Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1973, Side 83

Frjáls verslun - 01.05.1973, Side 83
vissum hætti og glataði þessum rétti að meira eða minna leyti, ef hann gætti eigi þeirrar að- ferðar (vangeymsla). í annan stað hefur þótt rétt að setja víxilréttinum viss tíma- mörk, styttri en að jafnaði gilda um kröfur (fyrning). Skal nú gerð grein fyrir þessu tvennu í stuttu máli, en greinilegt er, að mjög margir þeirra, sem við við- skipti fást hér á landi og því einatt þurfa að taka við eða láta af hendi víxla sem greiðslu, gera sér allt of litla grein fyrir þvi, hvað þetta tvennt skiptir miklu máli fyrir gildi víxil- skuldbindingarinnar. VANGEYMSLA. í víxillögunum segir, að séu frestir þeir látnir hjá líða, sem gilda — um sýningu víxils, sem hljóðar um greiðslu við sýningu eða tilteknum tíma eftir sýn- ingu — um framkvæmd afsagn- argerðar vegna samþykkisskorts eða vegna greiðslufalls — um sýningu víxils til greiðslu, þeg- ar fyrirvari hefur verið gerður um fullnustu án kostnaðar — þá glati víxilhafi rétti sínum gegn framseljendum. útgefanda og öðrum víxilskuldurum, nema samþykkjanda. Af þeim atriðum, sem hér eru tilgreind, er afsögnin líklega tíðasta og raunhæfasta tilvikið í viðskiptalífinu og skal hér einkum vikið að henni, enda þótt ekki megi of lítið gera úr hinum tilvikunum. Víxilafsögnin er gerð, sem framkvæmd er til þess að stað- reyna tiltekin atvik viðvíkjandi víxli. Er afsagnargerðin lögskip- að sönnunargagn fyrir þessum atvikum, þannig að hafi hún ekki farið fram eða sé skrifleg skýrsla um framkvæmd hennar, sem að jafnaði er nefnd afsagn- argerð, eigi lögð fram, þá hefur það í för með sér, að víxilréttur- inn tapast eða fæst eigi viður- kenndur gagnvart þeim aðilum, sem nefndir voru hér áðan — það er gagnvart framseljendum, útgefanda og öðrum víxilskuld- urum. Um afsagnarstaðinn fer eftir því hvaða tilvik gefa tilefni til afsagnarinnar. Aðalreglan er sú, að afsögnina eigi að gera í starf- hýsi hlutaðéigandi manns, en eigi hann ekkert starfhýsi á þeim stað, þá má gera hana á heimili hans. Þess er þó að gæta, að sam- kvæmt víxillögunum má kveða svo á í víxli, að hann skuli greiddur hjá þriðja aðila, ann- að hvort á þeim stað, þar sem greiðandi býr eða annars staðar. Ef svo er, fer afsögn vegna greiðslufalls fram í starfhýsi eða heimili þessa þriðja aðila en ekki hjá greiðanda sjálfum, þótt hann starfi eða eigi heima á greiðslustaðnum. Sé t. d. ákveðið, að víxill greiðist í Landsbankanum, en greiðandi á heima í Reykjavík, á afsögn vegna greiðslufalls að fara fram í Landsbankanum en ekki á heimili greiðanda. Afsagnargerð má aðeins fram- kvæma á virkum degi og sé lokadagur afsagnarfrestsins lög- helgur dagur, þá lengist frestur- inn til næsta virks dags á eftir. FYRNING VÍXLA. Víxlar fyrnast á mun skemmri tíma en aðrar kröfur og þar að auki er fyrningarfresturinn mis- munandi gagnvart víxilskuldur- unum og á milli þeirra innbyrð- is. Spurning er, hvort þessar reglur í núverandi formi sínu séu ekki of flóknar til þess að þær geti hent viðskiptalífinu, því að ljóst er, að menn gera sér ekki grein fyrir þeim al- mennt og hljóta oft af því vandræði. Reglur sem þessar ættu að vera