Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Side 34

Frjáls verslun - 01.06.1973, Side 34
Ný reglugerð um greiðslur orlofsfjár gildir frá 1. maí 1973. Launagreiðandi á nú að greiða 81/3% af launum á næstu póststöð innan 3ja virkra daga frá því að hann borgar laun. Um leið hætta allar greiðslur á orlofs- fé með orlofsmerkjum. Greiðslunni skal fylgja skilagrein á sérstöku eyðublaði eða afrit launaseðils, sem Póstur og sími gefur út. Gætið þess sérstaklega að nafnnúmer séu rétt. Um leið og laun eru greidd, á launþegi að fá launaseðil sem sýnir upphæð launa og orlofsfjár. Launþegar fá reikningsyfiriit á 3ja mánaða fresti frá Pósti og síma. Það sýnir hve mikið orlofsfé hefur verið móttekið þeirra vegna. Geyma þarf launaseðlana til að geta séð hvort rétt upphæð héfur verið greidd inn á orlofsreikninginn. Við lok orlofsárs fær laun- þegi senda ávísun á orlofsfé sitt. Eyðublöð fást á póststöðvum og eru þar veittar nánari upplýsingar. PÓSTUR OG SÍMI Póstgíróstofan

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.