Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Qupperneq 36

Frjáls verslun - 01.06.1973, Qupperneq 36
tilraunir til að koma af stað umfangsmiklum bygginga- framkvæmdum í dreifbýlinu en þær ekki gengið, af því að ekki var hægt að beita hag- kvæmum aðferðum. í dreifbýl- inu gilda allt önnur lögmál en í þéttbýli. Ef fjögur sveitar- félög gætu til dæmis sam- einazt um raðsmíði yrði það ef til vill hagkvæmt en til þess skortir skipulegt átak og áhuga. — En hvað um gagnrýnina á frágang íbúðanna í Breið- holti? — Við framkvæmdum það, sem ákveðið var að smíða. Ekki tókst að sníða af alla van- kanta strax í þyrjun og átti það séistaklega við um efnis- valið. En kostirnir við þessar fram- kvæmdir voru svo augljósir. Nýting á innlendum hráefnum var mjög góð, bylting varð í byggingaraðferðum með notk- un stáimóta, og er Breiðholt eini aðilinn á íslandi, sem þau notar. Með aukinni vélvæðingu tókst að fækka manntímum. Byggingarhraðinn var hinn mesti, sem um getur hér á landi enda fullgerðum við fyrstu 312 íbúðirnar á 17 mánuðum. — Telur þú, að framkvæmd- ir á horð við Breiðholtsbygg- ingarnar séu heppilegar frá félagslegu sjónarmiði? — Þarna er vissulega verið að leysa brýnt húsnæðisvanda- mál. En svo má spyrja hvort eðlilegt sé að velja úr 1250 fjölskyldur aðeins úr verka- lýðsfélögunum og safna þeim svona saman á einn stað. Vandamálin koma t.d. fram í skólunum. Nú hefur úthlutun- arreglum verið breytt og vona ég að þær stuðli þá að því að betra félagslegt jafnvægi skapist þar. Löng lán, sem í boði eru gera það að verkum, að 10 umsóknir berast um hverja íbúð. Útborgun er sáralítil og verðbólgan segir til sín, þannig að kjörin eru afarhagstæð. En að minu áliti verða húsnæðis- vandamál ekki leyst nema með því að verðtryggja lán. Verð- tryggingin ætti að byggjast á meðaltali af kaupgjaldsvísi- tölu, vísitölu byggingarkostn- aðar og framfærsluvísitölu. Löng lán eru ágæt en þegar menn koma inn af götunni í nýtt íullbúið húsnæði verða þeir að vera sér meðvitandi um „Ríkið þarf að koma til samstarfs við undirbúning fræðslustarfsemi" — segii Guðmundur Einarsson, formaður Stjórnunar- félag&ins. Stjórnunarfélag íslands er nú 12 ára gamalt og eru að- ilar að því um 100 fyrirtæki og 200 einstaklingar. Guð- rnundur Einarsson tók ný- lega við formennsku í félag- inu af Jakobi Gíslasyni, orkumálastjóra. Starf Stjórnunarfélagsins byggist fyrst og fremst á fræðslustarfsemi með nám- skeiðum, ráðstefnuhaldi, þar sem stofnað er til skoðana- skipta, og útgáfu- og upp- lýsingaþjónustu. Fengnir hafa verið erlendir fyrirles- arar og hefur tekizt náið samstarf við stjórnunarfélög í öðrum löndum. Um þessar mundir er ver- ið að kanna möguleika á nánara samstarfi Iðnaðar- ráðuneytisins og Stjórnunar- félagsins, en það mun reyn- ast félaginu mjög erfitt að halda uppi fræðslustarfi sínu á sama tíma og ríkið efnir til niðurgreiddra námskeiða. Telja forráðamenn Stjórn- unarfélagsins nauðsynlegt að samræma störf þessara að- ila t. d. með því að ráðu- neytið greiði vissan kostnað við undirbúning námskeiða, svo sem með því að fá menn til ritstarfa og þýðinga og leggja þannig til undirstöðu- efni, sem alþjóð hefði not af. Guðmundur taldi gildi námskeiða Stjórnunarfélags- ins mjög mikið. Nefndi hann sem dæmi, að er hann starf- aði hjá Breiðholti h.f. hefðu 5 af beztu starfskröftum þess farið á námskeið í kostnaðarathugunum, sem stóð í þrjá daga. Strax að loknum fyrsta degi komu fram hugmyndir um end- urskoðun á vikugamalli ákvörðun um nýtingu ákveð- ins húsnæðis hjá fyrirtæk- inu. Með breytingum, sem gerðar voru á nýtingunm, sparaðist þrisvar sinnum kaup mannanna meðan þeir sátu námskeiðið og nám- skeiðsgjöld þeirra að auki. Stjórnunarfélagið gerir nú tilraunir til að koma á fót samstarfshópum fyrirtækja. Er ætlunin að gefa starfs- mönnum fyrirtækja þannig tækifæri til heimsókna í önnur og fræðast af þeim. í þessu sambandi sagðist Guð- mundur líta svo á, að leyna- armálasjónarmið í sambandi við fyrirtækjarekstur væru leifar frá þeim tíma, þegar menn þóttust vera að plata skattinn, en viðskiptastjórn- un væri nú orðin svo flók- inn málaflokkur að menn hefðu ekki efni á að vera i neinum feluleik. Við inntum Guðmund eft- ir því, hvernig innlendir að- ilar í viðskiptalífinu væru í samanburði við erlenda starfsbræður með tilliti til hæfni og árangurs í starfi. Sagði Guðmundur það upp og ofan eins og í ljós kæmi á námskeiðum Stjórnunar- félagsins. Nefndi hann sér- staklega sem dæmi, að er- lendur fyrirlesari hefði hald- ið námskeið með 30 sölu- mönnum frá íslenzkum fyr- irtækjum. Eftir að hann hafði spurt þá, hvað þeir störfuðu og hvernig, lýsti hann því yfir, að ekki væri einn einasti sölumaður í hópnum heldur tækju þess- ir menn bara við pöntunum. Guðmundur sagði, að hæfnispróf væru mjög þörf í fyrirtækjarekstri til þess að hægt væri að vita fyrir- fram, hvernig nýr starfsmað- ur leysti verkefni sín af hendi. Tilgangurinn væri að sjá, hvert hæfileikarnir beindust og hvort þeir væru rétt nýttir. , „Mörgum er betur lagið að vinna með höndunum en heilanum, og því betra að þeir lendi á réttum stað í starfsstiganum,“ sagði Guð- mundur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.