Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Side 39

Frjáls verslun - 01.06.1973, Side 39
J fbúðarhús úr steinsteypu, sem blásið er upp á nokkrum klukku- tímum. Grunnflötur er 176 m“. ítalir hafa reynt þessa byggingar- að'ferð um árabil og Guðmundur Einarsson telur að liún kynni að henta hér einkum við byggingar fyrir Viðlagasjóð. kvöð um að verktaki kaupi tryggingu fyrir því, að hann fái verkið fullgert. Trygging- arfélag metur þá hæfni og fjárhagslegt bolmagn verktak- ans, sem kaupir tryggingu fyrir l%-4% af tryggingar upphæðinni. Þetta hefur verið gert hér á landi að kröfu Alþjóðabank- ans vegna framkvæmda við Suðurlandsveg og Vesturlands- veg og þá var tekinn maður úr íslenzka bankakerfinu til að gera úttekt á verktökum. Annað atriði, sem ég vil nefna er það, að komi verk- taki með sparnaðartillögur um verkefni í Bandaríkjunum er það venjan að hann fái helm- ing af sparnaði í sinn hlut. Þetta er kallað „value engine- ering“ og er full þörf á því hér. — Nú ert þú framkvæmda- stjóri Aðalbrautar h.f. Hver eru helztu verkefni þess fyr- irtækis núna? — Aðalbraut sem nú er orð- in hlutafélag var áður rekin sem sameignarfélag í fjögur ár. Félagið var myndað við sameiningu sex verktaka vegna framkvæmda við Vesturlands- veg og eiga tveir þeirra aðild að hlutafélaginu. Á þessu ári er unnið að hita- veituframkvæmdum á Kópa- vogshæð, gerð dælustöðvar á Reytrjum og aðveitustöðvar fyrir Rafmagnsveitu Reykja- víkur við Lækjarteig. Enn- fremur framkvæmdir við iþróttamannvirkin í Laugardal. Þá áttum við lægsta tilboð í grunn fyrir nýja Seðlabanka- húsið og eru þær framkvæmdir nú að hefjast. Öll þessi verk verða unnin á yfirstandandi ári en núna eru um 60 menn í starfi hjá fyrirtækinu. Það hefur aflað sér tækjabúnaðar til þess að leysa jarðvinnuverkefni sem hluta af byggingaframkvæmd- um. En jafnframt þessu könnum við nýjar byggingaraðferðir. Fyrir nokkru var ég t. d. á Ítalíu að skoða einbýlishús, sem íeist eru hálfkúlulaga úr steinsteypu, Réttar sagt eru þau blásin upp. Aðferðin er sú, að steypt er yfir plastbelg, sem blásinn er upp, og um leið færast steypustyrktarjárn- in til i spírölum. Húsið er steypt á þremur klukkutímum og er steypan þjöppuð með rúllum. Þarna sá ég hús af þessari gerð, 176 fermetra og 15 metra í þvermál, en loft- hæðin var 5 metrar í miðjunni. Fyrir gluggum og dyrum hafði verið sagað með steypusög. í svona hús fara 11 rúm- metrar af steypu en undir því er grunnur, sem ekki þarf að vera jafnsterkur og í hinum venjulegu íbúðarhúsum hjá okkur. — Er það ætlun ykkar hjá Aðalbraut að byrja að byggja með þessari aðferð? — Þessi aðferð krefst veru- legrar fjárfestingar í tækjum. En með henni næst mikill hraði og nýting á innlendum hráefn- um. Þessi hús verða líka var- anleg. Á einum mánuði má fullgera slikt íbúðarhúsnæði. Húsagerðin hefur verið í 10 ár í þróun og hafa verið reist 500 slík. Það er ekkert laun- ungarmál, að við lítum á þetta sem bugsanlega lausn á bygg- ingavandamálum Viðlagasjóðs vegna Vestmannaeyinga, enda verði þá byggt úr innlendum hráefnum af íslendingum sagði Guðmundur Einarsson að lok- um. FV 6 1973 39

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.