Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Page 21

Frjáls verslun - 01.06.1973, Page 21
í svissneskum iðnaði eru lausar. Það er ekkert atvinnu- leysi. Þess vegna hefur kaup- gjaldsþróunin verið mjög ör upp á við og verðbólga magn- azt gifurlega. KYNÞÁTTAHATUR Það er í Bretlandi sem við- brögð heimamannanna við er- lendu vinnuafli hafa verið hvað óvægnust, þar hefur litarhátt- ur útlendinganna valdið mest- um úlfaþyt. Fyrir áratug var stöðugur og ótakmarkaður innflutningur fólks til Bret- lands írá hinum nýju samveld- islöndum eins og Indlandi. Nú hefur hann verið stöðvaður mað í farströngum reglum. Inn- flytjendalöggjöfin í Bretlandi er með því strangasta, sem þekkist á því sviði í allri V- Evrópu. Aðeins nokkrum þús- undum verkamanna af öðrum litarhætti en hinum hvíta er hleypt inn í Brefland árlega. Til samanburðar má nefna, að þegar innflutningur var mestur, árið 1961, var þessi tala 136:000. í óðrum löndum hafa útlend- ingar fengið atvinnuleyfi í takmarkaðan tíma. En hjá Bretum hafa flestir útlendu verkamennirnir sem þegnar brezka samveldisins, heimild til að setjast að í landinu og koma með fjölskyldurnar með sér. Þessu hafa svo fylgt al- varleg sambúðarvandamál og ríkisstjórnin hefur ákveðið að setja hömlur á innflutning lit- aðs t'ólks til landsins. Talið er, að verkamenn af öðrum kyn- þáttum en hinum hvíta og fjölskyldur þeirra séu nú sam- anlagt 1,5 millj. til 2 millj. einstaklinga í Bretlandi, og hefur þetta fólk aðallega sezt að í 6 stórum iðnaðarborgum. „HVÍTI STOFNINN“ í UPPNÁMI Þessi gjörbreyting á stefnu brezkra yfirvalda á rætur sínar að rekja til viðbragða hvítra manna þar í landi. Þeg- ar þessum innflytjendum, sem eru öðruvísi á litinn en heima- fólk, iók að fjölga fór afstaða hinna síðarnefndu í kynþátta- málum að segja alvarlega til sín. Bera tók á kynþáttamis- munun í húsnæðismálum og á vinnumarkaðinum og kynþátta- hatrið einkenndi öll samskipti fólks á ölstofum, á veitinga- stöðum og hótelum. Verkalýðssamtökin, sem að meirihluta til eru að sjálf- sögðu skipuð hvítum mönnum, hafa oft komið í veg fyrir, að „litaöir“ verkamenn nytu sömu kjara og hinir. í einu tilfelli hótuðu hvítir starfs- menn í stálverksmiðju verk- falli. ef Pakistani yrði hækk- aður í stöðu eins og til stóð. Himr lituðu ætla að hefna harma sinna og gera háværar kröfur um jafnrétti á við hina hvítu. Eitt áhrifaríkasta dæm- ið um þetta er verkfall ind- verskra kvenna, sem starfa t nærfataverksmiðju í Lough- borough. Konurnar fóru í 12 vikna verkfall til að mótmæla kynþáttamisrétti á vinnustað sínum og höfðu sitt fram. Hollenzka ríkisstjórnin er nú að undirbúa aðgerðir til að hafa hemil á innflutningi verkafólks. Takmarkið er að erlent vinnuafl vaxi ekki um- fram það sem þegar er orðið. Andst.aða gegn erlendu verka- fólki er vaxandi í landinu og ríkisstjórnin hefur verið sökuð um aðgerðarleysi í þessum málum, þar eð um 120.000 Hollendingar eru atvinnulaus- ir. HVAÐ GERIST í FRAMTÍÐINNI? Hagfræðingar spá því, að talsverður vinnuaflsskortur verði um langt árabil í löndum Norðvestur-Evrópu en offram- boð verði á verkafólki í lönd- unum við Miðjarðarhaf. Luisa Danieli, sérfræðingur Efna- hagsTnálanefndar Evrópu í Genf, telur, að hinar efna- hagslegu forsendur vinnuafls- flutnings síðustu ára muni verða í fullu gildi út þennan áratug. Ef stöðva á inn- flutmng vinnuafls af stjórn- málalegum ástæðum telur hann að framleiðendurnir, sem skortir vinnukraft, muni skapa atvinnutækifærin þar sem framboð er á fólki — í Miðj arðarhaf slöndunum. Aukin iftnvæfting ■ Evrúpu krefst innfluttra verkamanna Þeim fer ört fjölgandi, sem vilja takmarka innflutning erlends vinnuafls til Vestur-Evrópu. Vinnuaflsskortur hjá helztu iðnaðarþjóðum V-Evrópu hefur leitt til aukins aðflutnings verkafólks frá Miðjarðarhafslöndum og Afríku. Þetta fólk hefur fundið vinnu sem hér segir: Fjöldi erlendra verkamanna Hluti af heildar- vinnuafli V-Þýzkaland 2,4 milljónir 10 % Frakkland 2,0 milljónir 9 % Bretland 800.000 3 % Sviss 700.000 20 % Belgía 220.000 6 % Svíþjóð 220.000 6 % Austurríki 210.000 6 % Holland 150.000 3 % FV 6 1973 21

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.