Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1973, Síða 57

Frjáls verslun - 01.05.1973, Síða 57
málayfirvöld á írlandi, í Austur- ríki og Frakklandi og Kanada og kannað hvernig þar er staðið að ferðamálunum af opinberri hálfu og ennfremur hugað sérstaklega að hverjum og einum hinna fjögurra flokka, sem könnunin beinist aðallega að. Kjartan sagðist hafa hrifizt af ferðamálarekstri Kanada- manna, þar sem ferðamennskan er orðin ein af aðal tekjulið- um þjóðarinnar. Á írlandi er geysimikill áhugi ríkjandi á ferðamennsku og skilningur þjóðarinnar á nauðsyn hennar fyrir þjóðarbúið er augljóslega fyrir hendi. FERÐAMÁLAKÖNNUNIN. Fyrsta stigi könnunarinnar þ. e. gagnasöfnun og úrvinnslu er nú lokið og hefur þeim skýrsl- um verið skilað til ráðuneytis- ins. Annað stig könnunarinnar verður ákvörðunartaka og það þriðja framkvæmdir. Aðspurður sagðist Kjartan Lárusson álíta, að erlendir ferðamenn hér á landi muni verða vel yfir 100 þús. talsins árið 1980. Væri því full þörf á að kanna rækilega nú, hvar við stöndum með tilliti til ferða- mennskunnar, og hvar við eig- um að setja takmörk við ferða- mannastraumnum. í því sam- bandi bæri að hafa í huga, hve innlend tekjuaukning er mikil í ferðamennskunni og að ferða- menn koma hingað með mikla peninga án þess að taka neitt með sér úr landi nema góðar endurminningar, væntanlega. HINIR ÝMSU MÖGULEIKAR. Varðandi framtíðarhorfur í ferðamálum hérlendis sagðist Kjartan ætla, að talsverðir möguleikar væru á að fá hing- að gesti til ráðstefnuhalds vor og haust, til að lengja ferða- mannatímann. Veiðiskapurinn er takmörk- unum háður, þó að sjóstanga- veiði geti aðeins lengt ferða- mannatímabilið og ef til vill sil- ungsveiði í vötnum. Um heilsulindirnar sagði Kjartan, að vissar þjóðir eins og Þjóðverjar, Austurríkismenn og Frakkar tryðu ákaft á gildi heilsubaða og þar hefðu sjúkra- samlög tekið þau með í kerfi sitt. Aðrir hefðu gefizt upp á rekstri slíkra baðstaða eins og t. d. Ný-Sjálendingar og Sviar. Aftur á móti eru líkur á að ís- land hafi mikla möguleika til reksturs heilsuræktarstöðva, þar sem boðið yrði upp á margs konar líkamsþjálfun, æfingar til megrunar og hressingar. Slíkar stöðvar eru ætlaðar heil- brigðu fólki, sem vill halda sér hraustu, og sækja bandarískir ferðamenn í auknum mæli eftir dvöl á slíkum stöðum. Kjartan taldi tómt mál að tala um, að hingað kæmu hópar erlendra skíðamanna til að taka þátt í alþjóðlegri keppni yfir vetrartímann. Aftur á móti vær- um við íslendingar mjög vel settir með aðstöðu fyrir skíða- fólk á vorin og sumrin, þegar útlendingar fara langar leiðir til að geta stundað skíðaíþrótt- ina. Þess eru dæmi, að þeir á- hugasömustu meðal Bandaríkja- manna fari alla leið suður til Chile yfir sumarið að ganga á skíðum. „Það sem háir okkur mest í sambandi við skíðaíþróttina, er hið mikla skammdegi yfir vetr- armánuðina“, sagði Kjartan. F.v. spurði Kjartan persónu- legra skoðana hans á því, hvern- ig haga ætti ákvörðunum um eflingu ferðamennskunnar á ís- landi og hve langt skyldi gengið í því efni. Hann svaraði þvi til, að engar tölulegar upplýsingar lægju enn fyrir um starfsmannafjölda í ferðamennskunni né heldur, hvernig tekjur skiptast eða hvað ferðamennskan tekur af fjármagni. UPPBYGGING FYRIR ÍSLENDINGA SJÁLFA. „Alla vega tel ég, að ferða- mennskan á íslandi verði að gefa jafnmikið af sér í tekjur og það sem við sjálfir eyðum á ferðum okkar til útlanda", sagði Kjartan. „Höfuðáherzlu ber okkur að leggja á uppbygg- ingu fyrir íslendinga sjálfa til tómstunda og annarra tækifæra á ferðalögum. Slík aðstaða myndi líka nýtast í þágu er- lendra ferðamanna og því standa betur fjárhagslega. Nú er ástandið þegar orðið þannig, að innlendir skíðamenn sækja allmikið til útlanda, þar sem þeir hafa miklu betri aðstöðu til að fara á skíði en hér heima. Ef lagt yrði í umbætur í skíða- löndum okkar, tel ég að þeir myndu dveljast um kyrrt hér á landi. Golfvellir munu vera ca. 18 talsins á íslandi og sumir all- góðir. Ekki þarf mikið átak til að gera þá fyrsta flokks og draga þá um leið úr ferðum golf- unnenda til Skotlands, sem nokkuð hefur borið á. Hvarvetna, þar sem ég hef kynnzt viðhorfum forystu- manna í ferðamálum erlendis, er mest lagt upp úr hvatningu til landsmanna sjálfra um að þeir skoði sitt eigið land,“ sagði Kjartan Lárusson að lokum. FV 5 1973 49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.