Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1973, Side 17

Frjáls verslun - 01.09.1973, Side 17
þessi mál og mér finnst mjög leitt tii þess að vita, að vinir deili með þessum hætti því að vandamálin, sem við blasa í heiminum, eru nóg samt. — 'Vður finnst það ekki ó- sæmandi verknaður fyrir Breta að bcáta herskipavaldi í við- skiptum við „vini“ eins og þér nefnduð okkur íslendinga? — Brezka stjórnin er reiðu- búin að gefa herskipunum fyr- irskipun um að hverfa af Is- landsmiðum hvenær sem er, ef ágangi íslenzkra varðskipa gagnvart togurunum okkar linnir. Samningurinn frá 1961 gerði ráð fyrir að ef til ágreinings kæmi út af breytingum í landhelgis- málum íslendinga yrði málinu vísað til Alþjóðadómstólsins. Þetta ákvæði hafa íslendingar ekki virt og þá vaknar spurn- ingin um það með hverju hug- fari íslendingar ætli að um- gangast aðra samninga við er- lend ríki. Getum við treyst því, að íslendingar virði þær niðurstöður, sem hafréttarráðr stefna Sameinuðu þjóðanna á hugsanlega eftir að komast að? — Hafa brezku herskipun- um verið gefin fyrirmæli um að hætta ágangi sínum við ís- lenzku varðskipin, sem nú þeg- ar hefur leitt til manntjóns? — Það er engin ástæða til að senda slík fyrirmæli til herskipanna. Það eru tómar huldusögur, að þau hafi ráð- izt á varðskipin. — Nú er rúmt ár liðið síðan landhelgi íslands var færð út í 50 mílur. Hverjum augum lítið þér á þróunána, sem orðið hefur síðan í samskiptum rík- isstjórnar yðar og íslenzkra stjórnvalda? — Ég er þeirrar skoðunar, að fyrstu viðræður mínar við íslenzka ráðherra hafi gengið mun betur en þær, sem á eft- ir komu. Við vorum ekki langt frá því að ná árangri á fyrstu fundunum. Á síðustu fundun- um, sem fram fóru í maí, efaðr ist ég mjög um að samkomu- lagsvi'ji væri fyrir hendi hjá fslendingum. Kjarni vandamálsins er sá, að í samsteypustjórn eins og beirri, sem nú er við völd á íslandi, ríkja mismunandi sjór.- armið til mála af þessu tagi og það þarf sífellt að reyna að samræma afstöðuna. Okkar afstaða hefur hins vegar alltaf legið Ijós fyrir enda er póli- tísk eining um landhelgismál- ið augijós, þar sem hér er að- eins einn flokkur í stjórn. — Eruð þér að gefa í skyn, að ósamstaða hafi verið ánnan íslenzku ríkistjórnarinnar varð- andi lausn deilunnar við Breta? — Ég vil ekki tjá mig um innri málefni ríkisstjórnar annars lands en hef í viðræð- unum við íslendinga orðið vör við ákveðnar tilhneigingar til að koma í veg fyrir samkomu- lag án þess að ég vilji nefna ákveðna aðila í því sambandi. — Við hvaða mark teljið þér, að samninganefndirnar hafi verið næst því að komast að niðurstöðu til lausnar land- helgisdeálunni? — Eins og ég sagði áðan, tel ég að fyrstu viðræðurnar hafi lofað betri árangri en þær seinni. Andrúmsloftið var þannig. En fyrstu tillögur okk- ar Breta gengu þó ekki nærri eins langt til málamiðlunar og þær síðustu. í rnaí sl. gerðum við tillögu um 150 þús. tonna kvóta fyrir brezku togarana. íslendingar lögðu til 117 þús. tonn. Þannig lá málið fyrir við upphaf síð- ustu viðræðna. Svo er sem mis- munandi skilningur ríki á því hér og á íslandi, hvað rnenn eigi við, þegar talað er um sam- komulagsumleitanir. Við töld- um, að út frá þessum fyrstu til- lögum yrði síðan gengið til að reyna að mæ-tast einhvers stað- ar á leiðinni. Ella voru samn- ingafundir gagnlausir. Við brezku fulltrúarnir gerðum til- lögu um lægri kvóta, en íslend- ingarn.ir héldu fram sínum 117 þús.. tonnum. Þetta gátum við ekki skilið á annan hátt en að fslendingar vildu ekki semjá. Ymislegt annað var þarna að sjálfsögðu með í dæminu en viðræðunum lauk með því, að íslenzka samninganefndin ætl- aði að athuga tillögur okkar betur. Frá henni hefur þó ekk- ert heyrzt meir og nú eru fjór ir mánuðir síðan við vorum á íslandi — Brezka stiórnin heftir í- trekað að íslenzku varðskinin verði að hætta bví, sem þið nefnáð áreitni við brezku tog«>r- ana áðnr en herskipin verði kvödd af íslandsnráðum. Hv’rsu sterkar yfirlýsingar af hálfu ís- lenzkra ráðamanna teljið þið ykkur þurfa að hafa um að varðskÍDÍn hætti að klippa aft- an úr togurunum, áður en þið skipáð herskipunum að hverfa á brott? — Við erum tilbúin að láta herskipin fara af íslandsmið- um hvenær sem er og án nokkmra yfirlýsinga íslenzku ríkisstjórnarinnar um eitt eða neitt. _ Ef við yrðum vör við einhvei merki þess, að íslenzk- ir ráðamenn hefðu kannað til hlítar síðustu tilboð okkar, unn- ið sína heimavinnu, og vildu ræða við okkur frekar við samningaborðið, myndum við reiðubúin til viðræðna þegar í stað cg kalla herskipin af ís- landsmiðum án skilyrða. Við höfum nóg annað að gera fyrir brezka flotann en að hafa hann við ísland. Miðað við núverandi að- stæður telur brezka ríkisstjórn- in það skyldu sína að verja fiskiskip okkar fyrir áreitni ís- lenzku varðskipanna. Ég hef kynnzt lifnaðarháttum fólks- ins í fiskibæjunum okkar mjög vel enda var ég á sínum tíma þingmaður fyrir Aberdeen í Neðri málstofunni og vil ekki horfa upp á það aðgerðarlaust, að stoðum sé kippt undan lífs- afkomu þessa fólks. — Óttizt þér ekki, að Bret- ar einangrist algjörlega í land- helgismálinu, ef samningar tak- ast nú milli íslendinga og Vestur-Þjóðverja? — Við eigum ekki að öllu leyti s&mleið með Þjóðverjum. Þeir hafa ekki stundað veiðar sínar á íslandsmiðum jafnlengi, miðin eru ekki þau sömu og skipategundir aðrar. Ég myndi þvert / móti gleðjast mjög, ef samkomulag tækist milli ís- lendinga og Þjóðverja, því að það væri alla vega til merkis um að íslendingar vildu fara samningaleiðina í landhelgis- málum sínum. — Hafið þér hugleitt, hverj- ar afleiðingar framferði Breta í íslenzkri lögsögu gæti haft á þátttöku íslands í samstarfánu innan NATO? — Lúðvík Jósepsson hefur sagt, að ekkert samband sé á milli landhelgismálsins og að- ildar Islands að NATO. En það er mal íslendinga sjálfra að ákveða, hvort þeir vilja vera áfram í NATO eða ekki. Fyrir tilstuðlan NATO og Bandaríkj- anna hafa íslendingar tryggt sér varnir en hugsi íslendingar sér einhverjar breytingar í þeim efnum er það þeirra á- kvörðun. FV 9 1973 17

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.