Frjáls verslun - 01.09.1973, Side 20
nýbakaðra hagfræðinga, hvort
heldur frá norskum eða erlend-
um háskólum. Þegar þeir hafa
gegnt þjónustu ein fjögur ár,
taka þeir við útflutningsstörfum
við fyrirtæki í Noregi.
Útflutningsráðið notfærir sér
einnig duglega markaðssérfræð-
inga, sem fengnir eru að láni frá
fyrirtækjum tíma og tíma í senn.
Þessi skipti Iðnaðar- og Útflutn-
ingsráðs hafa verið báðum að-
ilum til gagns.
Útflutningsráði hefur tekizt
að koma á samvinnu í fullu trún-
aðartrausti bæði við yfirvöldin
og atvinnulífið. Óttuðust marg-
ir í úrvinnsluiðnaðinum norska,
eins og fram hefur komið, að
þátttakan í EFTA leiddi af sér,
að hlutur iðnaðarins á heims-
markaðinum mundi minnka
vegna aukins innflutnings. En
norska ríkisstjórnin gerði ráð-
stafanir samkvæmt því og setti
á fót skömmu upp úr 1960 breyt-
ingarsjóð iðnaðarins og var til
hans veitt á fjárlögum ár hvert
2.5 milljónir norskra króna. Hef-
ur fjárveiting þessi aukizt smátt
og smátt og er nú 12 milljónir
króna. Fénu er varið til þess að
styðja framkvæmdir, sem
mættu verða útflutningi til efl-
ingar.
Á síðasta ári var t. d. varið
4.5 milljónum króna til þess að
taka þátt í kaupstefnum og vöru-
sýningum utanlands. í kringum
1965 setti Útflutningsráð á lagg-
irnar fyrstu verzlunarmiðstöð
Noregs i Stokkhólmi. Síðan hafa
verið stofnaðar verzlunarmið-
stöðvar bæði í London og Ham-
borg og hefur starfsemin á þess-
um stöðum verið greidd af
breytingasjóði, en rekin og
stjórnað af Útflutningsráði.
Torvelt er að mæla málum
um það hvert gagn er að því
verki, sem Útflutningsráð Nor-
egs vinnur. Norsk fyrirtæki hafa
lengstum helzt kosið að koma
fram hvert fyrir sig, og á það við
hvort heldur er um framleiðslu
eða markaðsleit. Útflutningsráð
hefur með sameiginlegri kynn-
ingu í verzlunarmiðstöðvum og
kaupstefnum erlendis beinlínis
orðið til þess að auka skilning á
nytsemi samvinnunnar. Og sú
hefur reynslan orðið að þar sem
norskur iðnaður er á vettvang
kominn sameinaður, eru fleiri
vegir færir en ella og má m. a.
nefna að Norðmenn hafa fram-
leitt útbúnað til vetraríþrótta
frá fornu fari, en aldrei hefur
það lánazt norskum útflytjend-
um að ryðja varningi sínum
Timbursala er stór þáttur í útflutningi Norðmanna.
braut á útflutningsmarkaði svo
að nokkru nemi.
Þá hefur olíuvinnslan í Norð-
ursjó orðið þess valdandi að nú
er færi á að selja ýmislegan
tæknilegan útbúnað til borunar
á hafi úti, og hefur Houston ver-
ið alþjóðasetur þeirrar fram-
leiðslu. Á árlegu þingi, sem hald-
ið er í Houston um hafboranir
var norskur iðnaður þátttakandi
í fyrsta skipti s.l. ár og tóku
fulltrúar frá tveimur fyrirtækj-
um þátt í þinginu.
VÖRUSÝNINGAR.
Rekstur verzlunarmiðstöðva
erlendis er ekki algeng aðferð
við markaðsleit. Þegar verzlun-
armiðstöð Noregs í Stokkhólmi
var sett á fót fyrir 7 árum þótti
hún djarflegt nýmæli. Banda-
ríkjamenn hafa annars einir
þjóða rekið verzlunarmiðstöð í
Stokkhólmi.
Verkefni verzlunarmiðstöðv-
arinnar hafa m. a. verið að efla
þekkingu og traust sænskra
kaupenda og neytenda á norsk-
um markaði, hafa áhrif á neyt-
endur í Svíþjóð, koma á laggirn-
ar sameiginlegum vörusýning-
um fyrir norska útflytjendur og
styðja útflytjendur með upplýs-
ingum um markaði.
Útflutningur Norðmanna til
Svíþjóðar hefur tvöfaldazt og
rúmlega það á þessum sjö ár-
um, sem verzlunarmiðstöðin þar
hefur starfað, og er nú rösklega
18% af samanlögðum útflutn-
ingi Noregs. Því til viðbótar,
sem ve-rzlunarmiðstöðin hefur
lagt af mörkum til aukins út-
flutnings til Svíþjóðar, hafa og
af störfum hennar hlotizt ýmsar
aukaverkanir, næsta mikils-
verðar. Með því að taka þátt í
sameiginlegum vörusýningum í
verzlunarmiðstöðinni hafa
norskir útflytjendur komizt í
persónuleg og viðskiptaleg sam-
bönd á milli fyrirtækja um út-
flutning. Auk þess hafa reyndari
þátttakendur getað veitt hinum
óreyndari mikilsverðan fróðleik
um markaði og markaðsaðstæð-
ur.
Verzlunarmiðstöðin í Stokk-
hólmi verður nú lögð niður á
árinu 1974, í núverandi mynd.
20
FV 9 1973