Frjáls verslun - 01.06.1973, Page 18
Það er gagn af því að hafa ÍSLENZK FYRIRTÆKI 1973 við hendina,
vegna þess að ÍSLENZK FYRIRTÆKI ’73 er uppsláttarrit um fyrirtæki, félög
og stofnanir og jafnframt vöru- og viðskiptahandbók. í bókinni er að finna
ítarlegri upplýsingar um þessa aðila en hægt er að fá annars staðar.
Þetta er fjórða útgáfa hennar og sú stærsta, um 800 blaðsíður.
Iielztu kaflar eru umboða- og vöruskrá, fyrirtækjasímaskrá, vörumerkjaskrá,
fyrirtæki, félög og stofnanir og opinber stjórnsýsla. í bókinni er að finna helztu
upplýsingar um starfsemi, svo sem stofnár, heimilisfang, síma, símnefni, telex,
söluskattsnúmer, nafnnúmer, stjórnendur og starfsmenn, umboð, vörur, þjón-
ustu o. fl.
Þetta eru sem sagt þær upplýsingar, sem skort hefur á einum aðgengilegum
stað. Nú eru þær fáanlegar í bókinni ÍSLENZK FYRIRTÆKI ’73.
Pantanir eru afgreiddar samdægurs hjá útgefanda í símum 82300 og 82302.
Verð bókarinnar með söluskatti er kr. 1000.
FRJÁLST FRAMTAK HF. Laugavegi 178.
18
FV 6 1973