Frjáls verslun - 01.09.1973, Side 21
Stóru iðnaðarfyrirtækin í Noregi, þar sem starfsmenn eru
fleiri en 100, framleiða helming iðnað'arframleiðslunnar. 80%
dðnfyrirtækja hafa færri en 20 starfsmenn.
Af þessu leiðir ekki að Norð-
menn ætli að draga úr starfsemi
sinni á sænskum markaði, held-
ur koma áhrifum sínum á fram-
færi annars staðar í Svíþjóð
en í Stokkhólmi og nágrenni,
með því að halda vörusýningar,
sem fari stað úr stað.
VEIKLEIKI OG STYRKUR.
Litlar iðnaðarþjóðir eins og
Norðmenn og íslendingar hafa
af smæð sinni bæði veikleika og
styrk. Veikleikinn er 1 því fólg-
inn að auðlindir beggja þjóð-
anna eru takmarkaðar séu þær
bornar saman við hinar miklu
iðnaðarþjóðir, og á þetta bæði
við aðstoð hins opinbera og
getu hvers einstaks fyrirtækis.
Þau fyrirtæki, sem standa ein
sér, hverfa í margmenninu á al-
þjóðlegum vörusýningum.
Á hinn bóginn hafa smáfyrir-
tæki á íslandi og í Noregi þann
kost að þau geta komið upp sér-
hæfðri framleiðslu á þeim svið-
um þar sem alþjóðamarkaður er
svo takmarkaður að ekki tekur
því fyrir stórfyrirtækin að
keppa við þau. Auk þess er hægt
að styrkja aðstöðuna með því að
vinna saman bæði við fram-
leiðslu og markaðsleit.
Mörg iðnaðarfyrirtæki og á
það jafnt við í Noregi og á ís-
landi, hafa lítinn eða engan á-
huga á útflutningi. Markaður-
inn heima fyrir er þeim til þess
að gera vandalaus, og finna þau
því enga hvöt hjá sér til þess að
ráðast á þau mörgu vandamál,
sem leiðir af markaðsleit á al-
þjóðlegum vettvangi. í Noregi
hefur samt sem áður orðið vart
við aukinn áhuga á útflutningi
hjá smáum fyrirtækjum vegna
lækkaðra tolla og frjálsari inn-
flu’nings, sem hafa komiðl á
stað aukinni samkeppni á heims-
markaði.
, AFL BRESTUR.
Á Útflutningsráði Noregs er
einn alvarlegur ókostur, en þar
er svo annríkt við vandamál líð-
andi stundar, að afl brestur til
djúptækari ráðagerða langt
fram í tímann. Hér er verkefni,
sem ráða verður fram úr og
verður það að gerast í samvinnu
við útflytjendur. Má þar nefna
eitt dæmi til skýringar. Hús-
gagnaiðnaður Noregs kom ný-
lega með greinargerð, þar sem
bent er á að húsgagnaiðnaður-
inn verði að auka framleiðsluna
verulega næstu árin, ef hann
eigi að geta staðið sig í keppn-
inni um sérmenntaðan vinnu-
kraft. Slík aukning getur því
aðeins orðið að útflutningurinn
aukizt. Fram til ársloka 1975
verður útflutningur húsgagna-
iðnaðarins að aukast úr 200
milljónum króna árið 1971 upp
í 500 milljónir króna árið 1975.
Sams konar greinargerð þarf að
fá um allar iðngreinar og má
síðan hafa hana að grundvelli
framtíðaráætlana. Þá geta Norð-
menn seinna meir kveðið á um
mikilvægi iðngreinar þar sem
það hæfir og þar innt af hendi
þá þjónustu sem er takmark
þeirra.
ÞÉTTITÆKNI H.F.
Sendum þéttiefnið í
póstkröfu um land allt.
Rústfríir aðalvalsar
í roðfellivélar.
Varahlutir í fisk-
vinnsluvélar.
• Rennismíði
• Nýsmíði
• Viðgeröir
S. S. Gunnarson hf.
SÚÐARVOGI 18.
SÍMI 8-50-10.
REYKJAVÍK.
FV 9 1973
21