Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Qupperneq 31

Frjáls verslun - 01.06.1973, Qupperneq 31
„Meginmarkmiðið með kennslunni vestan liafs var að gera menn hæfa til að byrja að vinna fyrir sér strax.“ í byggingamálum og viðhorf hans til þeirra. — Af hverju valdir þú að fara til Bandaríkjanna til náms og hvern mun telur þú helzt vera á menntun verkfræðinga þar og í Evrópulöndum, þar sem flestir okkar menn á þessu sviði hafa stundað nám? — Þegar ég lauk stúdents- prófi fékk ég fjögurra ára styrk til náms frá Stevens Institute of Technology í Hobeken, New Jersey. Þetta var rétt í lok stríðsins og bekkjarfélagar mínir, sem fóru utan til náms, héldu svo til allir í hina áttina. það er að segja til Evrópu og einkanlega Danmerkur. í bandariska skólanum lagði ég megináherzlu á vélaverk- fræði en tók byggingaverk- fræði sem valgrein. Það var áberandi, að skólinn lagði mik- ið upp úr rannsóknum og stjórnunarmálum. Hann hafði látið gera athugun á starfsferli þeirra nemenda, er útskrif- azt höfðu undanfarandi 30 ár og kom þá í ljós, að 86% þeirra voru í ábyrgðarstöðum, þrátt fyrir kreppuna, sem ríkti hluta af þessu tímabili. Ef ég ætti að velja í dag, myndi ég ekki finna þann stað til náms er hæfði áhugamálum mínum betur. Eðli námsefnis var nátengdara samhæfum verkefnum á viðkomandi starfssviði en ég hygg að verið hafi í Evrópu, á þeim tíma. Meginmarkmiðið var að gera menn hæfa til að byrja að vinna fyrir sér strax. í öllu náminu var lögð ræki- leg áherzla á ástundun og þar var hið akademíska frelsi e.kki við iýði. Námið var vinna og menn áttu að skila ákveðnum verkefnum daglega og í hverri viku voru próf. Við þetta skapaðizt mikið aðhald og nemendur fengu óspart að heyra umvandanir, ef ástæða þótti til, svo að þeir gætu tek- ið sig strax á. Ymsar kennsluaðferðir, sem tíðkuðust vestan hafs fyrir 30 árum hafa síðan verið teknar upp i Danmörku og Evrópu- löndum almennt á síðari árum. — En er það svo, að verk- fræðikenningar, sem kenndar eru erlcndis eigi fullkomlega við hér heima, eins og til dæm- is við gerð steánsteyptra vega eða húsa? — I námi mínu naut ég mikillar stjórnunarfræðslu, sem hægt var að yfirfæra við ólík skilyrði. Aðferðafræði er líka ríkur þáttur í verkfræði- náminu, — sem sé, að sama þekking sé nothæf við breyti- legar aðstæður. Ef litið er hins vegar á notkun innlendra hráefna tekst ekki rétt notkun þeirra nema að undangenginni umfangs- mikilli rannsóknarstarfsemi. Nýjar aðstæður skapast, og finna verður ráð við þeim. í því efni getum við sérstaklega bent á nagladekkin. Fyrstu tvó árin eftir að nýi Keflavíkur- vegufinn var gerður haggaðist ekki efsta yfirborð hans. Hann dugði fyrir gúmmídekk en verulegt slit hefur komið fram á honum vegna nagladekkj- anna. Þannig hafa skapazt nýj- ar aðstæður, sem fyrri niður- stöður duga ekki við. Erlendis er ekki búið að finna leiðir til að auka styrkleika vega, svo þeir þoli nagladekkin. Plast- efni verða of hál og með þeim gætu risið ný vandamál. Ef litið er á málið í heild má segja, að afar breytileg veðrátta hérlendis sé sérstakt vandamál, sem verkfræðingar þurfa að glíma við. — Hvað tók svo við að lokinu vestan hafs? — Þá fór ég að vinna hjá bandarískum fyrirtækjum og hélt því áfram í 3 ár, var t.d. eini útlendingurinn sem vann við framkvæmdir vegna bygg- ingar húss Sameinuðu þjóð- anna í New York. Sömuleiðis vann ég við byggingu aðal- miðstöðvar langferðabíla í New York. Það var mjög fróðlegt aðvera við byggingu S.Þ.-hússins enda þar unnið að lausn flókinna tæknilegra vandamála. Yfir- maður framkvæmdarinnar var af írskum ættum og hafði áður byggt Empire State-bygging- una og skýjakljúfa Rockefellers og Chryslers. í framkvæmdinni fyrir Sam- einuðu þjóðirnar var beitt nýjum aðferðum og þar risu tvær hæðir á viku. Allt hugar- far manna beindist að lausn mála, sem virtust óleysanleg, og var þetta allt afar áhuga- vekjandi. Þegar þessum verkefnum var lokið barst mér tilboð um 5 ára samning frá fyrii'tæki í Louisville, Kentucky. Félagar mínir sögðu, að þar væri ó- þolandi hiti og latti það mig til fararinnar. Um sama leyti var Gústaf E. Pálsson, verkfræð- ingur, í New York að semja um framkvæmdir fyrir varnar- liðið og barst mér bréf frá honum nokkru síðar, þar sem hann bauð mér vinnu hjá Sam- einuðum verktökum. Þá hafði ég fengið pappíra upp á að gerast bandarískur ríkisborg- ari en á fimm dögum rifum við hjónin okkur upp og héld- um heim aftur. Að vísu voru :n FV 6 1973
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.