Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Side 43

Frjáls verslun - 01.06.1973, Side 43
arvísitölu algerlega, taka þarf tillit til afskrifta, hvenær keypt er og selt, lóðarverðs o.fl. Hækkun byggingarvísitölu nemur að jafnaði um 12% milli 1960 og 1970, en hækkun neyzluvöruvísitölu nemur um 11,5% (Þessar tölur eru ársmeðaltöl. Hækkunin yrði 1-2% meiri, að öðrum kosti.) Sá, sem fengið hefur mest- an hluta kaupverðs að láni með 8% vöxtum (eða byggt sjálfur með þeim hætti), hef- ur því borgað neikvæða raun- vexti, sem nema 4%, ef ekki er tekið tillit til skattafrá- dráttar. Sennilega hefur hann fengið borgað um 7 % með láninu, ef reiknað er með 40% jaðarskatti. Sömuleiðis fæst, að miðað við að hafa lagt inn á sparisjóðsbók með 7% vöxt- um, stendur sá, sem fjárfestir í íbúðarhúsnæði ólíkt betur að vígi. Sparifé heldur engan veginn raungildi sínu með 7% vöxtum við þann verðbólgu vöxt, sem verið hefur. ER DÝRARA AÐ BYGGJA EN ÁÐUR? Vissulega hafa vísitölur byggingarkostnaður og fast- eignasöluverðs hækkað hraust- lega, en atvinnutekjur hafa hækkað enn meira eða um, næstum 14,5% að jafnaði milli 1960 og 1970. Miðað við kaup er því ódýrara að byggja í dag en áður. En á móti kemur, að verðbólgan gerir þeim, sem eftir eiga að ráðast í bygg- ingu eða fasteignkaup erfittt fyrir. Þetta starfar af því, að aðgangur að lánsfjármagni verður tiltölulega ekki eins greiður, þegar kostnaður hækk- ar, sem auðvitað endurspeglar umframeftirspurn eftir fjár- magni. Einnig er til þess að líta, að sá, sem ætlar að spara upp í útborgun, verður alltaf á eftir hækkunum, því að verð- lagið fer upp í lyftu, á meðan hann staulast upp stigann. HVERT STEFNIR? Árið 1961 voru fullgerðar um það bil 1000 íbúðir á öllu landinu, 1900 íbúðir ár- ið 1967, 1266 árið 1969, um 1500 árið 1971 og um 1600 árið 1972. Ekki er ólíklegt, að hlutfall einstaklinga, sem búa í eigin íbúð, muni vaxa. Sé auk þess gert ráð fyrir, að öll hjón og sambýlingar. sem stofna til heimilis fái íbúð við sitt hæfi, eykst byggingar- þörfin enn frekar. Einnig þarf að fyila í skarð, sem mynd- aðist 1968-1969. Að öllu samandregnu er lík- legt, að framkvæmdir þurfi að aukast örar en um 4,9% (á föstu verðlagi). Að síðustu má geta þess, að frá feb. 1971 tii feb. 1972 hækkaði vísitala byggingar kostnaðar um 17,4%. Verð á almennum fasteignamarkaði í Reykjavík mun sennilega tvö- faldast á þessu ári frá því sem gilti um áramótin 1969/ 70. Tvöföldun á 3, 4-5 árum jafngildir 20-22% vöxtum á ári að jafnaði að nafninu til. Hjólið snýst því áfram á fullri ferð. Vísitölur verðlags og tekna. Visitölur, ársmeðaltöl Framfœrslu- Neyzluvöru- Byggingar- Atvinnu- 1960 = 100,0 kostnaður') verðlag1 2) kostnaður3 4 5 6) Timakaup* ) tekjurs) 1960 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 1961 105,1 111, Þ 113,5 107,0 108,2 1962 116,6 124,2 125,2 121,7 131,2 1963 132,0 139,9 134,9 139,9 158,2 1964 157,4 167,1 154,7 172,5 204,8 1965 168,5 179,5 180,5 199,3 252,7 1966 186,4 202,3 207,4 238,6 310,9 1967 193,3 210,5 213,2 250,9 293,7 1968 218,4 239,6 238,2 266,5 301,9 1969 265,8 297,3 292,9 303,1 351,4 1970 300,8 339,8 : 343,3 374,7 437,5 1971 321,2 364,3 385.0 427,9 542,1 1) Meðalársvísitalan er rciknuð: -f- 1/2 janúarvísitala sama árs + 1/2 januarvísitala næsta árs. 2) A-liður vísitölu framfærslukostnaðar. Meðalársvísitalan er reiknuð + + 1/2 janúar, sbr. 1. lið. 3) Reiknuð þrisvar á ári, cn her fyllt upp í mcð áætlun milli vísitölumánaða. 4) Samvegið tímakaup vcrkafólks og iðnaðarmanna. Tekið cr tillit til taxtahækkunar, verðlagsuppbóta, stytt- ingar vinnutíma, brcytinga á orlofi, cn reiknað með fastri samsetningu vinnutíma milli dagvinnu, eftirvinnu og næturvinnu. 5) Atvinnutekjur kvæntra verka-, sjói og iðnaðarmanna skv. skattframtölum. Atvinnutekjur annarra fjöl- skyldumeðlima ekki taldar með. 6) Tölur í sviga eru áætlaðar. FV 6 1973 43

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.