Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1973, Page 80

Frjáls verslun - 01.02.1973, Page 80
díselvéla með allt að 600 snún/ mín liggur á milli 60 og 95 hö/ m3. 12 strokka DEUTZ-vélin af þessari gerð, BA12M 528, sem hafin var framleiðsla á fyrir nokkrum árum, hefur síðan ver- ið afgreidd sem aðalvél og hjálparvél í fjölmörg skip og gefið ágæta raun. Nefna má hér dráttarbátana „Pacific Fury“ og „La Salle“ sem báðir voru smíðaðir og eiga heima- höfn í Vancouver, Kanada. Þeir hafa SBA12M 528 sem aðalvél. Frönsku togararnir „Paris Bret- agne“ og „Trevignon“ eru knúð- ir SBA12M 528-vélum með skiptiskrúfubúnaði. Sænska tankskipið „Marga“ hefur líka DEUTZ-aðalvél af sömu gerð. Mörg flutningaskip á Kyrrahafi hafa tvær aðalvélar af þessari gerð, einnig pramma-ýtuskip á Rín og á síðustu mánuðum hafa verið afgreiddar margar vélar til skipasmáðastöðva á Ítalíu og 1 Belgíu. Fjöldi fyr- irspurna og pantana sýnir að BA12M 528-vélin á mikla fram- tíð fyrir sér. Því má vænta þess, að nýja 16-strokka vélin, sem er ennþá fyrirferðarminni miðað við orku, muni vekja at- hygli. Að lokum má geta þess, að allar vélar af BAM 528-gerðinni henta mjög vel fyrir fullsjálf- virka fjarstýringu og tíma- bundna, gæzlulausa notkun („mannlaust vélarrúm“). Þær eru einnig hannaðar til að geta brennt svartolíu og útbúnaður til þess, svo sem forhúðuð loka- sæti, tilheyrir fastabúnaði vél- anna, svo nauðsynlegar breyt- ingar við skipti yfir í svart- olíubrennslu eru aðeins smá- vægilegar. (Lausl. þýtt úr KHD Inform- ation). IViORIVIA dieselvélar frá Eggert Kristjánssyni & Co. hf. Eggert Kristjánsson og Co. hf. hefur umboð fyrir A.S. Bergens Mekaniske Verksteder, sem framleiðir díselvélar. Voru þær m. a. notaðar í „G. O. CARS“ norska hafrannsóknarskipið. Fyrirtækið framleiðir 12 mis- munandi vélar, frá 450 til 2250 hö. Fyrstu árin voru seldar tvær gerðir hæggengra hálfdíselvéla, T og Z, sem voru frá 80 til 300 hestafla. Seinna komu gerð- irnar R og L. í ársbyrjun 1969 hófst tilraunaframleiðsla með V-mótora, sem fékk einkennið KVM. Hann er 12 eða 16 strokka, til notkunar einn eða í samstæðu, með frá 1700 til 9000 hö á hvern skrúfuöxul. Þessar vélar hafa náð mikilli útbreiðslu í norska fiskiskipa- flotanum. Til þess að gera reksturinn sem hagkvæmastan eru sífellt fleiri vélasamstæður framleidd- ar í samræmi við kröfur trygg- ingafélaga um mannlaus vél- arrými í 24 stundir, svokallað- ur EO flokkur hjá Det Norske Veritas og UMS flokkur í Lloyds Register of Shipping. Norma hefur gert sín eigin ein- földu kerfi með fjarstýringu. Fyrsta fjjórgenga BMV gerð- in var smíðuð í náinni sam- vinnu við sérfræðinga norska kaupskipaflotans, og R-vélin hefur selzt vel. Brennsluolíu- eyðsla KVM er ca. 148 gr. á hestaflsklukkustund. Jóhann Guftmundsson hjá Sandvík h.f.; Vírar og vírkaðall Stálvírkaðall var fyrst fram- leiddur af þýzka verkfræðingn- um Wilhelm Albert 1834, og Bretanum George Wright 1835, og síðan hefur notkun vírkaðals aukizt svo mikið að það er ó- hugsandi að án vírkaðals væri verkmenningin sem hún er í dag, þar sem varla nokkur hreyfanlegur hlutur getur verið án vírkaðals í einhverju formi. Strangar reglugerðir voru snemma settar um lágmarks ör- yggiskröfur fyrir vírkaðal, og eru allar reglugerðir hvort eð er frá Lloyd’s Veritas o. s. frv. lágmarkskröfur um styrkleika, en framfarir í framleiðslu og notkun, hafa gert það að verk- um að þessar kröfur hafa verið endurskoðaðar og kröfurnar endurbættar, en framleiðendur hafa þó framleitt vírkaðal sinn með yfirstyrkleika t. d. einn með x. 1.112 til x. 1.65, aðrir með 7%% uppi 21% yfir styrk- leika og Sosiedad Franco Eepan- ola, Bilbao, Spáni, framleiðir vírkaðal úr special stáli S. 156, sem er x 3.0 yfir styrkleika og með sérstaklega sterkri galvan- húð, sem gefur þessum togvír 24000 snúninga núningsþol. 76 FV 2 1973

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.