Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1973, Page 23

Frjáls verslun - 01.09.1973, Page 23
Trident-þota, einkennd hinu nýja félagi, British Airways. Flugmál: British airways í stað flugfélaganna BEA og BOAC Það er víðar en á íslandi, að flugfélög neyðast til að sam- einast til að standast betur hina hörðu samkeppni á alþjóð- legum flugleiðum með meiri hagkvæmni í rekstri en ella. í apríl í fyrra var ákveðið, að brezku flugfélögin BEA og BOAC. sem bæði eru ríkisrek- in, yrðu hér eftir félag, sem hlotið hefur nafnið British Airways. Á 1C mánuðum hefur verið gengið frá hinum margvísleg- ustu undirbúningsatriðum að sameiningunni, og er British Airways nú eitt stærsta flug- félag í heimi, næst á eftir bandarísku félögunum PAN- AM og TWA en sennilega er sovézka félagið Aeroflot stærst. Sameiningin hefur nánast einvörðungu verið til á pappír- um fram til 1. september sl. þegar hún varð flugfarþegum og almenningi í Bretlandi öllu ljósari. Frá þeim tíma hafa flug- vélar beggja félaganna verið merktar British Airways, borð- búnaður í flugvélum og önnur áhöld hafa breytt um útlit og flogið er undir nýju merki, sem er sambland af hinum eldri merkjun BOAC og BEA, hin- um svonefnda „Speedbird“ og brezku fánalitunum, sem BEA hafði að einkenni. FLÝGUR TIL 200 STAÐA Það er brezka ríkið, sem á British Airways. Þó verður félagið rekið eins og um einka- fyrirtæki væri að ræða. For- stjórarnir stefna að því, að félagið skili hagnaði eins og þeir væru ábyrgir gagnvart einstökum hluthöfum. Samt sem áður er búizt við, að stjórn félagsins muni mjög haga gerðum sínum í samræmi við cskir ríkisstjórnar Bret- lands fremur en ströngustu eiginhagsmuni. Forráðamenn British Air- ways halda því fram að félag þeirra sé hið stærsta sinnar tegundar utan Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, ef mið er tekið af tekjum, farþega- fjölda og flognum farþega- og tonnamílum. Félagið flýgur til 200 staða í 84 löndum í öllum heimsálfum og státar af að hafa fullkomnasta flugleiða- kerfi, sem um getur. Þá mun flugvélafloti þess, sem er alls 220 vélar, vera hinn stærsti, sem í notkun er á alþjóðaflug- leiðum. Davia Nicolson, forstjóri British Airways, segir að með sameiningu flugfélaganna muni hagnaður aukast um sem svar- ar 115 millj. Bandaríkjadollur- um á næstu fimm árum. Þá FV 9 1973 23

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.