Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Blaðsíða 69

Frjáls verslun - 01.06.1973, Blaðsíða 69
Lög og réttur Upplysingaskyldan gagnvart skattyfirvöldum Viðskiptaleyndin er hluti af persónufrelsinu og hið opinbera má ekki ganga of langt í að skerða hana. Ríkisskattstjóri ritaði Landsbanka Islands bréf og' krafðist upplýsinga um viðskipti ákveðins aðila við bankann. Lands- bankinn neitaði þessari málaleitan með skírskotun til þess, að bankinn væri að lögum bundinn þagnarskyldu um allt það, er snerti hagi viðskiptamanna hans og starfsmenn bank- ans fengju vitneskju um í starfi sínu. En þessi mótbára kom fyrir ekki. Málið fór fyrir dóm og samkv. heimild í skatta- lögum komst dómarinn að gagnstæðri niðurstöðu. Þar segir nefnilega, að stjórnendum banka og sparisjóða sé skylt að láta skattayfirvöldum í té allar nauðsynlegar upplýsingar. Jafnframt skuli ríkisskattstjóri hafa aðgang að bókum banka og sparisjóða. Þessi dómur gefur vissulega tilefni til ihugunar. ÞaS er al- mennt tali 5 og af flestum viður- kennt sem grundvallarregla í viðskiptalífinu, að þau gögn, sem liggja til grundvallar svo sem samningar, verzlunarbréf, bókhaldsgögn og önnur slík skjöl komi ekkiöðrumviðogséu nánast þáttur í persónu- og at- hafnafrelsi hvers og eins. Þarna sé um persónuleg réttindi að ræða, nánast mannréttindi, sem svo fjálglegum orðum er farið um í stjórnarskrá okkar. Þessi skoðun hefur svo sann- arlega mikið til síns máls. Við- skiptaleyndin er einn af hyrn- ingarsteinum viðskiptalífsins og það í svo ríkum mæli, að naum- ast þarf að fjölyrða. Eðlileg og heilbrigð samkeppni byggist í verulegum mæli á viðskipta- leyndinni, auk þess hve hún er ríkur þáttur í persónufrelsi hvers og eins samkv. framan- sögðu. Einhverjir kunna að halda fram, að viðskiptaleyndin sé einungis til þess fallin að hylma yfir lögbrotum og öðru, sem miður fer í viðskiptalífinu. Því er til að svara, að viðskipta- leyndin sem slík er sjaldnast verulegur þáttur í lögbroti og hvatir til eða afleiðingar brots- ins er ekki unnt að rekja til hennar. Þau lögbrot, sem eink- um koma til greina í þessusam- bandi, eru ýmiss konar auðgun- arbrot, og refsiviðurlögum og öðrum aðgerðum af hálfu þjóð- félagsins í því skyni að koma í veg fyrir þau, á að vera á þann veg farið, að þau megni að koma í veg fyrir slík afbrot. Ekkert er þó einhlítt í þessu efni og einhvers staðar verða mörkin að vera. Það er ekki hvað sízt á sviði skattamála, sem hið opinbera telur sér heimilt að grípa til sinna ráða og rjúfa viðskiptaleyndina. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að hugsanleg brot á þessu sviði varða hið op- inbera sjálft svo mjög. í skatta- máluni er það jafnan annar að- ili máls og hagsmunagæzla þess því ólíkt meiri en ella. Það er því einmitt á vettvangi skatta- mála, sem eindregnustu heim- ildir hins opinbera til þess að rjúfa viðskiptaleyndina, koma fram. Skal nú stuttlega vikið að þeim. • Aðgangur að bókum og bókhaldsgögnum Samkv. lögum um tekju- og eignaskatt hefur ríkisskattstjóri, skattrannsóknastjóri og þeir menn, sem þeir fela rannsókn- arstörf, aðgang að bókum og bókhaldsgögnum, þar með talin verzlunarbréf og samningar, framtalsskyldra aðila, svo og allra stofnana, félaga og ann- arra aðila, sem ekki eru fram- talsskyldir, þar með taldir bankar, sparisjóðir og aðrar peningastofnanir. Enn fremur aðgang að starfsstöðvum og birgðageymslum þessara aðila og svo heimild til þess að taka skýrslur af hverjum þeim, sem ætla má að geti gefið upplýs- ingar, sem máli skipta. Þá segir þar jafnframt, að all- ir framtalsskyldir aðilar, em- bættismenn og aðrir, sem ein- hver störf hafa á hendi í al- menningsþarfir, stjórnendur banka og sparisjóða, hlutafélaga og annarra félaga og stofnana, séu skyldir að láta skattayfir- völdum í té ókeypis og í því formi, sem óskað er, allar nauð- synlegai' upplýsingar og skýrsl- ur, er þau beiðast og unnt sé að láta þeim í té, svo sem skýrslur um starfslaun, skuldabréf, vaxtabréf, hlutabréf og arð, um vaxtabréf í bönkum, sparisjóð- um og annað því um líkt. Ef einhver gegnir ekki þess- ari skyldu sinni eða skorast und- an að láta þessar upplýsingar, skýrslur og gögn af hendi, á rík- isskattstjóri að skera úr um skilaskylduna og getur, ef þörf krefur, lagt við dagsektir, unz skyldunni er fullnægt. Ef dagsektir reynast ekki ein- hlítar í þessum tilgangi, getur ríkisskattstjóri eða skattrann- sóknastjóri vísað málinu til dónv ara (sakadómara) til meðferðar. Á dómarinn þá að taka slíkt mál til rannsóknar án tafar að hætti opinberra mála. Að þeirri rann- sókn lokinni sendir dómari rann- sóknargerðir sínar til ríkisskatt- stjóra, sem hlutast til um frek- ari meðferð málsins samkv. lög- um. í lögum um söluskatt er sams konar ákvæði. Þar segir, að skattstjórum og skattanefndum sé heimilt að krefjast af þeim, sem telja má gjaldskylda, allra FV 6 1973 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.