir eru, en Jeep Wagoneer sækir á jafnt og þétt, enda góður fjórhjóla- drifsbíll fyrir íslenzkar að- stæður. Ilatfratfdl li.tf.. Grettisgötu 21: Frönsku Peugot-bílarnir hafa þótt kjörbílar hér um árabil. Sigurþór Margeirsson, fram- kvæmdastjóri, sagði, að salan hefði verið góð á árinu, og að 1973 árgerðin væri komin. Vin- sælasti bíllinn er Peugot 404, en síðan kemur 504, sem sæk- ir ört á, jafnt hér sem annars staðar í Evrópu. Þar á eftir kemur minni útgáfa, eða Peugot 204 og 304, og á bíla- sýningunni í haust vakti nýj- asti bíllinn, 104, sem er sá minnsti frá Peugot, mikla at- hygli. Ilekla h.tf.. Laugavegi 170-72: Þetta er stærsta bifreiðaum- boð landsins, og selur hinn vin- sæla vestur-þýzka fjölskyldu- bíl Volkswagen og brezku Land-Rover jeppana. í sölu- deildinni var okkur sagt, að salan í ár á VW yrði rösklega 900 bílar og einnig, að salan á Range-Rover hefði verið mjög góð, en þessi nýja teg- und hefur náð miklum vin- sældum á skömmum tíma með- al jeppaeigenda. Þá er salan á hinum „klassíska“ Land-Rover góð. Ný gerð er komin af 1300 FV 11 1972 59

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.