Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1973, Page 6

Frjáls verslun - 01.05.1973, Page 6
IMokkrir sýnendur: Vörumarkaðurinn hf. Vörumarkaðurinn h. f. hefur 75 m2 sýningar- svœði til umráða á sýningunni „Heimilið ’73“ og þar sýnir fyrirtækið húsbúnað og rafmagnsvör- ur. Vörumarkaðurinn hefur áður telcið þátf í sýningu sem þessari og tjáði Ebenezer Ás- geirsson forstjóri okkur að greinileg aukning hefði orðið í sölu eftir þá sýningu og taldi hann sýningar sem þessar alveg bráðnau&synlegar öðru hvoru. Hann er mjög bjartsýnn varðandi þessa sýn- ingu og horfir ekki í þá hálfu milljón sem hann taldi líklegan kostnað við bás fyrirtækisins. Það er Agla Marta Marteinsdóttir, sem teiknað hefur básinn, og aðstoðaði hún við uppfærslu muna á sýningunni. SKÁPAHURÐIR í KÚREKASTÍL. Vörumarkaðurinn sýnir núna Elektrolux- eldhústæki, þ. e. eldavélar, ísskápa og upp- þvottavélar í litum, sem tiltölulega nýlega er far- ið að flytja inn, þó að verzlunin hafi haft um- boð fyrir vörur þessa sænska fyrirtækis frá upp- hafi. Einnig eru þarna Rowenta-glóðarsteik- ingarofnar og djúpsteikingarpottar auk ýmissa annarra minniháttar rafmagnstækja frá því fyr- irtæki. Þá eru þar til sýnis hurðir fyrir eld- hússkápa, sem Vörumarkaðurinn hyggst hefja innflutning á. Eru þetta furu-hurðir í kúrekastíl framleiddar í Bandarikjunum en verða keyptar frá Svíþjóð og eru þær ,,bæsaðar“ brúnar og grænar. Borð, stólar og skápar í ,,Bonanza“ stíl eru þarna til sýnis og eru þessi húsgögn framleidd hér á landi utan stólarnir en þeir eru innfluttir frá Rúmeníu. Sænsk borðstofuhúsgögn úr birki eru þarna, svo og einfaldir og léttir millivegg- ir úr tré og máluð tréhúsgögn ætluð unglingum. Einnig má þarna sjá íslenzk járnrúm, bæði ein- staklings- og hjónarúm. Þó að matvara sé stærsti söluvarningur Vöru- markaðarins er hún ekki sýnd þarna að þessu sinni. Að því er Ebenezer tjáði okkur eýkst velta fyrirtækisins jafnt og þétt og hefur gert um árabil. Til dæmis sagði hann, að á þessu ári væri þegar sjáanleg 70% aukning í öllum deild- um fyrirtækisins. Húsnæðið sagði hann löngu vera orðið of lítið og hamlaði fjármagnsskortur því, að ekki hefði verið hafizt handa við bygg- ingu 1400 fermetra húss á baklóð fyrirtækisins í Armúla, sem leyfi er fyrir, og þegar hefur verið teiknað og samþykkt. Friðtik Bertelsen hf. Það er mjúkt undir fót á þeim 136 fer- metrum sem Friðrik Bertelsen hefur til umráða á heimilissýningunni í Laugardalnum því allir eru þeir lagðir dúnmjúku Ijósu teppi með röggva-vefnaði, utan eitt hornið þar sem sett var upp eldhúsinnrétting og er sá flöt- ur lagður teppi frá Barwick í Englandi en teppið er sérstaklega œtlað til notkunar í eldhúsi. Þetta eru mynstruð, litsterk teppi með þykk- um svampbotni og eiga að þola svo til allt en þau eru hreinsuð þannig að blettir eru stroknir af með deigum klút og síðan er ryksugað. Friðrik Bertelsen forstjóri tjáði okkur að hann hefði nú um nokkurt skeið flutt þessi teppi inn en hingað til hefði hann ekki auglýst þau og mætti því segja að hann væri að kynna þessi eldhústeppi á sýningunni. Að öðru leyti sýn- ir Friðrik eingöngu þarna teppi af fjöl- mörgum gerðum, sem hann flytur inn frá Bret- landi, en þau eru í mörgum verðflokkum allt frá því um 850 krónur fermetrinn upp í um 3.200 krónur fermetrinn. Dýrustu teppin eru úr blöndu sem er 80% ull og 20% nylon en þau ódýrari eru yfirleitt 40% ull, 40% Evlan og 20% nylon en af þeim sagðist Friðrik selja mest. TEPPl SELD AF LAGER. Helztu fyrirtækin sem Friðrik skiptir við í Bretlandi eru BMK og Bond Worth. Hann hefur áður tekið þátt í sýningum sem þessari og telur að af þeim sé mikið gagn en þær megi þó ekki vera oftar en einu sinni á ári m. a. vegna kostn- aðar sem hann sagði alltaf töluverðan. Eins og áður sagði, sýnir hann eingöngu þarna teppi, þó aðeins um helmingur veltu fyrirtækisins sé teppa- sala. Um tvö ár eru síðan Friðrik fór að selja teppi af lager, en áður pantaði hann sérstaklega fyrir viðskiptavini sína. Sagði hann að við þessa breytingu hefði salan aukizt gifurlega. Hann sagðist yfirleitt hafa selt ofin teppi með Wilton eða Axminster vefnaði. í bás Friðriks Bertelsen eru húsgögn frá Húsgagnaverzlun- inni Dúnu í Glæsibæ.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.