Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1973, Page 7

Frjáls verslun - 01.05.1973, Page 7
Bræðurnir Ormsson hf. Á 100 fennetra svœði í Laugardalshöllinni sýn- ir fyrirtœkiö Brœðurnir Ormsson heimilistœki og hljómburðartœki svo og sjónvörp frá þýzka fyrirtœkinu AEG. Hljómburðartœkin og sjónvörp- in eru reyndar með vörumerkinu Telefunken en það er eign AEG-risafyrirtœkisins, sem hefur að- alstöðvar sínar í Niirnberg í Þýzkalandi. AEG samstæðan á fjölda fyrirtækja og verk- smiðjur, dreifðar um heiminn, sem framleiða raf- magnsvörur og tæknibúnað undir mörgum þekkt- um vörumerkjum. Sem dæmi má nefna 10 kjarn- orkuver, sem þeir hafa smíðað og sett upp í Þýzka- landi, stórvirkar tölvur, radar og fjarskiptatæki, gervitungl og vélar í stór skip, drif fyrir járn- brautir og fleira og fleira, sem of langt yrði að telja upp. Fyrirtækið Bræðurnir Ormsson h.f., sem stofn- að var árið 1922, fékk mjög fljótlega umboð fyrir allar deildir AEG en hefur aðallega flutt inn frá því heimilistæki og rafala. Fyrsti stóri rafallinn kom hingað árið 1926 og var hann settur upp í Múlakoti í Fljótshlíð, en þangað var hann flutt- ur á hestum. Á sýningunni ,,Heimilið ’73“ eru sýndar eldavélar af mörgum gerðum, þvottavél- ar, kæliskápar, frystiskápar og ýmis smærri raf- magnstæki svo sem ryksugur, glóðarsteikingar- ofnar og brauðristar, — allt frá AEG, Frá AEG Telefunken eru þarna útvarpstæki, plötuspilar- ar, segulbönd, magnarar og sjónvörp. M. a. er þarna litsjónvarpstaóki sem á eru sýndar lit- myndir af myndsegulbandi en AEG fann upp svokallað PAL-kerfi fyrir litsjónvörp, sem nú er notað í mörgum Evrópulöndum en það hefur áhrif á litstillingu myndarinnar. Einnig eru þarna garðsláttuvélar með rafhlöðum frá AEG en fyrirtækið í Þýzkalandi tekur þátt í kostnað- inum við þessa sýningu. ELEKTRÓNISKU ÞVOTTAVÉLUNUM SEINKAÐI. Við spurðum Erlu Dúrr í heimilistækjaverzlun- inni, hvort ekki væru þarna neinar nýjungar á sviði heimilistækja, en Erla hefur haft veg og vanda af uppsetningunni. Hún kvað því miður ekki svo vera því að sendingu af elektróniskum þvottavélum og strauvélum, sem ætlunin hefði verið að sýna, hefði seinkað og hefði ekki náð tímanlega. Þar hefði einnig verið um að ræða þvottavélar sem breyttu gufunni í vatn og gætu þess vegna staðið hvar sem væri í íbúð. TVÍMÆLALAUS ÁRANGUR. Bræðurnir Ormsson hafa alltaf tekið þátt í sýn- ingum sem þessari, þegar þær hafa verið haldnar, og að sögn Karls Eiríkssonar, framkvæmdastjóra, hefur aukning í sölu verið greinileg að þeim loknum, þá ekki sízt hvað varðar landsbyggðina utan Reykjavíkursvæðisins. Eiríkur Ormsson stofnaði þetta fyrirtæki árið 1922 eins og áður sagði ásamt Jóni bróður sín- um, en hann dró sig fljótlega í hlé frá rekstrin- um. Auk AEG umboðsins hafa Bræðurnir Orms- son einkaumboð fyrir mörg önnur fyrirtæki og er þá kannski helzt að nefna Bosch, þýzkt fyrir- tæki sem framleiðir olíuverk fyrir díeselvélar í bila og aðrar vélar, rafkerfi svo og heimilistæki. Ennfremur Hávemeier & Sander, þýzkt fyrirtæki, sem framleiðir lyftur og munu nú vera hér á landi um 170 lyftur frá því fyrirtæki. Þá er að nefna Hellesens rafhlöður sem eru danskar, og ýmsar vörur fyrir röntgentæki á sjúkrahúsum frá franska fyrirtækinu DuPont. Stálumbúðir hf. Á svæði Stálumbúða á heimilissýningunni get- ur að líta flúr- og glóperuljós af ýmsum gerðum sem notuð eru á heimilum. Fyrirtœkið framleið- ir aðallega flúrljós, bæði til heimilisnotkunar og fyrir atvinnuhúsnœði alls konar, en einnig noklc- uð af umgjörðum fyrir venjulegar glóperur. Að sögn Kristins Guðjónssonar forstjóra hef- ur notkun flúrljósa á heimilum færzt mjög mik- ið í vöxt á undanförnum árum, enda hafa fram- farir verið miklar í framleiðslu flúrpera og er nú t. d. hægt að fá 10 mismunandi litbrigði á flúrperum. Stálumbúðir h. f. framleiða umgjarð- ir utan um a. m. k. 200 gerðir af flúrljósum og er þá bæði um að ræða hringlaga perur og af- langar. Þess má geta að flúrperur gefa 3—5 sinn- um meira ljósmagn en glóperur miðað við raf- magnseyðslu. HOLLENZKIR GLÓPERULAMPAR. A sýningunni núna sýna Stálumbúðir, auk eig- in framleiðslu, glóperulampa frá hinu heims- þekkta fyrirtæki Raak, sem þær hafa umboð fyr- ir hér á landi. Þetta eru eingöngu lampar til heim- ilisnota og eru margir hverjir mjög skrautlegir og nýstárlegir. Stefán Benediktsson, arkitekt, hefur séð um uppfærslu báss Stálumbúða og val á Ijósum til sýninga þar í samráði við Ólaf S. Björnsson, Ijós- tæknifræðing, sem er starfsmaður Stálumbúða h. f. Fyrirtækið hefur alloft áður tekið þátt í vörusýningum, og er við inntum Kristin eftir því, hvort hann teldi sýningar sem þessa hafa 1 för með sér mikla aukningu í sölu, taldi hann það ekki ólíklegt. Þó væri ekki svo gott að dæma um, hvaðan aukningin kæmi, en hún hefur verið stöðug og vaxandi nú um árabil. Stálumbúðir h. f. voru stofnaðar árið 1948 en þá höfðu eigendur fyrirtækisins framleitt flúrlampa í sex ár, eða síðan á árinu 1942.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.