Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Qupperneq 98

Frjáls verslun - 01.06.1973, Qupperneq 98
Frá ritstjörn Ríkisflug ? Öneitanlega telst það til meiriháttar við- lnirðar, þegar íslenzku flugfélögin taka ákvörðun um að stefna að sameiningu eftir áratuga togstreitu og misjafna fjárhagslega afkomu. Ákvörðun af þessu tagi snertir mjög fjölmennan hóp Islendinga, enda eru félögin bæði mcðal stærstu atvinnurekenda í land- inu og fáir aðilar velta jafnmiklum fjármun- um og þau gera. Hins vegar er tímabært einmitt nú, að menn geri sér grein fyrir liugsanlegum af- leiðingum þcssarar gjörbyltingar í flugmál- um Islendinga og þá ckki aðeins með því að einblína á kostina, sem svo mjög hcfur verið haldið fram. Ríkjandi aðstæður í fargjalda- málum og hækkanir á öllum tilkostnaði kunna að hafa sannfært menn um nauðsyn sameiningar. En þó verður að ætlast til þess af forvígismönnum einkaframtaksins, sem af dugnaði liafa stofnað til reksturs þessara tveggja sjálfstæðu íelaga og séð þau vaxa og dafna, að þeim sjáist ekki yfir þá hættu, sem á því getur orðið, að félög þeirra verði innan skamms tíma orðin fullkomlega á valdi rik- isins. Flugfélögin hafa bæði þurft á ákveð- inni fyrirgreiðslu af hállu ríkisstofnana að halda, svo að þau gætu stundað rekstur sinn eðlilega, en yfirtaka ríkisins á rekstriniun hefur verið nær óliugsandi meðan félögin voru tvö. Slíkar aðgerðir liefðu líka brotið í bága við þær meginkenningar, sem staðið hafa að baki stefnumótun fyrrverandi ríkisstjórna. Sameining í eitt félag getur reynzt veigamikið þróunarstig til að skapa ákjósanlegan grundvöll fyrir slíka yfirtöku. Og því er ekki að leyna, að meðal helztu ráðamanna þjóðarinnar um þessar mundir kynnu ýmsir að fagna því af heilum hug, ef einkaframtakið liði undir lok í flugmálum Islcndinga. Velviljaðir vona, að það afkvæmi þeirra, sem senn sér dagsins ljós og svo mjög hefur reynt á biðlund fæðingalækna og yfir- setukvenna í samgönguráðuneytinu, verði ekki sá óskapnaður, sem reki út úr sér tung- una framan í ættfeður sína, þegar það sér dagsins ljós, og afneiti þeim. Aukið aðhald Það var vissulega tími til kominn, að yfir- stjórn fjármála ríkisins léti gera könnun á starfsemi belztu stofnana þess. Nú er unnið að úttekt á málum Ti'yggingastofnunar, Pósts og síma og Ríkisútvarpsins. Er það hollt fyrir forstöðumeim og annað starfs- lið ríkisstofnana að vera annað slagið minnt á, að það liefur verið ráðið til þjónustustarfa í umboði hins almenna borgara og í þágu bans. Olt hefur viljað brenna við, að tilhneigingin lil að fara eigin götur í rekstri stofnana og ráðstafa ahnanna- fé í þeim anda, hafi verið hinn ríkjandi þátt- ur í stj ómunarviðliorfum sumra opinberra embættismanna. Þjónusta sumra stofnana þarf líka ræki- legrar athugunar við. 1 ljós hefur komið, að hjá Pósti og síma t. d. er sjálfvirka kerfið milli helztu stöðva í landinu í molum. Menn bíða tímunum saman eftir því að ná sam- bandi vestur á Isafjörð eða norður á Akur- eyri. Símtöl rofna margsinnis, þegar sam- band loks næst. Á þessu gefur Póstur og sími þá sakleysislegu skýringu, að kerfið sé ekld gert fyrir svona mikið álag. Þetta þætti ekki góð latína hjá svo veiga- miklu þjónustufyrirtæki væri það í einka- eign, og er full þörf á að svona stofnunum sé veitt meira aðhald en verið licfur. 98 FV 6 1973 J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.