Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1973, Side 31

Frjáls verslun - 01.05.1973, Side 31
Viftskipti Bíínverjar sýna áhuga á tengslum við EBE — Sovétmenn einnig en hugmyndafræðán þvælist fyrir þeim Valdhafárnir í Kína og' Sovéíríkjunum sýna nú vaxandi áhuga á að komast í viðskiptasamband við Efnahagsbanda- lag' Evrópu, sem er stærsta markaðsheild í veröldinni. Margt bendir til þess, að þessi tvö voldugu kommúnistaríki hafi þegar í hyggju að komast í bein tengsl við EBE. Ekki er ósennilegt, að ríkis- stjórnirnar í Peking og Moskvu eigi eftir að keppa um það sin á milli, hvor verður fyrr til að ná betri viðskiptasamkomu- lagi við bandalagið. Austur- Evrópuríkin virðast ætla að þvinga Sovétstjórnina til þess að gera viðskiptasáttmála við EBE-ríkin, sem eru helztu iðn- aðarríki Vestur-Evrópu. Ef ekki tekst að gera hagkvæma viðskiptasamninga milli komm- únistaríkja Austur-Evrópu annars vegar og EBE hins vegar, kann svo að fara að t.d. landbúnaðarvörur fyrrnefndra ríkja, sem eru tiltölulega ódýr- ar, verði ekki samkeppnis- færar á mörkuðum Vestur- Evrópuríkja á komandi árum. Stjórnmálaleg áhætta. Fynr Kinverja yrði það mjög hagstætt að komast í efnahags- og stjórnmálasam- band við EBE. Að viðskipta- sambandinu frátöldu gerir Pekingstjórnin sér grein fyrir því hversu voldugt stjórnmála- legt afl EBE er gagnvart risa- veldunum tveimur, Sovétríkj- unum og Bandaríkjunum. Hinni nýju stjórnmálastefnu Kína og Sovétríkjanna gagn- vart EBE fylgir talsverð stjórn- málaleg áhætta. Fram að þessu hafa Sovétríkin farið öllu hægar í sakirnar en Kínverj- arnir, vegna þess, að þau óttast meira stjórnmálalegar afleiðingar sambandsins, en hinir síðarnefndu. Það tók stjórnvöld Sovétríkjanna 15 ár að viðurkenna það, sem Leonid Brésnéf, aðalritari sovézka kommúnistaflokksins, nefnir „raunveruleika“ Efna- hagsbandalags Evrópu. A undanförnum mánuðum hafa óbeinar ábendingar kom- ið frá höfuðborgum komm- únistaríkja Austur-Evrópu, um að samband milli Comecon bandalags kommúnistaríkjanna á efnahagssviðinu, og EBE væri æskilegt. Þeir aðilar, sem láta í þetta skina, segja að slíkt samband verði að koma ,,á réttum tíma“ og „í réttu formi“. Frá þvi að kínverska ríkis- stjórnin sneri blaðinu við í utanríkismálum og lét af hinni köldu einangrunarstefnu menn- ingarbyltingarinnar, hefur hún verið mjög opinská í ósk sinni um að taka upp formlegt sam- Vörusýningar í Kanton í Kína hafa stuðlað að auknum viðskipt- um við ríki í vestri. Kaupsýslumenn nota tækifærið til að ræða viðskiptamál við Kínvcrja á ferðalögum í nágrenni Kanton. FV 5 1973 23

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.