Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Qupperneq 20

Frjáls verslun - 01.06.1973, Qupperneq 20
Séu íbúar samveldisland- anna frátaldir, eru útlendir verkamenn í Bretlandi aðal- lega komnir frá Ítalíu, Spáni, Portúgal, Júgóslavíu, Tyrk- landi og Grikklandi. Flestir flytjast norður eftir af eigin hvötum fremur en að um skipulagaðar tilraunir vinnu- veitenda til ráða fólk í vinnu sé um að ræða. Venjulegast er fjölskvidan skilin eftir heima og stór hluti launanna sendur heim til hennar. Almennt séð ganga útlendu verkamennirnir inn í störf, sem heimafólk lítur ekki við skítverk eða þjónustugreinar, sem innfæddir telja sér ekki samboðnar. Að meðaltali dveljast útlendingarnir tvö ár erlendis nema hvað útlendir verkamenn hafa staldrað leng- ur við í Vestur-Þýzkalandi. EFASEMDIR VAKNA í Frakklandi hafa menn nú vaknað upp við þann vcmda draum, að auðmyndun þjóð- arinnar byggist að verulegu leyti á framlagi erlendra verkamanna til iðnaðarfram- leiðslunnar. „Ef erlendu verkamennirnir flyttu allt í einu heim aftur“, segir franskt viðskiptarit, „myndi framleiðsla á frönsk- um bifreiðum að langmestum hluta leggjast niður og sorp myndi rotna á götum úti. Það væri engin sykur- eða vín- framleiðsla í landinu, ávaxta- ræktin óveruleg. Franskir bændur treysta á vinnukraft 120.000 lausráðinna verka- manna, sem koma langan veg til að taka þátt í uppskeruvinn- unni.“ VAXANDI KRÖFUR Nýafstaðin verkföll og mót- mælaaðgerðir í Frakklandi hafa beint athygli umheimsins að kjörum útlendu verkamann- anna, sem búa í skuggahverf- unum. Nýlega efndu 700 út- lendingar til vinnustöðvunar í bílavorksmiðjun Renault og kröfðust sama kaups og aðrir starfsmenn þar fyrir sömu vinnu. Smærri hópar útlendra verkamanna í Frakklandi hafa farið í hungurverfall til að mótmæla opinberum aðgerð- um, er stefnt hafa í þá átt að hindra aðstreymi erlendra verkamanna hópum saman. Frönsk verkalýðssamtök virð- ast lítið sinna hagsmunamál- um útlendinganna og eru stað- armenn sagðir frekast óttast, að aðkomumennirnir reynist þeim skeinuhættir í samkeppn- inni um þau störf, sem í boði eru. Þó að lítið sé um það talað opinberlega, er það almennt viðurkennt, að kynþáttamis- rétti komi berlega fram í sam- skiptum Frakka við útlending- ana einkanlega verkamenn frá Arabalöndum. Hafa stjórn- völd reynt að draga sem mest þau máttu úr innflutningi Arabanna til Frakklands af þessum sökum. í Vestur-Þýzkalandi hafa engin áberandi vandkvæði orðið í samskiptum kyn- stofnanna, og þó að um fjöl- menna hópa hafi verið að ræða hefur Þjóðverjum tekizt að koma erlendu verkamönn- unum nokkuð haganlega fyrir, ýmist með einangrun eða við- leitni til að láta þá samlagast fjöldanum. f Svíþjóð hafa mörg alvar- leg vandamál komið í ljós í sambandi við innflutning verkamanna erlendis frá, sér- staklega að því er snertir Júgóslava og Finna, þó að menn myndu nú ætla, að hin- ir síðarnefndu væru velkomnir gestir á sænskri grund. Svo er þó engan veginn og í Gauta- borg t.d. hafa staðaryfirvöld miklar áhyggjur af því, hvern- ig fara skuli með málefni þess- ara „gesta“, sem af sænskum almenningi eru látnir finna fyrir því áþreifanlega, að þeir eru ckkert sérlega velkomnir í hið sænska velferðarríki. SAMA KAUP í V-Þýzkalandi má segja, að útlendingarnir falli í fjöldann fyrst og fremst í launalegu til- liti. Þeir fá sömu laun og þýzkir verkamenn fyrir sömu vinnu og samningar verkalýðs- félaga ná til þeirra, hvort sem þeir eru fullgildir félagsmenn eða okki. Tungumálaerfiðleik- ar segja þó til sín og útlend- ingarnir eiga litla möguleika á að hljóta stöðuhækkanir með skjótum hætti. Einangrun þessa fólks segir til sín utan vinnutíma. Margt af því býr í nokkurs konar bröggum. Þeir, sem taka hús- næði á leigu á hinum frjálsa markaði, lenda yfirleitt í ein- hverjum kytrum. sem leigðar eru á uppsprengdu verði. Flestir komu án fjölskyldna, og þeir hafa verið í V-Þýzka- landi í 10 ár eða meira. Þess vegna er ekki hægt að tala um „byr junarörðugleika“ í sam- bandi við þá. Bonn-stjórnin hefur til athugunar að breyta lögum, þannig að auðveldara verði íyrir þessa menn að fá ríkisborgararétt en til þess þarf nú 10 ára búsetu í land- inu. Farið er að spyrna við inn- flutningi vinnuafls til V-Þýzka- lands. 1 þessu efni hafa að- gerðir stjórna Grikklands og Júgóslavíu komið að nokkru gagni, því að þær reyna nú að koma í veg fyrir jafnstór- felldan útflutning vinnuafls og verið hefur undanfarin ár. Hi.nn nýi efnahagsmálaráð- herra V-Þýzkalands, Hans Friedrichs, hefur mælt fyrir þeirri hugmynd, að stuðlað skuli að ,,sístreymi“ í aðflutn- ingi vinnuafls, þannig að út- lendir verkamenn dveljist að- eins til skamms tíma í Þýzka- landi og aðrir komi til að leysa þá af hólmi, þegar þörf krefur. Þeirri skoðun vex fylgi í V- Þýzkalandi. að mannaráðning- um Suður- og Suðaustur- Evrópu skuli mjög í hóf stillt ef ekki hætt. FJÁRFESTING ERLENDIS Sumir hagfræðingar benda á, að það væri miklu hag- kvæmara fyrir þýzk fram- leiðslufyrirtæki að stofna til f járfestingar í löndum, sem hafa yfir meira en nógum mannafla að ráða, í stað þess að flytja verkamennina til Þýzkalands. í Sviss fóru nýlega fram mótmælaaðgerðir, þar sem lát- in var í ljós óbeit á útlending- um. Þar í landi hefur að- streymi erlends vinnuafls ver- ið mikið upp á síðkastið. Fólk í þýzkumælandi löndum er einkar ókátt yfir hinum mikla fjölda verkamanna frá Suður- Evrópu, sem hefur alizt upp við ólíka menningararfleifð og frábrugðnar lífsvenjur. Sam- kvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Bern eru ítalir 52% allra útlendinga, sem búsetu hafa í Sviss, Spánverjar eru 11%, Þjóðverjar eru líka 11% og 5% eru Frakkar. Svo til allur svissneski bygg- ingariðnaðurinn er rekinn með erlendum vinnukrafti. Við ferðamennsku starfar líka mjög áberandi fjöldi útlend- inga. Stjórnvöld hafa reynt að hamla gegn innflutningi þess- ara ,,gesta“ vegna þess að al- menmngsálitið hefur snúizt gegn þeim. Nýleg könnun leiddi í ljós, að 10% af stöðum 20 FV 6 1973
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.