Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1973, Page 16

Frjáls verslun - 01.09.1973, Page 16
Lady Tweedsmuir Ef íslenzkir ráðamenn vilja ræða við okkur, hverfa herskipin af miðunum” Mikil óvissa ríkti um fram- hald stjórnarsamskdpta ís- lands og Bretlands um það leyti, sem þetta tölublað FV. fór í prentun. íslenzka ríkis- stjcrmin hafði sett brezku stjórninni lokafrest til að kalls herskip sín úr íslenzkri fisk- veiðilógsögu. Nokkru áður en það gerðist mátti draga þá á- lyktun af viðbrögðum ráða- manna í London, að þeir myndu ekki í miklu hreyta stefnu sinni í landhelgismálinv þrátt fyrir yfirlýsingar íslenzku ríkisstjórnarinnar. Þá er það augljóst, að sumir ráðamenn í Whitehall í Lon- don, kippa sér ekki up við fréttir af þeim umræðum, sem orðið hafa uin aðild íslands að NATO vegna yfirgangs Breta hér við Iand. Þetta mátti ráða af viðtali, sem ritstjóri Frjálsrar verzl- unar átti við Lady Tweeds- muir, aðstoðarutanríkisráð- herra í brezku stjórninni í skrifstofu hennar í Utanríkis- og samveldismálaráðuneytinu í London daginn eftir að ís- lenzxa ríkisstjórnin birti yfir- lýsinguna um hugsanleg slit á stjórnmálasambandi milli ríkj- anna. LÚTT YFIR LAFÐINNI Lady Tweedsmuir var ný- komin úr sumarleyfi, þegar viðtalið fór fram og það var greimlegt á ásjónunni og kaffi- brúnum fótleggjunum, að lafð- in haíði verið á sólríkum slóðum í orlofi. Það var létt yfir henni og hún svaraði greiðlega spurningum um land- helgismálin, þó að í sumum tilfellum þyrfti hún að leita nánari upplýsinga hjá Mr. Fowcett, sem er starfsmaður Vestur- Evrópudeildar ráðu- neytisins og var viðstaddur er samtalið fór fram. Hann er greinilega Breti af gamla skól- anum, þó að ekki virðist hann nema tæplega miðaldra, og samkvæmt frásögnum af fyrri Lady Tweedsmuir, aðstoð- arutanríkisráðherra Breta, hefur stjórnað samningavið- ræðum við Islendinga um landhelgismálið. Engar við- ræður hafa nú farið fram í fimm mánuði, en Lady Tweedsmuir gerði grein fyrir afstöðu brezku stjórnarinnar til málsins í viðtali við rit- stjóra FV, sem fram fór í London fyrir nokkru. samningaviðræðum íslendinga og Breta út af landhelgismál- inu hefur umræddur Mr. Fow- cett verið óblíður og óbifan- legur i einstrengislegri afstöðu sinni til málsins. í upphafi samtalsins rifjaði Lady Tweedsmuir upp nokkur atriði í sambandi við ferðir sínar til íslands og var ekki annað á henni að heyra en að henni hefði þótt skemmtileg tilbreyting að koma til lands- ins og rómaði hún einkanlega haustferð sína þangað. En eins og ætlunin var snerist talið fljótlega að sambúð íslendinga og Breta og var Lady Tweeds- muir fyrst spurð að því, hver viðbrögð ráðamanna í London væru við yfirlýsingu íslenzku rikistjórnarinnar um slit stjórn- arsamskipta. — Forsendurnar fyrir þess- ari yfírlýsingu eru gjörsam- lega úr lausu lofti gripnar, sagði Lady Tweedsmuir. Það er ekki aðeins trúa mín heldur veit ég, að yfirmenn brezku her- skipanna hafa aldrei átt frum- kvæðið í þeim árekstrum, sem orðið hafa á miðunum við ís- land. Hverjum getur komið til hugar, að yfirmenn í flota hennar hátignar ætli sér að sigla á íslenzk varðskip? spurði lafðin og hló við. — Það eru duglegir skipstjórar, sem stjórna íslenzku varðskip- unum, hélt hún áfram, og þeir hafa lagt sig fram um að „stríða“ okkar mönnum. Mér fyndist það í sjálfu sér mjög kjánalegt, ef islenzka rík- isstjórnin sliti stjórnmálasam- bandi, því að þar með væri komið í veg fyrir áframhald- andi tilraunir til að finna bráða- birgðalausn á þessu deilumáli okkar. íslenzka samninganefnd- in vildi ekki semja í maí en við lögðum þá fram tillögur í mörgam liðum, sem við höfum beðið eftir svari við. Það bólar ekkert á því, þó að rúmir fjór- ir máuðir séu liðnir. Við hefð- um getað verið búin að leysa lfi FV 9 1973

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.