Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Side 65

Frjáls verslun - 01.06.1973, Side 65
Nýjustu tækni er beitt í ölluni framleiðsluháttum hjá Fiat. Full- kcmið verksmiðjukerfi hefur átt sinn þátt í að gera Fiat að fimmta stærsta bílaframleiðanda í heimi. „þotu-fólkið“ nú geri lítið annað en að reyna að gera kúnstir fyrir blaðamenn og njóti lífsins alls ekki neitt. ALLT TEKUR ENDA Skemmtanalíf Giannis tók skyndilegan enda klukkan 5 að morgni dag nokkurn árið 1952, á þjóðveginum frá Cannes til Monte Carlo. Sportbíllinn sem Gianni ók í á ofsahraða, rakst á kjötflutningabíl, með þeim afleiðingum, að hann sjálfur kjálkabrotnaði og fótbrotnaði á sjö stöðum. í þrjá mánuði mátti hann ekki mæla og enn í dag er hann haltur eftir slysið. Um leið og Gianni náði sér á ný, gekk hann að eiga Mar- ellu Caracciolo de Castagneto, prinsessu frá Napolí. sem ver- ið hafði vinkona systur hans frá barnæsku, og þótti þá ein fallegasta stúlkan á Ítalíu. Enn í dag er dáðst að henni fyrir glæsileika og hún er sögð vera framúrskarandi gestgjafi í veizlum þeirra hjóna. Agnelli starfaði sem aðstoð- armaður Valletta, prófessors, í Torino, í 13 ár og kom það í hans hlut, að skipta sér af fjár- mála- og efnahagshlið Fiat- verksmiðjanna. Árið 1959 var hann skipaður yfirmaður hjá I.F.I. (Instituto Finanziaria Auk hifreiða framleiðir Fiat landbúnaðarvélar. Industriale), sem fjölskylda hans á, en það er „holding compsny", þ.e.a.s. að það á 25 af hundraði heildarhlutar- fjárs Fiat-verksmiðjanna. Auk þess á I.F.I. hlutabréf í all- mörgum fyrirtækjum, eins og t.d. tryggingafélögum, fast- eignum, flugfélögum, útgerðar- fyrirtækjum, rafeindafyrir- tækjum. ferðaskrifstofum, sem- entsverksmiðjum. útgáfufélög- um og hótelum. Meðal annars á fjölskyldan stóran hlut í stærsta dagblaði Torino,- La Stampa, sem er eitt bezta óagblað Ítalíu. TÓK VIÐ FORSTJÓRA- STÖÐU HJÁ FIAT ÁRIÐ 1963 Árið 1963 tók Agnelli við stöðu forstjóra hjá Fiat, en var aðeins í þeirri stöðu fram til ársins 1966, þegar Valletta lét af starfi stjórnarformanns 82 ára að aldri. Gianni tók þá við formannsstöðunni, þrátt fyrir þá staðreynd, að Valletta hafi haft annan mann í huga, sem cftirmann sinn, sem hann áleit hæfari í stöðuna. Agnelli er talinn vera af gamía ítalska skólanum hvað mannahaldi viðkemur, en engu að siður er hann sagður tals- vert frjálslyndari í þeim efnum en Valletta var. Hann fyrir- skipaði 65 ára aldurtakmark hjá Fiat fyrir alla starfsmenn, nema formanninn og um leið tók hann upp dreifingu valds- ins innan fyrirtækisins. Hinn nýi formaður stofn- setti fljótlega Agnelli-stofn- unina, sem er byggð á fyrir- myndum, sem kenndar eru við Rockefeller og Ford í Banda- ríkjunum. Stofnunin gefur námsstvrki og stendur fyrir vísindalegum rannsóknum, skipuleggur akademískar ráð- stefnur, gefur út fræðirit, og stefnir almennt að betri sam- skiptum milli viðskiptalífsins og menningarstarfsins. LANGIR OG STRANGIR VINNUDAGAR Gianni er maður hár og glæsilegur vexti, enda er hann mikill íþróttamaður, auk þess sem hann er harð duglegur. Hann fer á fætur kl. 6 á morgnana og fer þá til skrif- stofunnar og er þar til klukk- an 8.15 á kvöldin. Þrátt fyrir mikla vinnu, lifir hann eðli- legu lífi. Gianni á 30 her- bergja höll í Torino og 45 her- bergja herragarð frá 18. öld í litlu þorpi, sem heitir Villar Persona, en það er í 50 kíló- metra fjarlæð vestur af borg- inni. Flestir íbúar þorpsins starfa við kúluleguverksmiðju Fiats, sem þar er staðsett. Eins og fyrirrennarar hans, þá er hann bæjarstjóri í Villar Persona. Formaðurinn á einnig villu í ítölsku Ölpunum, sem er í 365 metra hæð yfir Torino. Þangað fer Gianni iðulega til hádegis- verðar og fær sér miðdegis- blund, að sögn samherja hans. I Róm á hann íbúð og kofa við ströndina. Auk þess á hann fjöldan allan af bílum, þ.á.m. sérsmíðaðan Ferrari, sem er FV 6 1973 65

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.