Frjáls verslun - 01.09.1973, Page 15
Verkalýðsmál:
Launamismunur kynjanna mestur í
afgreiðslustörfum hér á landi
Enn. vantar nokkuð á, að
launamismunur kynjanna
sé úr sögunni. Samkvæmt
niðurstöðum Kjararann-
sóknarnefndar kemur í ljós,
að úr honum hefur heldur
dregið á síðustu árum.
Nefndin lagði til grundvallar
launaskýrslur frá fyrirtækj-
um í Reykjavík og nágrenni
og við samanburð á beim
kemur meðal annars í Ijós,
að í fiskvinnu voru laun
kvenna 95,9% af launum
karla á árinu 1966 en 1971
voru laun kvennanna 97,5%
b.e. launamismunurinn liafði
minnkað um 1,6% miðað við
árið 1966. Konur^í verk-
smiðjuvinnu höfðu hins veg-
ar 80,3% af Iaunum karla
við verksmiðjustörf 1966 og
82,7% 1971, eða mismunur
launanna hafði minnkað um
2,4%.
I greinargerð Kjararann-
sóknarnefndar segir, að
launamismunur kynjanna
stafi einkum af eftirfarandi:
hefðbundinni verkaskiptingu
kynjanna á yinnustað, karl-
menn eru frekar yfirborgað-
ir en konur, konur eru yfir-
Ieitt óstöðugri vinnukraftur.
Verkaskipting á vinnu-
stöðum er oft á tíðum hefð-
bundin, b-e-a-s. konur vinna
störf, sem eru álitin vera
„kvennastörf“ við beirra
hæfi og eru oft verr launuð.
Konur eru óstöðugri vinnu-
kraftur vegna bess að í
mörgum tilfellum er um
giftar húsmæður að ræða,
sem vinna í ígripum t.d. í
frystihúsum og verksmiðj-
um.
í samanburði á vinnutíma
verkamanna og verkakvenna
við sömu störf kemur í Ijós,
að karlmenn vinna lengri
vinnudag en konur. Var eft-
irvinna og næturvinna hlut-
fallslega af heildarvinnu-
tíma mest í fiskvinnu árið
1966 eða 36,1% hjá körlum
og 25,0% hjá konum. Sama
ár var eftir- og næturvinna
við verksmiðjustörf 20,3%
af vinnutíma karla og að-
eins 5,9% af vinnutíma
kvenna.
Ef tekinn er samanburð-
ur úr nokkrum starfsgrein-
um annars vegar frá árinu
1968 og hins vegar 1971
verður útkoman sú, að í
fiskvinnu var tímakaup
verkakvenna 95,5% af
kaupi karla árið 1968 en
97,5% 1971. Við af-
greiðslustörf höfðu konurn-
ar 70,7% af tímakaupi karla
fyrra árið en 73,5% bað
seinna. I verksmiðjuvinnu
var lilutfallið árið 1968
81,5% af kauni karla en
82,7% árið 1971 og í bæj-
arvinnu 86,8% 1968 en
87,9% 1971.
Þessar tölur samkvæmt úr-
taki Kjararannsóknarnefnd-
ar gefa bví til kynna, að
launamismunur sé mestur
milli kynjanna við af-
greiðslustörf af beim fjórum
starfsgreinum, sem hér hafa
verið nefndar.
Heilbrigðiseftirlit:
Flest neyzluvörufyrirtæki þurfa
stöðugt aðhald
Heilbrigðiseftirlit Reykja-
víkurborgar flokkaði um s.l.
áramót í þrjá flokka 451 stað,
er fæst við framleiðslu, sölu
og dreifingu neyzluvara í
Reykjavík. í fyrsta flokk fóru
þau íyrirtæki, sem til fyrir-
myndar eru varðandi hrein-
læti, umgengni og meðferð
neyzluvöru. í annan flokk
fyrirtæki, er stöðugt aðhald
þurfa, en framkvæma fyrir-
mæli eftirlitsins um úrbætur
yfirleitt án lítilla tafa. í
þriðja flokki eru hins vegar
staðir, þar sem reglur um góða
umgengni eru meira eða minna
brotnar og illa gengur að fá
eigendur þessara fyrirtækja til
þess að bæta úr ágöllum. Ó-
hæfilega mikill tími, að dómi
eftirlitsins, fer til eftirlits með
þessum lélögu stöðum.
Niðurstaða flokkunarinnar
var sú, að í 1. flokki reyndust
vera 32% af þessum 451 stað,
í 2. flokki 55-58% og í 3.
flokki 10-13%.
í skýrslu heilbrigðiseftirlits-
ins kemur fram, að í fyrra
voru tekin samtals 243 sýni af
kjöti og kjötvörum og reynd-
ust 100 af þeim aðfinnsluverð.
Af gerilsneyddri mjólk 181 sýni
og af þeim voru 29 aðfinnslu-
verð f/g af salötum og majo-
nesi voru 44 sýni aðfinnslu-
verð af 120, sem tekin voru.
Eftir kröfu heilbrigðiseftirlits-
ins var eytt tæpum tveimur
tonnum af kjötvörum í fyrra.
Alls bárust eftirlitinu 258
kvartanir í fyrra og reyndust
94 þeiT-ra vera vegna gallaðrar
neyzluvöru, meðferðar mat-
væla o.fl.
FV 9 1973
15