Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1973, Side 43

Frjáls verslun - 01.02.1973, Side 43
skrautmuni ýmis konar svo og borðbúnað. Munirnir, sem þeir smíða sjálfir eru eingöngu úr gulli eða silfri og eru ýmist í hefð- bundnum stíl eða nútímalegir. Oft smíða þeir eftir hugmynd- um viðskiptavinarins og vinna þá þannig, að þeir gera tvær eða þrjár skyssur, sem þeir velja úr áður en smíðin er haf- in. Gull og Silfur hefur mikið auglýst demanta og lagt áherzlu á sölu þeirra, aðallega hringa, og eru þeir ýmist heimasmíð- aðir eða fluttir inn frá Bret- landi. í verzluninni er líka seldur finnskur Chippendale- borðbúnaður og margs konar skraut- og skartgripir frá Finn- landi og Bretlandi. Einnig er þar gert við gamla muni. Þeir feðgar hafa bryddað upp á nýjungum í sölutækni, t.d. létu þeir gera myndalista yfir trúlofunarhringa sem fólk utan höfuðborgarsvæðisins getur fengið sendan ásamt mæli- spjaldi fyrir stærðir og síðan símar það inn pantanir sínar eða sendir þær skriflega. Fyrirtækinu hafa borizt nokk- ur boð í gegnum Útflutnings- samtök iðnaðarins, um að sýna og selja smíðisgripi i Kanada, á Bretlandi og víðar, en ekki hefur enn verið afráðið, hvort þau boð verða þegin. FV 2 1973 39

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.