Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Qupperneq 64

Frjáls verslun - 01.06.1973, Qupperneq 64
Aðalstöðvar Fiat í Torino á Ítalíu, en alls starfa hjá verksmiðj- unni 92000 manns. faldur tilgangur í mínum eigin auguin.“ MIKILL ÁRANGUR A ERLENDUM MARKAÐI Meðal stærstu sigra Agnellis er hinn mikli árangur Fiat- verksmiðjanna á erlendum markaði og þar má meðal annars minna á samninginn við Sovétmenn árið 1966, um að byggja Fiat-verksmiðju í Togliattigrad, til framleiðslu á Fiat-124. Samningurinn nam alls 8P0 milljónum dollara. Þá má geta um samskonar samn- ing við Pólverja, sem var undirritaður í október árið 1971, og er þegar byrjað að framleiða Fiat-bíla þar í landi. Það þótti heimsfrétt, þegar Agnelli tókst að semja um kaup á 49% hlutafjárs frönsku Citroen-verksmiðjanna fyrir Fiat. Þessi kaup fóru fram árið 1970, tveimur árum eftir að Charies De Gaulle kom í veg fyrir sams konar kaupsamn- ing milli erlends og fransks fyrirtækis, til þess að „tryggja sjálfstæði mjög mikilvægs fransks fyrirtækis.“ óAnægður með sam- VINNUNA VIÐ CITROEN-VERKSMIÐJUNA Agnelli var ómyrkur í máli um samvinnu Fiat og Citroen á blaðamannafundi, sem hann boðaði til 31. okt. 1972, í Torino. Hann sagði, að Fiat- verksmiðjurnar hefðu hug á að hætta samstaríinu, sem var að mestu fjármálalegs eðlis. Engu að síður undirstrikaði hann þá skoðun sína, að al- þjóðleg samvinna bílafram- leiðenda væri mjög nauðsyn- leg, ef framleiðsluaukning ætti að halda áfram. EIN AF „FÍNUSTU“ FJÖLSKYLDUM ÍTALÍU Gianni Agnelli er fæddur 12. marz árið 1921 í Torino, 22 árum eftir að afi hans, sem einnig hét Giovanni, hætti her- þjónustu og stofnsetti Fiat- fyrirtækið. Fjölskyldan var þá orðin ein auðugasta fjölskylda landsins og Gianni fékk alla þá beztu menntun og sambönd við yfirstéttafólk, sem hægt var að kaupa fyrir peninga. Hann er annar í röð sjö systkina, en börnin voru 3 drengir og 4 stúlkur. Ensk fóstra gætti þeirra og enskir einkakennarar voru ráðnir, til þess að kenna þeim og oft var enska málið, sem börnin töl- uðu sín á milli. Enskukunnátta Gianni þykir enn í dag frábær. Faðir Giannis, sem var yfir- maður kúluleguframleiðslu Fiat, fórst í flugslysi árið 1935. Móðir hans, Virginia Burbon del Monte di Faustino. prins- essa, fiutti þá með börnin til afans, Giovanni. NEITAÐI RAÐLEGGINGUM AFA SÍNS UM MENNTUN Gianni lauk stúdentsmennt- un í Torino, en neitaði þá að verða við ósk afa síns um að leggja stund á verkfræði og hóf nám í lögfræði við há- skólann í heimaborginni. Hann segir nú, að tvo þriðju hluta námstímans hafi hann verið fjarri háskólanum, en engu að síður náði hann lög- fræðiprófi. Árið 1940 var hann boðaður í herinn og fékk liðs- foringjatign í riddaraliðinu. Ár- ið 1941 var hann sendur á rúss- nesku vígstöðvarnar, sem skriðdrekaforingi, en eftir ár, var hann fluttur til vígstöðv- anna í Afríku, og tók við deild brynvarinna herbíla. Þegar Ítalía beið ósigur í heimsstyrjöldinni árið 1943, snéri Gianni aftur til Torino og gerðist aðstoðarforstjóri Fiat, en hélt starfinu aðeins í nokkra mánuði. Þýzki herinn gerði gagnárás, og setti þá m.a. móður Giann- is í stofufangelsi, sem varð til þess, að hann sjálfur flúði til Sviss. Þar gekk hann í hina svonefndu ,,Legnano“ deild, sem var hersveit ítala, sem börðust með bandamönnum eftir innrásina í Ítalíu. Gianni lauk berþjónustu sem herfor- ingi og milligönguaðili ítölsku andspyrnuhreyfingarinnar og bandaríska hersins. SNÉRI AFTUR TIL TORINO 1945 Gianni snéri enn aftur til Fiat í Torino, en þá voru tveir þriðju hlutar verksmiðjunnar í rúst eftir stríðið. Skömmu síðar dó afi hans, Giovanni, sem gegnt hafði forstjórastörf- um hjá Fiat-fyrirtækinu í 46 ár og nokkru seinna dó móðir hans i bílslysi. Agnelli gerði þá alvöru úr tilmælum afa síns, um að leika sér í nokkur ár og skoða lifið, áður en hann hæfi störf af fullri alvöru. Hægri hönd Giovannis eldra hjá Fiat, Vitt- orio Valletta, prófessor, tók þá við forstjóraembættinu og hóf endurbyggingu bílaverk- smiðjanna. Gianni snéri sér af fullum krafti að „hinu Ijúfa lífi“ lika fólksins í heiminum og veizlurnar, sem hann hélt í 28 herbergja höll sinni í Beulieu-sur-Mer á frönsku Rivíerunni, voru eftirsóknar- verðar í meira lagi. Gianni segist ekki sjá eftir þesum tíma, enda naut hann lífsins af fullum krafti. Þegar hann lítur yfir farinn veg, þá segir hann, að fólkið sem til- heyri hinum svonefnda „þotu- hóp“ sem ferðast um heim- inn í leit að hamingju og gleði, sé ekki nærri eins skemmtilegt fólk og það, sem tilheyrði hópnum skömmu eftir heims- styrjöldina. Hann segir, að 64 FV 6 1973
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.