einfaldar og skýr- ar og auðveldar að muna, því að sennilegt er, að á fyrningar- reglur víxla reyni oftar en aðrar fyrningarreglur. Allar kröfur samkvæmt víxl- inum á hendur samþykkjanda fyrnast á þremur árum frá gjalddaga. Þetta á við allar fullnustukröfur á hendur sam- þykkjanda. Fyrningarfrestur á þessum kröfum telst frá gjald- daga víxilsins og ákveðst giald- daginn með venjulegum hætti. Kröfur víxilhafa á hendur framseljendum og útgefanda fyrnast á einu ári frá þeim degi, sem afsagnargerð fór fram, enda hafi afsögn verið gerð á réttum tíma eða einu ári frá gjalddaga, hafi fyrirvari verið gerður um fullnustu án kostnað- ar. Fyrningarfrestur er hér að- eins eitt ár og telst ekki frá gjalddaga, heldur frá þeim degi, sem afsagnargerð fór fram. Að- eins i því undantekningartilfelli, að fyrirvari hafi verið gerður í víxlinum um fullnustu án kostn- aðar og afsögn þess vegna ekki farið fram, telst fyrningarfrest- urinn frá gjalddaga. Fullnustukröfur framseljanda á hendur öðrum framseljendum eða útgefanda fyrnast á sex mánuðum frá þeim degi, sem framseljandi leysti víxilinn til sín eða frá þeim degi, sem fyrn- ingu er slitið gagnvart honum. Fresturinn er hér aðeins sex mánuðir. Ef framseljandi hefur leyst til sín víxilinn án máls- sóknar, telst fresturinn frá þeim degi, sem sú innlausn átti sér stað. Ef hann hins vegar leys- ir víxilinn inn að undangeng- inni málssókn, telst fresturinn þegar frá þeim degi, sem fyrn- ingu var slitið gagnvart honum, t. d. frá birtingu stefnu, ef um venjulega málssókn væri að ræða. Slit fyrningar á víxilrétti eru að nokkru frábrugðin hinum al- mennu ákvæðum um slit fyrn- ingar. Þannig slítur viðurkenn- ing víxilskuldara ekki víxilfyrn- ingunni, eins og á sér stað með aðrar kröfur. Samkvæmt víxil- lögum er það aðeins lögsókn eða jafngildi hennar, sem slítur fyrningu víxils. Ef víxilkrafa fyrnist eða víx- ilréttur glatast vegna van- geymslu, þá er eiganda víxils rétt að sækja víxilskuldara um þá fjárhæð, sem hann myndi vinna honum úr hendi, ef fjár- heimtan félli niður, sem hverja aðra skuld. Víxilrétturinn líður með öðrum orðum algjörlega undir lok við fyrningu eða van- geymslu en sá, sem á í raun og veru að greiða víxilupphæðina, losnar ekki fyrir fullt og allt við skuldbindingu sína, heldur hvílir hún á honum sem almenn skuld, sem fyrnist og fellur úr gildi eftir almennum reglum. NOTKUN VÍXLA TILTÖLU- LEGA MIKIL Á ÍSLANDI. Víxlar eru að tékkum einum undanskildum lang algengasta viðskiptaskjal nútímans og notk- un þeirra er tiltölulega meiri hér á landi en í ýmsum ná- grannalöndum okkar, svo sem Danmörku. Þeir menn eru fáir hér á landi, sem þurfa ekki ein- hvern tímann að taka vixillán, t. d. í sambandi við húsgagna- og heimilistækjakaup, við kaup á fasteignum og bifreiðum o. s. frv. í viðskiptum á milli fyrir- tækja fer lánastarfsemi fram að langmestu leyti í formi víxla. Það verður því seint ofsagt, hve raunhæf þekking á víxlum, notkun þeirra, meðferð og gildi, er brýn fyrir alla einstaklinga og viðskiptalífið í heild. (Heimi Idir: Hœstaréttardóvi- ar; Víxlar og tékkar eftir próf. Ólaf Lárusson o. fl.). 75 FV 5 1973

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.