Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Side 75

Frjáls verslun - 01.06.1973, Side 75
Hvorki meira né minna en 1.3 milljörð'um dollara er eytt í skíða- íþróttina í Bandaríkjunum á ári hverju. uðu, en talið er, að um 13 millj- ónir Bandaríkjamanna stundi nú golf. Talið er, að 1.3 milljörðum dollara sé eytt í skíðaíþróttina á ári í Bandaríkjunum og að í | landinu séu um 1.5 milljón j snjósleða. Áhorfendaíþróttir mætti ef til vili nefna þær greinar, þar sem flestir þátttakendur eru áhorfendur, eins og t. d. alla boltaleiki og kappakstur. Þær greinar draga að sér sívaxandi fjölda aðdáenda og er talið, að bandarískur fótbolti sé nú vin- sælli en baseball, sem um langt árabil var vinsælasta íþrótt þar í landi. Áhugi fólks á sumarhúsum er mikill í landinu og má enn fá hús til þessara nota fyrir 2000- 75000 dollara. Gizkað er á, að eftir 5-6 ár verði þó fullnýtt allt landrými fyrir þess konar hús á svæðum, sem liggja í námunda við stórar borgir. Níu þúsund fyrirtæki stunda sölu á sumarhúsum. Margt fólk leigir út sumarhús sín þann tíma áis- ins, sem það ekki notar þau sjálft og fær þannig tekjur til að standa straum af miklum kostnaði við að eiga slík hús. MENNINGARLÍF BLÓMSTRAR Menningarlíf í Bandaríkjun- um má einnig teljast á upp- leið, því að síaukinn fjöldi fólks hefur áhuga á söfnum og list- sýningum, hljómsveitarleik, symfónískum sem öðrum, leik- sýningum og öðrum sviðssýn- ingum. Kvikmyndir hafa verið á undanhaldi um nokkurt skeið, en talið er, að vinsældir þeirra muni aukast verulega. Gistihús hafa nú tekið upp sýningar á nýjum kvikmyndum fyrir gesti sína svo og flugfélög, og talið er, að í framtíðinni eigi fólk þess kost að hringja frá heim- ilum sínum í gervitungl á himn- um uppi og panta ákveðna kvikmynd til sýningar á við- komandi heimili. Langt er nú síðan ökuferðir hættu að vera upplyfting fjöl- skyldunnar á sunnudögum í Bandaríkjunum. Veldur þar sjálfsagt mestu hinn gífurlegi umfei ðarþungi á vegum þar í landi. Hver veit nema í fram- tíðinni fari fjölskyldan í sunnu- dagstúra í neðansjávarbúrum til að kanna sjávarlífið — eða í skemmtigeimförum stuttar ferðir út í himingeiminn? Hlæið ekki — því að það er ekki svo langt síðan fólki fannst það alveg jafn fjar- stæðukennt að geta fyrir smá- þóknun farið upp í loftfar, sem gæti lent í túngarðinum hjá heimilum þess. FV 6 1973 75

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.