Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1973, Side 57

Frjáls verslun - 01.02.1973, Side 57
ÍSLENZKAR IÐIMGREiMAR Gull- og silfursmiðjan Erna: Framleiða um 30 þúsund á ári hverju Áform um 100*^o framleiðsluaukningu Hjá gull- og silfursmiðjunni Ernu h. f. í Skipholti 3 er nú verið að hefja undirhúning að endurskipulagningu á starfs- háttum fyrirtækisins sem á að geta leitt til 100% framleiðslu- aukningar miðað við þann vélakost og húsnæði, sem fyrir hendi er. Hjá Ernu fer fram fjöldaframleiðsla á silfurbún- aði, einkum borðbúnaði, og þar hefur um 26 ára bil verið smíðuð hin fræga jólaskeið, sem svo mikluin vinsældum hefur náð. Það var Guðlaugur A. Magn- ússon, gullsmiður, sem stofnaði Gull- og silfursmiðjuna Ernu. Hún var um skeið til húsa í byggingu Kassagerðar Reykja- víkur við Skúlagötu, síðan á Laugavegi 22 en árið 1962 var flutt í núverandi húsnæði smiðj- unnar í Skipholti 3. Var það keypt af fyrirtækinu Plútó, sem einnig stundaði gull- og silfur- smíði en hætti rekstri um þetta leyti. GÖMUL, KUNN MYNSTUR Að Guðlaugi A. Magnússyni látnum tóku synir hans við rekstrinum, þeir Óttar, Reynir og Magnús, en sá síðastnefndi er verzlunarstjóri í skartgripa- verzluninni Guðlaugur A. Magnússon á Laugavegi 22. Það er eini útsölustaðurinn fyr- ir framleiðsluvörur gull- og silf- ursmiðjunnar Ernu og starfa þar fimm manns við afgreiðslu. Að jafnaði vinna 12 menn í smiðjunni og hefur hún engan veginn getað fulinægt allri eft- irspurn. Eins og áður segir er mest áherzla lögð á silfurborð- búnaðinn, og eru nú 5 módel af honum í framleiðslu. Sum þeirra eru mjög gömul orðin, eins og kaktusmynstrið, en þau nýjustu eru vormynstrið frá ár- inu 1956 og smáramynstrið frá 1960. Hefur vormynstrið reynzt eftirsóttast upp á síðkastið. Pressan mikla, sem með 160 tonna þrýstingi heggur út silf- urmunina. HÖGGVIÐ VIÐ 160 TONNA ÞRÝSTING. Allir munir frá Ernu eru unn- ir úr 925 silfri, Sterling silfri, sem flutt er inn frá Bretlandi í teinum. Þegar hnífar, gafflar eða skeiðar eru smíðuð úr þeim, er silfrið fyrst hitað og svo eru munirnir ,,slegnir“ í mót eða stans, sem fyrir er komið í gríðarmikilli pressu. Hún heggur muninn út í einu höggi með 160 tonna þrýstingi. Síðan er handavinnan eftir, — við að sverfa og slípa, — og getur það verk tekið langan tíma eftir því hvaða mynstur er um að ræða. silfurmuni 30 ÞÚS. MUNIR A ÁRI. í þeim fimm mynstrum, sem nú eru framleidd, eru 23—26 ólíkir munir innan hvers eins. Árið 1971 framleiddi Erna alls um 30 þúsund muni, úr rúmu tonni af silfri, þar voru kaffi- skeiðar flestar eða um 6000, en kökugafflar komu næstir og voru rétt innan við 6000. Með aukinni sérhæfingu verður hægt að auka afköst um 100% en breytingarnar munu þá fel- ast í því, að starfsmönnum verða ætluð ákveðin sérverk- efni í framleiðslukeðju en ekki að þeir skipti með sér mynstr- um eins og verið hefur til þessa og vinni alla framleiðsluþætt- ina. Aðspurðir um markaðshorfur fyrir svo aukna framleiðslu sögðust þeir bræður vera viss- ir um að markaðurinn myndi þola 50% aukningu, enda hefði smiðjan aldrei haft undan. Gull- og silfursmiðjan Erna hefur tekið þátt í gull- og silf- ursýningu á Norðurlöndunum og telja þeir bræður hjá Ernu, að möguleikar séu á að flytja út silfurmuni að því tilskildu að framleiðslan yrði miklum mun meiri, því að gerðar eru kröfur til sístreymis á markaði erlend- is og stærð framleiðslufyrirtæk- isins verður að mótast af því. STÖÐUGT VERÐLAG Á HRÁEFNI. Verðlag á hráefni til silfur- smíði hefur farið hækkandi nú nýverið, en annars hefur það verið mjög stöðugt. Verð á mununum frá Ernu hefur ekki hækkað nema tvisvar síðan 1963. Eftirspurn eftir silfri er þó mikil enda er það víða notað í iðnaðarframleiðslu. Það hefur og komið við sögu geim- ferðaundirbúnings síðustu árin sem mikilvægt smíðaefni í hinn flókna tækjabúnað geimskip- FV 2 1973 53

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.