Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1973, Qupperneq 20

Frjáls verslun - 01.09.1973, Qupperneq 20
nýbakaðra hagfræðinga, hvort heldur frá norskum eða erlend- um háskólum. Þegar þeir hafa gegnt þjónustu ein fjögur ár, taka þeir við útflutningsstörfum við fyrirtæki í Noregi. Útflutningsráðið notfærir sér einnig duglega markaðssérfræð- inga, sem fengnir eru að láni frá fyrirtækjum tíma og tíma í senn. Þessi skipti Iðnaðar- og Útflutn- ingsráðs hafa verið báðum að- ilum til gagns. Útflutningsráði hefur tekizt að koma á samvinnu í fullu trún- aðartrausti bæði við yfirvöldin og atvinnulífið. Óttuðust marg- ir í úrvinnsluiðnaðinum norska, eins og fram hefur komið, að þátttakan í EFTA leiddi af sér, að hlutur iðnaðarins á heims- markaðinum mundi minnka vegna aukins innflutnings. En norska ríkisstjórnin gerði ráð- stafanir samkvæmt því og setti á fót skömmu upp úr 1960 breyt- ingarsjóð iðnaðarins og var til hans veitt á fjárlögum ár hvert 2.5 milljónir norskra króna. Hef- ur fjárveiting þessi aukizt smátt og smátt og er nú 12 milljónir króna. Fénu er varið til þess að styðja framkvæmdir, sem mættu verða útflutningi til efl- ingar. Á síðasta ári var t. d. varið 4.5 milljónum króna til þess að taka þátt í kaupstefnum og vöru- sýningum utanlands. í kringum 1965 setti Útflutningsráð á lagg- irnar fyrstu verzlunarmiðstöð Noregs i Stokkhólmi. Síðan hafa verið stofnaðar verzlunarmið- stöðvar bæði í London og Ham- borg og hefur starfsemin á þess- um stöðum verið greidd af breytingasjóði, en rekin og stjórnað af Útflutningsráði. Torvelt er að mæla málum um það hvert gagn er að því verki, sem Útflutningsráð Nor- egs vinnur. Norsk fyrirtæki hafa lengstum helzt kosið að koma fram hvert fyrir sig, og á það við hvort heldur er um framleiðslu eða markaðsleit. Útflutningsráð hefur með sameiginlegri kynn- ingu í verzlunarmiðstöðvum og kaupstefnum erlendis beinlínis orðið til þess að auka skilning á nytsemi samvinnunnar. Og sú hefur reynslan orðið að þar sem norskur iðnaður er á vettvang kominn sameinaður, eru fleiri vegir færir en ella og má m. a. nefna að Norðmenn hafa fram- leitt útbúnað til vetraríþrótta frá fornu fari, en aldrei hefur það lánazt norskum útflytjend- um að ryðja varningi sínum Timbursala er stór þáttur í útflutningi Norðmanna. braut á útflutningsmarkaði svo að nokkru nemi. Þá hefur olíuvinnslan í Norð- ursjó orðið þess valdandi að nú er færi á að selja ýmislegan tæknilegan útbúnað til borunar á hafi úti, og hefur Houston ver- ið alþjóðasetur þeirrar fram- leiðslu. Á árlegu þingi, sem hald- ið er í Houston um hafboranir var norskur iðnaður þátttakandi í fyrsta skipti s.l. ár og tóku fulltrúar frá tveimur fyrirtækj- um þátt í þinginu. VÖRUSÝNINGAR. Rekstur verzlunarmiðstöðva erlendis er ekki algeng aðferð við markaðsleit. Þegar verzlun- armiðstöð Noregs í Stokkhólmi var sett á fót fyrir 7 árum þótti hún djarflegt nýmæli. Banda- ríkjamenn hafa annars einir þjóða rekið verzlunarmiðstöð í Stokkhólmi. Verkefni verzlunarmiðstöðv- arinnar hafa m. a. verið að efla þekkingu og traust sænskra kaupenda og neytenda á norsk- um markaði, hafa áhrif á neyt- endur í Svíþjóð, koma á laggirn- ar sameiginlegum vörusýning- um fyrir norska útflytjendur og styðja útflytjendur með upplýs- ingum um markaði. Útflutningur Norðmanna til Svíþjóðar hefur tvöfaldazt og rúmlega það á þessum sjö ár- um, sem verzlunarmiðstöðin þar hefur starfað, og er nú rösklega 18% af samanlögðum útflutn- ingi Noregs. Því til viðbótar, sem ve-rzlunarmiðstöðin hefur lagt af mörkum til aukins út- flutnings til Svíþjóðar, hafa og af störfum hennar hlotizt ýmsar aukaverkanir, næsta mikils- verðar. Með því að taka þátt í sameiginlegum vörusýningum í verzlunarmiðstöðinni hafa norskir útflytjendur komizt í persónuleg og viðskiptaleg sam- bönd á milli fyrirtækja um út- flutning. Auk þess hafa reyndari þátttakendur getað veitt hinum óreyndari mikilsverðan fróðleik um markaði og markaðsaðstæð- ur. Verzlunarmiðstöðin í Stokk- hólmi verður nú lögð niður á árinu 1974, í núverandi mynd. 20 FV 9 1973
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.