Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Síða 11

Frjáls verslun - 01.06.1973, Síða 11
Solustofnun lagmetis: Selur niðursoðna loðnu fyrir 70-80 millj. kr. tii Japans * Ltflutningsverðmæti lagmetis á þessu ári þegar orðið 200 mill]. kr. — Var allt árið í fyrra 230 millj. kr. Horfur eru á umtalsverðri sölu á íslenzku lagmeti á markaði í Japan, Ítalíu, Frakk- landi, Bretlandi og Bandaríkj- unum auk hinna eldri markaða í Sovétríkjunum og Tékkó- slóvakíu. Er það Sölustofnun lagmetis, sem vinnur að öflun markaða fyrir þessa fram- leiðsluvöru. Örn Erlendsson, fram- kvæmdastjóri Sölustofnunar lagmetis, tjáði FV, að fyrsta verk stofnunarinnar, sem tók til starfa í október sl., hefði verið að-- ganga frá viðskipta- samningum við Sovétmenn en þeir sömdu í fyrra um kaup á 60 þús. kössum af gaffalbit- um.Eru allir möguleikar á að. sala gaffalbita til Sovétríkj- anna aukist ef unnið verður skipulega að því að vinna þeim markað. í ár var búið að leggja niður gaffalbita í 31 þús. kassa, þegar hráefniði var uppurið. VÖRUMERKI OG NAFN Sölustofnunin lagði þegar í upphafi mikla áherzlu á að vanda vel til kynningar á sér erlendis og voru tillögur að nafni og vörumerki sendar til 150 aðila innanlands og utan til umsagnar. Stofnunin heitir á ensku Icelandic iWaters Corporation. Barst mikið af umsögnum til baka, en Aug- lýsingastofa Gísla B. Björns- sonar hefur unnið að mótun áferðar hins ytra borðs stofn- unarinnar, ef svo mætti segja. Hefur hún m.a. útbúið sérlega vandað kynningarrit á þremur tungumálum, litprentað, og er það þegar komið í dreifingu víða um heim. Þá hefur líka verið hugað alveg sérstaklega að útliti umbúða og merkinga fyrir framleiðsluvörur þeirra verksmiðja, sem eiga aðild að stofnuninni en þær eru nú 22 talsins víða um land. Örn Erlendsson sagði, að mikil hreyfing væri nú í markaðsmálum fiskafurða. Fyrirspurnir hefðu margar bor- izt til stofnunarinnar og hana hafa heimsótt frá áramótum fulltrúar sjö erlendra fyrir- tækja, sem gagngert voru komnir þeirra erinda að leita eftir samningum um kaup á íslenzku lagmeti. NIÐURSOÐIN LOÐNA TIL JAPANS FYRIR 70-80 M. KR. Árið 1972 nam útflutnings- verðmæti lagmetis um 230 millj. króna. Að sögn Arnar var útflutningsverðmætið fyrir þetta ár þegar komið í 200 millj. króna í júnílok. Eru þaði 8-10 vörutegundir, sem stofn- unin einbeitir sér að markaðs- öflun fyrir um þessar mundir. Nokkurn tíma tekur að átta sig á því, hvernig sölumálun- um verði bezt fyrir komið á hinum erlendu mörkuðum. í Japan hefur til dæmis náðst samband við stærsta inn- og útflytjanda sjávarafurða, sem skilar góðum árangri, en það gerir líka söluaðili stofnunar- innar í Bretlandi, sem er til- tölulega lítið fyrirtæki. Þá er það mikið matsatriði, að sögn Arnar, hvenær gefa á einka- umboð fyrir vöruna og í hvaða tilvikum verzla á við fleiri en eitt fyrirtæki. Japonir hafa nú pantað 3 milljónir dósa af niðursoðinni loðnu á næsta ári, að verð- mæti 70-80 milljónir. Gert er ráð fyrir, að japanskir fagmenn komi hingað til lands og hafi eftirlit með framleiðslunni. Þá verður líka framleitt í sýnis- hornapöntun á niðursoðnum hrognum fyrir Japani en hing- að til hefur aðeins verið hægt að losna við þá vöru í Bretlandi. Verið er að reyna að ná samn- ingum við mjög stórt ítalskt verzlunarfyrirtæki um kaup á 20 þús. kössum af kavíar á þessu ári. Virðast ítalir líka hafa áhuga á að kaupa sjólax. VAXANDI FRAMLEIÐSLA Á NIÐURSOÐINNI ÞORSKLIFUR Miklir möguleikar virðast vera á sölu á niðursoðinni þorsklifur til Frakklands en hún hefur hingað til verið næstum eingöngu seld til Tékkóslóvakíu. í fyrra voru framleiddir 15. þús. kassar af niðursoðinni lifur en Örn tel- ur horfur á að framleiðsla geti komizt í 100 þús. kassa árlega. Er stefnt að því að komast í 30 þús. kassa á næsta ári. í Bandaríkjunum virðast vera möguleikar fyrir aukinni sölu a kippers, rækju og kaví- ar og verið er að kanna mark- aðsmöguleika á Norðurlöndum. Er sölumaður Sölustofnunar lagmetis einmitt staddur þar þessar vikurnar. FV 6 1973 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.