Frjáls verslun - 01.06.1973, Page 5
FRJÁLS
VERZLUN
6. TBL. 1973
*
Island:
Að venju birtast í þessum þætti blaðsins ýmsar
fréttir af innlendum vettvangi í stuttu máli. Sérstök
athygli er vakin á upplýsingum um starfsemi Sölu-
stofnunar lagmetis, sem tók til starfa í október
síðastliðnum. Hefur síðan verið unnið ötullega aí
hennar hálfu að því að afla markaða fyrir íslenzkar
niðursuðuvörur erlendis og virðist sú viðleitni þegar
hafa borið eftirtektarverðan árangur.
Útlönd:
Sem kunnugt er hafa stórfyrirtæki í mörgum Vest-
ur-Evrópulöndum brugðið á það ráð að flytja inn
vinnuafl frá löndum sunnar í álfunni vegna skorts á
innlendu starfsfólki í ákveðnum greinum. Venjulega
er það svo, að þau störf, sem hinum innfluttu verka-
mönnum er boðið upp á, eru algjör skítverk, sem
heimamenn vilja ekki lengur sinna. Rekstur ýmissa
höfuðiðnaðargreina þessara þjóða hefur verið tryggð-
ur um sinn með þessum hætti, en mörg vandamál hafa
komið tii sögunnar í framhaldi af þessum innflutn-
ingi. Víða hafa heimamenn snúizt gegn erlenda verka-
fólkinu, og alvarleg kynþáttavandamál risið, þar sem
slíkir þættir mannlegra samskipta hafa eigi áður
þekkzt. Um þetta er fjallað í grein í þættinum Útlönd.
Samtíðarmaður:
Guðmundur Einarsson, verkfræðingur, er samtíðar-
maðurinn, sem Frjáls verzlun kynnir nú. Guðmund-
ur hefur mikla reynslu í byggingamálum og stjórnun
af starfi sínu heima og erlendis, en hann nam verk-
fræði í Bandaríkjunum og starfaði þar um skeið, kom
síðan heim og vann að ýmsum framkvæmdum fyrir
varnarliðið, lagði svo nýja Keflavíkurveginn og byggði
fjölbýlishús í Breiðholtinu. Auk þessa gegnir Guð-
mundur mörgum öðrum trúnaðarstöðum. Má þar
nefna, að hann er formaður stjórnar heildverzlunar
Eggerts Kristjánssonar & Co. og formaður Stjórnunar-
félags fslands. Að öllu þessu er vikið í samtalinu við
Guðmund.
Sérefni: Byggingarmál.
1 blaðinu er að finna viðtöl við aðila um. allt land
um byggingarframkvæmdir einstaklinga, fyrirtækja
og opinberra aðila.
Efnisyfirlit:
í STUTTU MÁLI ............. 7
ORÐSPOR ................... 9
Island
Sölustofnon lagmetis ..... 11
Iðnaðurinn 1972 12
Mjólkursaga að vestan .... 12
Hlaut 150 þús. kr. verðlaun frá
SAS .................... 13
Nýtt orlotsgreiðslukerfi . 13
Iðnaðarbankinn 20 ára .....14
Verðlagið í OECD löndum .... 14
Stöðugt verðlag á fasteigna
markaðinum ............. 15
íslenzk fyrirtæká ’73 komin út . . 15
Útlönd
Erlendir verkamenn í N-Evrópu
óvelkcannir .......... 19
Starfsmannablöð ........ 23
Samtíðarmaður
Guðmundur Einarsson verk-
fræðingur ............ 29
Greinar og viðtöl
Fjármunamyndun og fjármögn-
un í íbúðarhúsnæði á
íslandi ..................... 41
Húsbyggjendur í Stóragerðis-
hverfinu .................... 45
Byggiingaframkvæmdir úti á
landi........................ 50
Hvarvetna nóg að starfa á veg-
um verktaka ................. 55
Maöurinn sem gerði Fiat að
stórveldi ....................63
Upplýsingaskyldan gagn'vart
skattyfirvöldum ............. 69
Styttri vinnutími — auknar
tómstundir .................. 73
Mikill vöxtur sovézka kaup-
skipaflotans ................ 77
Hvernig á að koma upp góðu
starfsliói? ................. 81
Fyrirtæki,
vörur, þjónusta
Málning h.f. Framleiddi 1,2
millj. litra af málingu í
fyrra .................... 85
Magnús Kjaran h.f. Efndi til
gólfefnakynningar ........ 87
Codogler h.f. Akureyri .... 89
Blikksmiðjan Sörli h.f......91
Ný málbönd ................ 91
UM HEIMA OG GEIMA.......... 94
FRÁ RITSTJÓRN ............. 98
FV 6 1973
5
L