Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1973, Side 51

Frjáls verslun - 01.05.1973, Side 51
gæta, að hærra verð á peysum gæti mjög verulega dregið úr sölu þeirra. MINJAGBIPIR Á ÝMSU VERÐi Svo virðist, sem ullarvörurn- ar þyki ekki dýrar, þegar út- lendir ferðamenn eru annars vegar. Miðað við verðlag er- lendis á handunninni vöru úr gæðaefni eins og íslenzku ull- arvörurnar eru, þykir verðið hér ekki hátt. Álagning er miklu minni hér, en heima hjá sér getur fólk búizt við 100% álagningu á svona vöru. Sagð- ist Gerður gizka á, að alls seld- ust í búðum Heimilisiðnaðarfé- lagsins allt að 10 þúsund prjónapeysur á ári. Annars er hægt að kauna rammíslenzka minjagripi í öll- um verðflokkum. Galdrastafir úr keramiki kosta t. d. 250 kr. og fylgja þeim prentaðar skýr- ingar um þýðingu stafsins. Vettlingar og húfur kosta 250- 200 kr. silfurnælur með gömlu, islenzku mynstri kosta um 1000 kr. Svo er líka hægt að fá brosshúðir á 10.000 kr. og skinnkáDur á 15.000. Siðir ofnir prjónakjólar kosta 9.000 krónur. Gerður taldi augljóst, að aldrei yrði hægt að keppa við erlenda framleiðendur í magni, en hins vegar myndu íslenzku mynstrin, gæði ullarinnar og sauðalitirnir, sem mikla athygli vekja, áreiðanlega stuðla að stöðugum vinsældum prjóna- peysanna. Mikið er um það, að fóik, sem hér hefur verið á ferðalögum, skrifar til verzlan- anna og pantar þaðan vörur eft- ir að heim er komið. TfZKUSÝNINGAR í samvinnu við Rammagerð- ina og Hótei Loftleiðir hefur íslenzkur heimilisiðnaður efnt til tízkusýninga einu sinni í viku á aðalferðamannatíman- um undanfarin tvö sumur. Fara sýningar þessar fram í sumar í hádeginu á föstudögum á Hót- el Loftleiðum. Sækir þær fjöldi erlendra ferðamanna, sem borg- ina gista, og eins er áberandi, að kaupsýslumenn fara með er- lenda viðskiptamenn sína til að skoða íslenzku fatatízkuna um leið og þeir snæða góðan há- degisverð. í sumum tilfellum eru líka settar upp sérstakar sýningar fyrir þátttakendur í ráðstefnum hér. Hafa þessar STÓRIR, RIJiVIGÓDIR OG ÓRVGGIR BÍLAR BíBaleigan TRAUSTI sf. ÞVERHOLTI 13A - SÍMI 23780 sýningar vakið mikla athygli og gott umtal, en fimm sýning- arstúlkur og tvö börn koma þar fram og sýna ullarpeysur, káp- ur, skinnkápur og jakka, húfur, prjónakjóla og skartgripi, svo að eitthvað sé nefnt. Hafa sýn- ingar þessar greinilega orðið til að auka sölu á þessum varn- ingi, að sögn Gerðar. Heimilisiðnaðarfélagið hefur haft það að markmiði að leið- beina fólki til þess að gera framleiðslu sína seljanlega. Til starfa hefur verið fenginn ráðu- nautur, sem fer út á land með sýningar og heldur námskeið. Áðallega skortir á, að notuð sé rétt stærð af prjónum og rétt sé að farið við þvott. Þá er það líka vandamál, hve erf- itt er að finna nákvæmt mál á nriónavörurnar vegna mis- munandi eiginleika lopans, sem notaður er. ULLARSKORTUR FRAMUNDAN? Að lokum sagði Gerður Hjör- leifsdóttir, að til vandræða horfði, hve mikið af ull færi til spillis á ári hverju. Taldi hún, að það myndu vera fleiri hundruð tonn, sem færu for- görðum vegna þess, að bændur teldu það vart lengur ómaks- ins vert að rýja fé sitt. Finnst þeim, að þeir fái of lítið greitt fyrir ullina, en verksmiðjurnar telja sig geta keypt ódýrari ull frá Ástralíu. Sagði Gerður því allmikla óvissu nú ríkja um áframhald prjónavinnu úr ís^ lenzkri ull með alkunnum gæðuni hennar og séreinkenn- um. A baöstol'uloftinu hjá íslenzkum hcimilisiðnaði. FV 5 1973 43

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.