Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1973, Qupperneq 25

Frjáls verslun - 01.02.1973, Qupperneq 25
Greinar og viötöl Samtíðarmaður, Guðmundur Guðmundsson í Víði: „Mleð endurskipulagningu má tvö- eða þrefalda afköst hvers manns“ Heildarvelta Víðis um 110 millj. og 100 manns í vinnu — — Þú verður að fyrirgefa móttökurnar. Ég er að koana úr ferðalagi frá útlöndum — stuttri kynnisferð til verk- stæða erlendis og lagði mig rétt aðeins til bess að hvílast stundarkorn. Það var Guðmundur Guð'- mundsson í Víði, sem heilsaði þannig um leið og hann stóð upp af dívaninum inni á skrifstofu Víðis. Síðan spurði hann hvort ekki mætti bjóða upp á kaffi í mötuneytinu og hljóp frár á fæti á undan gest- inum, upp tröppur milli þriggja hæða, þannig að enn undraðist inaður dugnaðinn sem virðist vera óbilandi hjá Guðmundi þrátt fyrir vöntun svo mikilvægar skynjunar, sem sjónin er mönnunum. Þegar kaffið var fram borið fór Guðmundur úr kakí-sloppn- um sem hann klæðist jafnan í daglegu starfi sínu á verkstæð- um Víðis, tók sér sæti og svar- að fyrstu spurningunni, — um ástæðurnar til þess að hann gerði húsgagnasmíði að ævi- starfi fremur en einhverja aðra grein trésmíðinnar, eins og t. d. smíði eldhúsinnréttinga. — Áhugi minn á smíðum hafði alltaf verið mikill og ég einbeitti mér að húsgagnasmið- inni. í gamla daga var fyrir- komulag þessara mála dálítið öðru vísi en nú hvað snertir innréttingar t. d., þá tíðkaðist næstum eingöngu, að húsasmið- irnir sjálfir, þeir sem tóku að sér byggingar húsanna, smíð- uðu líka innréttingar allar á staðnum. Nú, upphafið að fyrirtækinu Víði má svo rekja allt til þessa er ég byrjaði að smíða hús- gögn til sölu árið 1930, þá 20 ára gamall. Það má segja, að ég sé Reyk- víkingur, en ég er fædd- ur í Önundarholti í Villinga- holtshreppi. En þaðan flutti ég eins árs gamall í bæinn. Ég átti þá heima á Ljósvalla- götu 12 og var þar einsamall, vélarlaus og ólærður enda var þetta eitthvað mjög einfalt, sem ég byrjaði að selja. Seinna flutti ég svo á Víði- mel 31 og tók að bæta við mig starfsmönnum og fékk þangað fyrstu vélarnar árið 1941. Að- allega voru það barnarúm, klæðaskápar og sængurfata- skápar, sem við smíðuðum á Víðimelnum. Það voru helzt tvær verzlanir í Reykjavík sem seldu smíðina mína, verzlunin Áfram, sem Benedikt Waage rak og Körfugerðin í Banka- stræti 10. Við vorum orðnir sex á verkstæðinu vestur frá, en það- an fluttum við árið 1946 í hús- ið hérna á Laugavegi 166, sem í fyrstu var þrjár hæðir og ris. Hlutafélagið Víðir h. f. hafði verið stofnað árið áður og nú á þessu fyrstu árum eftirstriðið hófst vélvæðing hjá okkur. Starfsmönnum fjölgaði líka óð- um og urðu þeir milli 20 og 30 og flestir ófaglærðir, því að mjög erfitt reyndist að fá lærða menn á þeim tímum, en hag- leiksmenn voru þeir mun meiri sumir hverjir. — Var það tiltölulega auð- velt að hefja framleiðslu á þessu sviði í Reykjavík á þess- um tímum? Hvað um sam- keppnisaðila? — Þeir stærstu voru Krist- ján Siggeirsson og Gamla Kompaníið. Ég mótaði þá stefnu í upphafi, að Víðir sneri sér að fjöldaframleiðslu og smíðaði Guðmundur Guðmundsson rœðir við einn af gömlu starfsfélög- unum á verkstœði Víðis. FV 2 1973 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.