Frjáls verslun - 01.02.1973, Page 22
borgarinnar frá Vestur—Þýzíka-
landi en þrátt fyrir það fækk-
aði iðnverkamönnum í Vestur—
Berlín um meira en 6% á sama
tima.
Megináherzla er nú lögð á
að fá fólk af öðru þjóðerni en
þýzku til að taka að sér störf
í Vestur—Berlín.
Fyrir fimm árum, voru til
dæmis rétt um 16.000 útlend-
ingar starfandi í borginni, en
nú eru þeir orðnir meira en
82.000, eða 8% af öllum vinnu-
krafti. Tyrkir og Júgóslavar eru
langfjölmennastir.
Þó að býsna erfitt sé að finna
húsnæði fyrir aðkomið verka-
fólk er þó annað alvarlegra
vandamál við að glíma, sem
reynast kann langvinnara. Em-
bættismaður í Vestur—Berlín
segir eftirfarandi:
„Vandamálið er ekki að fá
hingað hópa af fólki og láta
það taka að sér einföldustu
störfin. Erfiðara er að hafa upp
á góðu fólki til að ráða í beztu
stöðurnar, sem krefjast mikill-
ar ábyrgðar. Sérhver ungur
Vestur—Berlínarbúi, er nær
góðum árangri og hefur ein-
hvern metnað, fer burtu og
flytzt til Vestur—Þýzkalands
við fyrsta tækifæri.“
Þrátt fyrir þetta og ýmis önn-
ur vandkvæði er Vestur—
Berlín enn stærsta iðnaðarborg-
in í Þýzkalandi og sú sem mesta
framleiðni hefur. En þeir, sem
bezta aðstöðu hafa til að dæma,
álíta að um stórfellda aukningu
iðnaðarframleiðslu borgarinn-
ar verði ekki að ræða.
Margir telja, að aðeins með
því að borgin verði gerð ,,al-
þjóðlegri", þ. e. a. s. miðstöð
fyrir verzlunarviðskipti austurs
og vesturs, geti hún fundið sér
eðlilegan grundvöll í hinu póli-
tíska samfélagi líðandi stundar.
Aðrir líkja Vestur—Berlín
við afdankaða kvikmynda-
stjörnu, sem gleymd er orðin
og hefur ekki lengur umtal í
dagblöðum. Við blasir aðeins fá-
fengilegt aukahlutverk.
Robert Lochner, fyrrum
starfsmaður í bandarísku utan-
ríkisþjónustunni, hefur þetta
um málið að segja:
„Vestur—Berlínarbúar verða
ekki hetjur í augum umheims-
ins öllu lengur.“
Lmhverfismál:
Lmferðartakmark-
atiir í miðborgum
eriendis
Dœmigerð svipmynd af götu í miðborg Lundúna. Umferðar-
þunginn í hdmarki. Víða er verið að setja takmarkanir fyrir
bílaumferð í elendum borgum.
Víða í Evrópu og Bandaríkj-
unum hafa að undanförnu ver-
ið gerðar tilraunir með að
loka götum í miðborgum fyr-
ir bílaumferð, og hefur tekizt
vel til. að því er segir í
skýrslu frá húsnæðis- og þétt-
býlismáladeild O.E.C.D., Efna-
hagssamvinnu- og þróunar-
stofnun Evrópu.
Ein af niðurstöðum skýrsl-
unnar er þessi:
„Það er útbreidd skoðun að
umhverfi án bílaumferðar geri
gangandi vegfarendum lífið
þægilegra, fólk leitar á slík
svæði til að verzla og skoða í
búðarglugga og þau eru líkleg
til að standast samkeppni við
verzlunarmiðstöðvar í úthverf-
um borganna og efla veg og
virðingu gömlu miðbæjarhlut-
anna.“
í skýrslunni segir ennfrem-
ur, að í öllum aðalatriðum hafi
tilraunir á þessu sviði tekizt
vel. Verzlun hefur aukizt hjá
flestum kaupmönnum á þess-
um svæðum.
MENGUNARHÆTTAN.
Hugmyndin um að banna
bílaumferð um vissar götur í
miðborgum er ekki ný af nál-
inni, en þær fengu ekki byr
fyrr en tiltölulega nýverið. Einn
hvatinn til þeirrar þróunar var
mengunarhættan, en orsakir
hennar má að mjög verulegu
leyti rekja til útblásturs frá
bílum. I þessu efni er árang-
urinn líka augljós. Skýrslan
greinir frá rannsóknum, sem
gerðar hafa verið í New York,
í tveim götum í miðborginni.
Koltvísýringsmagnið á tilrauna
18
FV 2 1973